Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna?

Bergur Þórisson

Bletturinn sem hindúakonur hafa stundum á enni sér kallast bindi, sem merkir einfaldlega 'punktur' eða 'blettur'. Algengt er að rautt bindi sé tákn um að konan sem beri það sé gift. Á seinni árum hefur þó bindi orðið að hálfgerðu tískuskrauti hjá bæði giftum og ógiftum konum. Bletturinn þarf heldur ekkert endilega að vera rauður, og stundum eru skrautlímmiðar notaðir í stað hans.

Bindi á sér trúarlegar rætur, og er í raun bara ein tegund svokallaðs tilaka, sem á sanskrít þýðir 'tákn' eða 'merki'. Tilaka gefur til kynna hvaða fylkingu (e. sect) hindúisma sá sem ber það tilheyrir. Tikala er yfirleitt ennistákn og er sett yfir orkustöðina „ajna“, sem stundum er kölluð „þriðja augað“. Í sumum tilfellum er táknið þó málað eða þrykkt á fleiri staði líkamans. Bæði karlar og konur geta borið tilaka. Það er sagt verja fólk fyrir óvættum, óheppni og öðru slæmu.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

22.6.2006

Spyrjandi

Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir, f. 1992
Laufey Jóhanna, f. 1989

Tilvísun

Bergur Þórisson. „Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2006. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6030.

Bergur Þórisson. (2006, 22. júní). Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6030

Bergur Þórisson. „Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2006. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6030>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna?
Bletturinn sem hindúakonur hafa stundum á enni sér kallast bindi, sem merkir einfaldlega 'punktur' eða 'blettur'. Algengt er að rautt bindi sé tákn um að konan sem beri það sé gift. Á seinni árum hefur þó bindi orðið að hálfgerðu tískuskrauti hjá bæði giftum og ógiftum konum. Bletturinn þarf heldur ekkert endilega að vera rauður, og stundum eru skrautlímmiðar notaðir í stað hans.

Bindi á sér trúarlegar rætur, og er í raun bara ein tegund svokallaðs tilaka, sem á sanskrít þýðir 'tákn' eða 'merki'. Tilaka gefur til kynna hvaða fylkingu (e. sect) hindúisma sá sem ber það tilheyrir. Tikala er yfirleitt ennistákn og er sett yfir orkustöðina „ajna“, sem stundum er kölluð „þriðja augað“. Í sumum tilfellum er táknið þó málað eða þrykkt á fleiri staði líkamans. Bæði karlar og konur geta borið tilaka. Það er sagt verja fólk fyrir óvættum, óheppni og öðru slæmu.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....