Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?

Jón Már Halldórsson

Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahirðingjar og voru Samójed-hundarnir helstu vinnudýr þeirra, notaðir til að gæta hreindýra og draga sleða ásamt því að vera góðir félagar.

Samójedhundar eru ákaflega vel aðlagaðir hinum miklu kuldum norðurhjarans. Þeir hafa áberandi tveggja laga feld þar sem toghárin eru mjög stíf viðkomu og veita afar góða vörn gegn vindi auk þess að hrinda frá sér vatni. Feldurinn getur verið allt frá því að vera snjóhvítur að lit yfir í að vera rjómalitaður eða fölbrúnn. Þelhárin eru ullarkennd og feldurinn verður mjög þykkur yfir vetrartímann. Samójedhundar eru mjög sterkbyggðir og hlutfallslega sterkari en önnur hundakyn af sambærilegri stærð.Samójedhundar þykja skapgóðir, vinnusamir og góðir félagar.

Þessir hundar hafa í árþúsundir lifað í óvenju nánum tengslum við manninn við afar erfitt náttúrufar og því er erfitt að finna annað hundakyn sem er í senn jafnharðgert og -trygglynt. Uppruni samójedhunda hefur vakið mikla forvitni vísindamanna vegna þess hversu arfhreinir þeir eru, en skyldleiki þeirra við úlfa virðist meiri en margra annarra ræktunarafbrigða. Fornasískar heimildir kalla samójed-kynið; “hund heimsskautasólarinnar sem ber í feldi sínum frostkristalsgljáa heimsskautsins”.

Samójed-hundar vöktu sennilega fyrst athygli út fyrir heimkynni sín þegar rússneskir landkönnuðir fóru í rannsóknarferðir um Síberíu á 17. og 18. öld. Bæði hvolpar og fullorðnir hundar voru fluttir til stórborga Rússlands þar sem aðallinn, ekki síst keisarafjölskyldan, heillaðist af fegurð þeirra og góðri skapgerð. Þeir urðu í kjölfarið meðal bestu og virðingarmestu gjafa sem keisarinn gaf erlendum stórhöfðingjum. Hundarnir urðu einnig vinsælir meðal þeirra sem þurftu að ferðast um Síberíu, til dæmis hjá skattheimtumönnum og öðrum embættismönnum rússnesku keisarastjórnarinnar, þar sem vegakerfið var mjög ófullkomið eða alls ekki til staðar.

Það var Rússinn Alexander Trontheim sem útvegaði hinum mikla landkönnuði norðurhjarans, Fridtjof Nansen (1861 - 1930), Samójedhunda fyrir leiðangra sína. Þó hundarnir væru vanir erfiðum aðstæðum og mikil vinnudýr fór það svo að Nansen missti flesta þeirra. Þessir leiðangrar Nansens veittu öðrum ævintýragjörnum mönnum innblástur til að rannsaka norðurhjarann. Einn þeirra var Luigi Amadeo, hertogi af Abuzzi og bróðir Ítalíukonungs. Hann fékk hunda hjá Nansen og Trontheim, en leiðangur hans var hins vegar alveg misheppnaður og margir hundar drápust vegna grimmilegrar meðhöndlunar og óvenju erfiðra aðstæðna.Samójedhundar voru notaðir sem sleðahundar við könnun heimsskautasvæðanna snemma á 20. öldinni.

Einn af merkari leiðöngrum sem farinn hefur verið var leiðangur Norðmannsins Roald Amundsen (1872-1928) á suðurheimskautið árið 1911. Leiðangurinn tók 99 daga og notaði Amundsen 52 Samójed-hunda til að draga fjóra sleða rúmlega 1800 mílna leið. Robert Scott (1868-1912) var einnig með Samójed-hunda í kapphlaupi sínu við Amundsen á suðurpólinn. Hundar hans voru hins vegar rófulausir, en án hennar var ómögulegt fyrir þá að lifa af í kuldanum þar sem rófan skýlir nefi og munni þegar þeir sofa. Hundarnir hans drápust því fljótt úr lungnabólgu. Þegar Scott og menn hans komust loks hundalausir á pólinn sáu þeir þar fótspor eftir hunda og menn og norska fánann blakta við hún. Þetta gat aðeins þýtt eitt, Amundsen hafði náð á pólinn á undan þeim.

Talið er að Kilbourn Scott sem var félagsmaður í Hinu konunglega breska dýrafræðifélagi hafi flutt fyrsta samójedhundinn til Englands. Hróður hundanna jókst hins vegar mjög eftir hinn frækna leiðangur Amundsens og í kjölfarið vöktu þeir mikla athygli meðal hundaáhugamanna í Bretlandi, en þar urðu þeir fljótlega meðal vinsælustu hunda á hundasýningum.

Lengi vel gekk þetta hundaafbrigði undir heitinu bjelkier sem er komið af rússneska orðinu bjeli sem þýðir hvítur. Orðið samoyede varð hins vegar opinbert enskt heiti á hundinum utan Síberíu snemma á síðustu öld. Árið 1909 stofnaði Kilburn Scott félag um rækun þeirra, Samójedaklúbbinn, og árið 1923 urðu Samójedhundar opinbert ræktunarafbrigði á Vesturlöndum. Örlítil breyting varð á ensku nafni þeirra árið 1947 þegar -e var fellt út úr heitinu og samoeyde varð að samoyed, borið fram sem sahm-uh-yed eins og innfæddir af samójed þjóðflokkunum austur í Síberíu bera heitið fram.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.6.2006

Spyrjandi

Sólrún Arney, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2006. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6025.

Jón Már Halldórsson. (2006, 20. júní). Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6025

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2006. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6025>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?
Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahirðingjar og voru Samójed-hundarnir helstu vinnudýr þeirra, notaðir til að gæta hreindýra og draga sleða ásamt því að vera góðir félagar.

Samójedhundar eru ákaflega vel aðlagaðir hinum miklu kuldum norðurhjarans. Þeir hafa áberandi tveggja laga feld þar sem toghárin eru mjög stíf viðkomu og veita afar góða vörn gegn vindi auk þess að hrinda frá sér vatni. Feldurinn getur verið allt frá því að vera snjóhvítur að lit yfir í að vera rjómalitaður eða fölbrúnn. Þelhárin eru ullarkennd og feldurinn verður mjög þykkur yfir vetrartímann. Samójedhundar eru mjög sterkbyggðir og hlutfallslega sterkari en önnur hundakyn af sambærilegri stærð.Samójedhundar þykja skapgóðir, vinnusamir og góðir félagar.

Þessir hundar hafa í árþúsundir lifað í óvenju nánum tengslum við manninn við afar erfitt náttúrufar og því er erfitt að finna annað hundakyn sem er í senn jafnharðgert og -trygglynt. Uppruni samójedhunda hefur vakið mikla forvitni vísindamanna vegna þess hversu arfhreinir þeir eru, en skyldleiki þeirra við úlfa virðist meiri en margra annarra ræktunarafbrigða. Fornasískar heimildir kalla samójed-kynið; “hund heimsskautasólarinnar sem ber í feldi sínum frostkristalsgljáa heimsskautsins”.

Samójed-hundar vöktu sennilega fyrst athygli út fyrir heimkynni sín þegar rússneskir landkönnuðir fóru í rannsóknarferðir um Síberíu á 17. og 18. öld. Bæði hvolpar og fullorðnir hundar voru fluttir til stórborga Rússlands þar sem aðallinn, ekki síst keisarafjölskyldan, heillaðist af fegurð þeirra og góðri skapgerð. Þeir urðu í kjölfarið meðal bestu og virðingarmestu gjafa sem keisarinn gaf erlendum stórhöfðingjum. Hundarnir urðu einnig vinsælir meðal þeirra sem þurftu að ferðast um Síberíu, til dæmis hjá skattheimtumönnum og öðrum embættismönnum rússnesku keisarastjórnarinnar, þar sem vegakerfið var mjög ófullkomið eða alls ekki til staðar.

Það var Rússinn Alexander Trontheim sem útvegaði hinum mikla landkönnuði norðurhjarans, Fridtjof Nansen (1861 - 1930), Samójedhunda fyrir leiðangra sína. Þó hundarnir væru vanir erfiðum aðstæðum og mikil vinnudýr fór það svo að Nansen missti flesta þeirra. Þessir leiðangrar Nansens veittu öðrum ævintýragjörnum mönnum innblástur til að rannsaka norðurhjarann. Einn þeirra var Luigi Amadeo, hertogi af Abuzzi og bróðir Ítalíukonungs. Hann fékk hunda hjá Nansen og Trontheim, en leiðangur hans var hins vegar alveg misheppnaður og margir hundar drápust vegna grimmilegrar meðhöndlunar og óvenju erfiðra aðstæðna.Samójedhundar voru notaðir sem sleðahundar við könnun heimsskautasvæðanna snemma á 20. öldinni.

Einn af merkari leiðöngrum sem farinn hefur verið var leiðangur Norðmannsins Roald Amundsen (1872-1928) á suðurheimskautið árið 1911. Leiðangurinn tók 99 daga og notaði Amundsen 52 Samójed-hunda til að draga fjóra sleða rúmlega 1800 mílna leið. Robert Scott (1868-1912) var einnig með Samójed-hunda í kapphlaupi sínu við Amundsen á suðurpólinn. Hundar hans voru hins vegar rófulausir, en án hennar var ómögulegt fyrir þá að lifa af í kuldanum þar sem rófan skýlir nefi og munni þegar þeir sofa. Hundarnir hans drápust því fljótt úr lungnabólgu. Þegar Scott og menn hans komust loks hundalausir á pólinn sáu þeir þar fótspor eftir hunda og menn og norska fánann blakta við hún. Þetta gat aðeins þýtt eitt, Amundsen hafði náð á pólinn á undan þeim.

Talið er að Kilbourn Scott sem var félagsmaður í Hinu konunglega breska dýrafræðifélagi hafi flutt fyrsta samójedhundinn til Englands. Hróður hundanna jókst hins vegar mjög eftir hinn frækna leiðangur Amundsens og í kjölfarið vöktu þeir mikla athygli meðal hundaáhugamanna í Bretlandi, en þar urðu þeir fljótlega meðal vinsælustu hunda á hundasýningum.

Lengi vel gekk þetta hundaafbrigði undir heitinu bjelkier sem er komið af rússneska orðinu bjeli sem þýðir hvítur. Orðið samoyede varð hins vegar opinbert enskt heiti á hundinum utan Síberíu snemma á síðustu öld. Árið 1909 stofnaði Kilburn Scott félag um rækun þeirra, Samójedaklúbbinn, og árið 1923 urðu Samójedhundar opinbert ræktunarafbrigði á Vesturlöndum. Örlítil breyting varð á ensku nafni þeirra árið 1947 þegar -e var fellt út úr heitinu og samoeyde varð að samoyed, borið fram sem sahm-uh-yed eins og innfæddir af samójed þjóðflokkunum austur í Síberíu bera heitið fram.

Heimildir og myndir: