Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju vantar nefið á sfinxinn?

Valdimar Bersi Kristjánsson

Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Píramídi hans sést í bakgrunni á myndinni hér fyrir neðan. Lengst af var stóri sfinxinn að hluta grafinn í sand, en lokið var við að grafa hann upp árið 1925.


Stóri sfinxinn í Giza í Egyptalandi.

Eins og kunnugt er hefur sfinx-styttan í Giza ekkert nef. Sumir segja að fallbyssur herdeilda Napóleons Bónapartes hafi grandað því. Það sem mælir gegn þessari kenningu er að teikningar frá árinu 1737 – fyrir tíma Napóleons – sýna sfinxinn neflausan.

Egypskur fræðimaður að nafni al-Maqrizi, sem skrifaði á fimmtándu öld, eignar súfistanum Muhammad Sa'im al-Dahr skemmdarverkin. Hann er sagður hafa reiðst því að egypskur almúgi gerði enn ýmsar helgiathafnir við fætur sfinxins og hafi hann því, árið 1378, eyðilagt styttuna með því að skemma á henni nefið. Áhugavert er þó að al-Maqrizi segir enn fremur að eyrun hafi verið eyðilögð, en þau eru í raun enn áföst. Þetta vekur upp spurningar um hvort frásögn al-Maqrizis sé algjörlega sannleikanum samkvæmt.

Lesendum er einnig bent á svarið við spurningunni Hvað er Sfinxinn gamall?

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

20.6.2006

Spyrjandi

Sylvía Oddný Arnardóttir, f. 1994

Tilvísun

Valdimar Bersi Kristjánsson. „Af hverju vantar nefið á sfinxinn? “ Vísindavefurinn, 20. júní 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6026.

Valdimar Bersi Kristjánsson. (2006, 20. júní). Af hverju vantar nefið á sfinxinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6026

Valdimar Bersi Kristjánsson. „Af hverju vantar nefið á sfinxinn? “ Vísindavefurinn. 20. jún. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6026>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju vantar nefið á sfinxinn?
Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Píramídi hans sést í bakgrunni á myndinni hér fyrir neðan. Lengst af var stóri sfinxinn að hluta grafinn í sand, en lokið var við að grafa hann upp árið 1925.


Stóri sfinxinn í Giza í Egyptalandi.

Eins og kunnugt er hefur sfinx-styttan í Giza ekkert nef. Sumir segja að fallbyssur herdeilda Napóleons Bónapartes hafi grandað því. Það sem mælir gegn þessari kenningu er að teikningar frá árinu 1737 – fyrir tíma Napóleons – sýna sfinxinn neflausan.

Egypskur fræðimaður að nafni al-Maqrizi, sem skrifaði á fimmtándu öld, eignar súfistanum Muhammad Sa'im al-Dahr skemmdarverkin. Hann er sagður hafa reiðst því að egypskur almúgi gerði enn ýmsar helgiathafnir við fætur sfinxins og hafi hann því, árið 1378, eyðilagt styttuna með því að skemma á henni nefið. Áhugavert er þó að al-Maqrizi segir enn fremur að eyrun hafi verið eyðilögð, en þau eru í raun enn áföst. Þetta vekur upp spurningar um hvort frásögn al-Maqrizis sé algjörlega sannleikanum samkvæmt.

Lesendum er einnig bent á svarið við spurningunni Hvað er Sfinxinn gamall?

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....