Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hverjir voru Rómúlus og Remus?

Kristján Andri Gunnarsson og Heiða María Sigurðardóttir

Samkvæmt þjóðsögum voru tvíburarnir Rómúlus og Remus stofnendur Rómar. Venjan er að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum.

Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Númitor átti yngri bróður, Amúlíus að nafni. Amúlíus steypti Númitor af stóli og gerðist konungur í hans stað. Hann gerði Rheu Silvíu að vestumey til að koma í veg fyrir að hún eignaðist afkomendur sem mögulega gætu gert tilkall til krúnunnar. Rhea Silvía varð samt sem áður þunguð, en faðirinn var guðinn Mars, og fæddi hún tvíburana Rómúlus og Remus.

Þegar Amúlíus heyrði fréttirnar varð hann ævareiður og fyrirskipaði að bæði Rhea Silvía og synir hennar skyldu tekin af lífi. Rómúlus og Remus voru látnir í körfu sem sett var á flot í ánni Tíber. Tvíburarnir björguðust aftur á móti því körfunni skolaði á land. Þeir nærðust síðan á mjólk úlfynju, ásamt því að fá mat hjá spætu nokkurri. Það var að lokum fjárhirðir að nafni Fástúlus sem fann bræðurna tvo og tók þá með sér heim. Rómúlus og Remus ólust síðan upp hjá Fástúlusi og konu hans, Öccu Larentíu.


Rómúlus og Remus nærðust á úlfamjólk.

Þegar Rómúlus og Remus uxu úr grasi steyptu þeir Amúlíusi af stóli og drápu hann. Númitor varð aftur konungur, en Rómúlus og Remus fóru ásamt fylgismönnum sínum og hugðust byggja nýja borg. Bræðurnir gátu aftur á móti ekki komið sér saman um hvar borgin skyldi vera. Remus vildi byggja borgina þar sem auðveldast væri að verja hana, en Rómúlus fékk að lokum að ráða því að borgin skyldi byggð á Palatínhæð (e. Palatine Hill). Remus var mjög ósáttur við þessa ákvörðun og þegar farið var að grafa fyrir borgarmúrunum hoppaði hann yfir skurðinn til að sýna hversu auðvelt væri að ráðast inn í borgina. Vegna þessa drap Rómúlus bróður sinn. Rómúlus hélt síðan áfram að byggja borgina og nefndi hana Róm eftir sjálfum sér.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

26.6.2006

Spyrjandi

Karen Sigurðardóttir

Tilvísun

Kristján Andri Gunnarsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hverjir voru Rómúlus og Remus?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6034.

Kristján Andri Gunnarsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 26. júní). Hverjir voru Rómúlus og Remus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6034

Kristján Andri Gunnarsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hverjir voru Rómúlus og Remus?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6034>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru Rómúlus og Remus?
Samkvæmt þjóðsögum voru tvíburarnir Rómúlus og Remus stofnendur Rómar. Venjan er að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum.

Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Númitor átti yngri bróður, Amúlíus að nafni. Amúlíus steypti Númitor af stóli og gerðist konungur í hans stað. Hann gerði Rheu Silvíu að vestumey til að koma í veg fyrir að hún eignaðist afkomendur sem mögulega gætu gert tilkall til krúnunnar. Rhea Silvía varð samt sem áður þunguð, en faðirinn var guðinn Mars, og fæddi hún tvíburana Rómúlus og Remus.

Þegar Amúlíus heyrði fréttirnar varð hann ævareiður og fyrirskipaði að bæði Rhea Silvía og synir hennar skyldu tekin af lífi. Rómúlus og Remus voru látnir í körfu sem sett var á flot í ánni Tíber. Tvíburarnir björguðust aftur á móti því körfunni skolaði á land. Þeir nærðust síðan á mjólk úlfynju, ásamt því að fá mat hjá spætu nokkurri. Það var að lokum fjárhirðir að nafni Fástúlus sem fann bræðurna tvo og tók þá með sér heim. Rómúlus og Remus ólust síðan upp hjá Fástúlusi og konu hans, Öccu Larentíu.


Rómúlus og Remus nærðust á úlfamjólk.

Þegar Rómúlus og Remus uxu úr grasi steyptu þeir Amúlíusi af stóli og drápu hann. Númitor varð aftur konungur, en Rómúlus og Remus fóru ásamt fylgismönnum sínum og hugðust byggja nýja borg. Bræðurnir gátu aftur á móti ekki komið sér saman um hvar borgin skyldi vera. Remus vildi byggja borgina þar sem auðveldast væri að verja hana, en Rómúlus fékk að lokum að ráða því að borgin skyldi byggð á Palatínhæð (e. Palatine Hill). Remus var mjög ósáttur við þessa ákvörðun og þegar farið var að grafa fyrir borgarmúrunum hoppaði hann yfir skurðinn til að sýna hversu auðvelt væri að ráðast inn í borgina. Vegna þessa drap Rómúlus bróður sinn. Rómúlus hélt síðan áfram að byggja borgina og nefndi hana Róm eftir sjálfum sér.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....