Sólin Sólin Rís 07:39 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:06 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík

Voru Daltonbræðurnir til?

Axel Þórisson og Heiða María Sigurðardóttir

Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður eru byggðir á raunverulegum persónum í mannkynssögunni.

Hinir raunverulegu Daltonbræður hétu Grattan (Grat; 1861–92), William (Bill; 1863–94), Robert (Bob; 1870–92), og Emmett (1871–1937). Í fyrstu héldu bræðurnir sig réttu megin við lögin, og Grat, Bob og Emmett gerðust meira að segja löggæslumenn í Fort Smith í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum. Þeir þrír hófu aftur á móti glæpaferil sinn árið 1889 (sumar heimildir segja 1890) með því að gerast hestaþjófar. Smám saman leiddust þeir svo, ásamt bróður sínum Bill, út í að ræna spilavíti, lestir og banka.


Frá vinstri: Emmett Dalton (særður), Tim Evans (Bill Powers), Bob Dalton, Grat Dalton og Dick Broadwell.

Svo var það eitt sinn, 5. október árið 1892, að Bob, Grat og Emmett, ásamt félögum sínum Dick Broadwell og Bill Powers, riðu inn í bæinn Coffeyville í Kansas-ríki. Þar hugðust þeir slá tvær flugur í einu höggi með því að ræna tvo banka á sama degi. En íbúar Coffeyville báru kennsl á útlagana og gripu til skotvopna þegar Daltongengið gekk út úr öðrum bankanum. Allir voru drepnir nema Emmett, sem særðist alvarlega og var handtekinn og færður í fangelsi. Hann var síðar náðaður og lifði eðlilegu lífi þar til hann dó árið 1937, þá á 56. aldursári. Bill, sem tók ekki þátt í bankaránunum í Coffeyville, var skotinn til bana árið 1894.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

dósent við Sálfræðideild

Útgáfudagur

21.6.2006

Spyrjandi

Örn Ómar Guðjónsson

Tilvísun

Axel Þórisson og Heiða María Sigurðardóttir. „Voru Daltonbræðurnir til?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2006. Sótt 2. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6027.

Axel Þórisson og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 21. júní). Voru Daltonbræðurnir til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6027

Axel Þórisson og Heiða María Sigurðardóttir. „Voru Daltonbræðurnir til?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2006. Vefsíða. 2. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6027>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru Daltonbræðurnir til?
Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður eru byggðir á raunverulegum persónum í mannkynssögunni.

Hinir raunverulegu Daltonbræður hétu Grattan (Grat; 1861–92), William (Bill; 1863–94), Robert (Bob; 1870–92), og Emmett (1871–1937). Í fyrstu héldu bræðurnir sig réttu megin við lögin, og Grat, Bob og Emmett gerðust meira að segja löggæslumenn í Fort Smith í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum. Þeir þrír hófu aftur á móti glæpaferil sinn árið 1889 (sumar heimildir segja 1890) með því að gerast hestaþjófar. Smám saman leiddust þeir svo, ásamt bróður sínum Bill, út í að ræna spilavíti, lestir og banka.


Frá vinstri: Emmett Dalton (særður), Tim Evans (Bill Powers), Bob Dalton, Grat Dalton og Dick Broadwell.

Svo var það eitt sinn, 5. október árið 1892, að Bob, Grat og Emmett, ásamt félögum sínum Dick Broadwell og Bill Powers, riðu inn í bæinn Coffeyville í Kansas-ríki. Þar hugðust þeir slá tvær flugur í einu höggi með því að ræna tvo banka á sama degi. En íbúar Coffeyville báru kennsl á útlagana og gripu til skotvopna þegar Daltongengið gekk út úr öðrum bankanum. Allir voru drepnir nema Emmett, sem særðist alvarlega og var handtekinn og færður í fangelsi. Hann var síðar náðaður og lifði eðlilegu lífi þar til hann dó árið 1937, þá á 56. aldursári. Bill, sem tók ekki þátt í bankaránunum í Coffeyville, var skotinn til bana árið 1894.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....