merkir einfaldlega 'punktur' eða 'blettur'. Algengt er að rautt bindi sé tákn um að konan sem beri það sé gift. Á seinni árum hefur þó bindi orðið að hálfgerðu tískuskrauti hjá bæði giftum og ógiftum konum. Bletturinn þarf heldur ekkert endilega að vera rauður, og stundum eru skrautlímmiðar notaðir í stað hans.
Bindi á sér trúarlegar rætur, og er í raun bara ein tegund svokallaðs tilaka, sem á sanskrít þýðir 'tákn' eða 'merki'. Tilaka gefur til kynna hvaða fylkingu (e. sect) hindúisma sá sem ber það tilheyrir. Tikala er yfirleitt ennistákn og er sett yfir orkustöðina „ajna“, sem stundum er kölluð „þriðja augað“. Í sumum tilfellum er táknið þó málað eða þrykkt á fleiri staði líkamans. Bæði karlar og konur geta borið tilaka. Það er sagt verja fólk fyrir óvættum, óheppni og öðru slæmu.
Heimildir og mynd
- Ajna. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Bindi (decoration). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Hindu dot. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Tilak. Encyclopædia Britannica Online.
- Myndin er af síðunni Image:Indian Woman with bindi.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Steve Evans: Sumur réttur áskilinn. Birt undir leyfinu Creative Commons.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.