Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp?

Katrín, Kaðlín og Sóley og Margrét Björk Sigurðardóttir

Fyrir rúmri öld, eða árið 1897, fann breskur uppfinningamaður að nafni James Henry Atkinson upp músagildruna. Frumgerð músagildrunnar var kölluð “Little nipper” eða “Litli nartarinn”.



Form "Litla nartarans" ætti að vera flestum kunnugt

Form þessarar músagildru kannast flestir við en það er löngu orðið frægt úr gamanþáttum og teiknimyndum á borð við Tomma og Jenna. Tækið er samsett úr litlum viðarbút sem á er festur fjaðurbúnaður og klemma. Músin er svo venjulega lokkuð að gildrunni með ostbita. Þegar músin fer að narta í ostinn eða fjarlægir hann af gildrunni smellur fjaðurbúnaðurinn og músin endar þar lífdaga sína. Klemman á “Litla nartaranum” smellur aftur á einum þrjátíu og áttaþúsundasta úr sekúndu og hefur þetta hraðamet aldrei verið slegið.

Árið 1913 seldi Atkinson einkaleyfið á músagildru sinni til fyrirtækis að nafni Procter fyrir 1000 pund. Hönnun á músagildru Atkinsons hefur nánast ekkert breyst í áranna rás og er hún enn í dag með ráðandi stöðu á markaðnum. Margir hafa þó gagnrýnt þessa gerð músagildra og segja þær vera grimmilega leið til að losa sig við músagang.

Árið 3. áratug 20. aldar fann Austin Kness upp músagildru sem gat fangað mýsnar lifandi og þurfti ekki á beitu að halda. Annar kostur við þessa gerð músagildru er að hún getur fangað margar mýs án þess að það þurfi að endurstilla hana.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemendur í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

28.6.2006

Spyrjandi

Árni Palli

Tilvísun

Katrín, Kaðlín og Sóley og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6038.

Katrín, Kaðlín og Sóley og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 28. júní). Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6038

Katrín, Kaðlín og Sóley og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6038>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp?
Fyrir rúmri öld, eða árið 1897, fann breskur uppfinningamaður að nafni James Henry Atkinson upp músagildruna. Frumgerð músagildrunnar var kölluð “Little nipper” eða “Litli nartarinn”.



Form "Litla nartarans" ætti að vera flestum kunnugt

Form þessarar músagildru kannast flestir við en það er löngu orðið frægt úr gamanþáttum og teiknimyndum á borð við Tomma og Jenna. Tækið er samsett úr litlum viðarbút sem á er festur fjaðurbúnaður og klemma. Músin er svo venjulega lokkuð að gildrunni með ostbita. Þegar músin fer að narta í ostinn eða fjarlægir hann af gildrunni smellur fjaðurbúnaðurinn og músin endar þar lífdaga sína. Klemman á “Litla nartaranum” smellur aftur á einum þrjátíu og áttaþúsundasta úr sekúndu og hefur þetta hraðamet aldrei verið slegið.

Árið 1913 seldi Atkinson einkaleyfið á músagildru sinni til fyrirtækis að nafni Procter fyrir 1000 pund. Hönnun á músagildru Atkinsons hefur nánast ekkert breyst í áranna rás og er hún enn í dag með ráðandi stöðu á markaðnum. Margir hafa þó gagnrýnt þessa gerð músagildra og segja þær vera grimmilega leið til að losa sig við músagang.

Árið 3. áratug 20. aldar fann Austin Kness upp músagildru sem gat fangað mýsnar lifandi og þurfti ekki á beitu að halda. Annar kostur við þessa gerð músagildru er að hún getur fangað margar mýs án þess að það þurfi að endurstilla hana.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....