Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gólem?

Jón Gísli Björgvinsson og Heiða María Sigurðardóttir

Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið:

Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7).

Helgir menn voru sumir sagðir hafa hæfileika til að vekja upp dautt efni með særingum, mögnuðu rituðu orði eða öðrum helgiathöfnum. Slík gólem voru frekar vitgrönn og vélræn eða tröllsleg. Þeim var oft gefin tiltekin verkefni, svo sem að vernda skapara sína, en þau hlýddu skipunum meistara sinna hugsunarlaust.

Hægt var að gera gólem líflaus á ný með því að gera að engu það sem vakti þau til lífs. Ef gólemi var til dæmis gefið líf með því að rita nafn Guðs á pappírssnifsi sem sett var í munn þess var hægt að deyða það með því að fjarlægja miðann. Sömuleiðis var hægt að hafa yfir sömu orð og notuð voru til að lífga það við, en í þetta sinn í öfugri röð.

Til eru verur í öðrum trúarbrögðum sem svipar til gólema. Í norrænni goðafræði er Óðinn sagður hafa blásið lífsanda í Ask og Emblu, fyrstu mannverurnar. Í Völuspá segir:

Önd þau né áttu,

óð þau né höfðu,

lá né læti

né litu góða;

önd gaf Óðinn,

óð gaf Hænir,

lá gaf Lóður

og litu góða.

Einnig segir í Eddu að jötnar hafi gert leirmann og vakið til lífs:

Þá gerðu jötnar mann á Grjóttúnagörðum af leiri, ok var hann níu rasta hár, en þriggja breiðr undir hönd, en ekki fengu þeir hjarta svá mikit, at honum sómði, fyrr en þeir tóku úr meri nökkurri, ok varð honum þar eigi stöðugt, þá er Þórr kom... Á aðra hlið [jötunsins Hrungnis] stóð leirjötunninn, er nefndr er Mökkurkálfi, ok var hann allhræddr. Svá er sagt, at hann meig, er hann sá Þór.

Eins og textinn gefur til kynna var Mökkurkálfi þessi heldur bleyðulegur, og er endalokum hans lýst þannig: „...vá [Þjálfi] at Mökkurkálfa, ok fell hann við lítinn orðstír“.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

27.6.2006

Spyrjandi

Katrín Birgisdóttir

Tilvísun

Jón Gísli Björgvinsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er gólem?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6036.

Jón Gísli Björgvinsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 27. júní). Hvað er gólem? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6036

Jón Gísli Björgvinsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er gólem?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6036>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er gólem?
Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið:

Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7).

Helgir menn voru sumir sagðir hafa hæfileika til að vekja upp dautt efni með særingum, mögnuðu rituðu orði eða öðrum helgiathöfnum. Slík gólem voru frekar vitgrönn og vélræn eða tröllsleg. Þeim var oft gefin tiltekin verkefni, svo sem að vernda skapara sína, en þau hlýddu skipunum meistara sinna hugsunarlaust.

Hægt var að gera gólem líflaus á ný með því að gera að engu það sem vakti þau til lífs. Ef gólemi var til dæmis gefið líf með því að rita nafn Guðs á pappírssnifsi sem sett var í munn þess var hægt að deyða það með því að fjarlægja miðann. Sömuleiðis var hægt að hafa yfir sömu orð og notuð voru til að lífga það við, en í þetta sinn í öfugri röð.

Til eru verur í öðrum trúarbrögðum sem svipar til gólema. Í norrænni goðafræði er Óðinn sagður hafa blásið lífsanda í Ask og Emblu, fyrstu mannverurnar. Í Völuspá segir:

Önd þau né áttu,

óð þau né höfðu,

lá né læti

né litu góða;

önd gaf Óðinn,

óð gaf Hænir,

lá gaf Lóður

og litu góða.

Einnig segir í Eddu að jötnar hafi gert leirmann og vakið til lífs:

Þá gerðu jötnar mann á Grjóttúnagörðum af leiri, ok var hann níu rasta hár, en þriggja breiðr undir hönd, en ekki fengu þeir hjarta svá mikit, at honum sómði, fyrr en þeir tóku úr meri nökkurri, ok varð honum þar eigi stöðugt, þá er Þórr kom... Á aðra hlið [jötunsins Hrungnis] stóð leirjötunninn, er nefndr er Mökkurkálfi, ok var hann allhræddr. Svá er sagt, at hann meig, er hann sá Þór.

Eins og textinn gefur til kynna var Mökkurkálfi þessi heldur bleyðulegur, og er endalokum hans lýst þannig: „...vá [Þjálfi] at Mökkurkálfa, ok fell hann við lítinn orðstír“.

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....