Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?

Heiða María Sigurðardóttir

Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest.

Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stuðning og minnkar þannig álag á vöðva, en nokkuð algengt er að stór brjóst valdi konum bakverkjum eða öðrum óþægindum. Einnig er hægt að kaupa brjóstahaldara sem minnka brjóstamál kvenna.

Smábrjósta konur ganga yfirleitt einnig í brjóstahaldara jafnvel þótt brjóstin þurfi ekki aukinn stuðning. Flíkin er þá annað hvort eingöngu til skrauts eða notuð til að móta eða stækka brjóstin; til þess eru notaðir brjóstahaldarar sem fylltir eru með sérstökum púðum úr svampi, silikoni eða öðru mjúku efni.


'Le corset empire', eða 'lífstykki í keisarastíl'. Skýringartextinn við myndina segir það vera bæði létt og þægilegt, og forða konum frá því að brjóst þeirra hristist óþægilega.

Konur hafa í mörg þúsund ár notað klæði sem svipar til brjóstahaldara. Forngrískar konur reyrðu sumar brjóst sín með sérstökum linda til að halda þeim kyrrum, og konur á Krít til forna (fyrir um 4000 árum) notuðu lífstykki sem veittu brjóstum stuðning. Það er ekki svo gott að segja nákvæmlega hvenær nútímabrjóstahaldarar voru fundnir upp enda virðast þeir fremur hafa þróast út frá öðrum flíkum, svo sem lífstykkjum, heldur en að þeir hafi allt í einu komið fram á sjónarsviðið.

Árið 1859 fékk Henry S. Lesher einkaleyfi fyrir hugmynd sinni að furðulegri flík (sjá mynd fyrir neðan) sem leit helst út eins og hálfgerð brynja. Í henni voru brjóstapúðar sem hægt var að blása upp, en þeim var ætlað að styðja við brjóstin og „gera manneskjuna samhverfari og fallegri“.


Þessi undarlega flík var hálfgerður brjóstahaldari, en á henni voru einnig hólkar fyrir handleggina sem áttu að koma í veg fyrir svitabletti undir höndum.

Árið 1876 fékk kona að nafni Olivia P. Flynt einkaleyfi fyrir annarri flík sem var eflaust öllu þægilegri en brjóstapúðabrynja Leshers. Flynt kallaði flíkina brjóstahaldara (e. bust-supporter) og lýsir henni svo: „Þessi flík er sérstaklega ætluð dömum með stóran barm, og skal notast í stað lífstykkis; þannig mun hún tryggja fallegt form líkamans án þess að reyra hann eða á annan hátt skaða með því að þrengja að honum eða hefta.“* Brjóstahaldari Flynts var þó enn nokkuð ólíkur nútímabrjóstahaldara þar sem hann var ekki með hlýrum heldur stuttum ermum og líktist því helst eins konar magabol með brjóstastuðningi.

Heiðurinn að fyrsta alvörubrjóstahaldaranum er oft eignaður annaðhvort Herminie Cadolle eða Mary Phelps Jacob. Umrædd flík Cadolles er frá árinu 1889 og kallaðist á frönsku 'le bien-être', eða 'vellíðunin'. Hún var tvískipt og var efri hlutanum gert að halda uppi brjóstum og styðja við þau. Mary Phelps Jacob á líklega síður þennan heiður skilinn, þó brjóstahaldarinn hennar (sjá mynd fyrir neðan) sé nokkuð líkur þeim brjóstahöldurum sem konur eiga að venjast í dag. Jacob fékk einkaleyfi fyrir slíkum brjóstahaldara árið 1914.


Brjóstahaldari hannaður af Mary Phelps Jacob frá árinu 1914.

Á næstu áratugum þróuðust brjóstahaldarar enn frekar og farið var að framleiða þá í mismunandi skálastærðum og af alls konar gerðum. Nú eru til hlýralausir haldarar, saumlausir haldarar, fóðraðir haldarar, íþróttahaldarar, meðgönguhaldarar og gjafahaldarar, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Myndir


* Upphaflegur enskur texti hljómar svo: „This garment is specially adapted to ladies having large busts, and will be used instead, and take the place of, a corset, thereby enabling beauty of form to be preserved without lacing or otherwise injuriously pressing or binding the body.“


Hér er einnig svarað spurningu Arnars Einarssonar (f. 1989):

Til hvers eru brjóstahaldarar?

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

30.6.2006

Spyrjandi

Elín Ösp Gísladóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2006. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6041.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 30. júní). Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6041

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2006. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga brjóstahaldara? Hvenær var byrjað að nota þá?
Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest.

Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stuðning og minnkar þannig álag á vöðva, en nokkuð algengt er að stór brjóst valdi konum bakverkjum eða öðrum óþægindum. Einnig er hægt að kaupa brjóstahaldara sem minnka brjóstamál kvenna.

Smábrjósta konur ganga yfirleitt einnig í brjóstahaldara jafnvel þótt brjóstin þurfi ekki aukinn stuðning. Flíkin er þá annað hvort eingöngu til skrauts eða notuð til að móta eða stækka brjóstin; til þess eru notaðir brjóstahaldarar sem fylltir eru með sérstökum púðum úr svampi, silikoni eða öðru mjúku efni.


'Le corset empire', eða 'lífstykki í keisarastíl'. Skýringartextinn við myndina segir það vera bæði létt og þægilegt, og forða konum frá því að brjóst þeirra hristist óþægilega.

Konur hafa í mörg þúsund ár notað klæði sem svipar til brjóstahaldara. Forngrískar konur reyrðu sumar brjóst sín með sérstökum linda til að halda þeim kyrrum, og konur á Krít til forna (fyrir um 4000 árum) notuðu lífstykki sem veittu brjóstum stuðning. Það er ekki svo gott að segja nákvæmlega hvenær nútímabrjóstahaldarar voru fundnir upp enda virðast þeir fremur hafa þróast út frá öðrum flíkum, svo sem lífstykkjum, heldur en að þeir hafi allt í einu komið fram á sjónarsviðið.

Árið 1859 fékk Henry S. Lesher einkaleyfi fyrir hugmynd sinni að furðulegri flík (sjá mynd fyrir neðan) sem leit helst út eins og hálfgerð brynja. Í henni voru brjóstapúðar sem hægt var að blása upp, en þeim var ætlað að styðja við brjóstin og „gera manneskjuna samhverfari og fallegri“.


Þessi undarlega flík var hálfgerður brjóstahaldari, en á henni voru einnig hólkar fyrir handleggina sem áttu að koma í veg fyrir svitabletti undir höndum.

Árið 1876 fékk kona að nafni Olivia P. Flynt einkaleyfi fyrir annarri flík sem var eflaust öllu þægilegri en brjóstapúðabrynja Leshers. Flynt kallaði flíkina brjóstahaldara (e. bust-supporter) og lýsir henni svo: „Þessi flík er sérstaklega ætluð dömum með stóran barm, og skal notast í stað lífstykkis; þannig mun hún tryggja fallegt form líkamans án þess að reyra hann eða á annan hátt skaða með því að þrengja að honum eða hefta.“* Brjóstahaldari Flynts var þó enn nokkuð ólíkur nútímabrjóstahaldara þar sem hann var ekki með hlýrum heldur stuttum ermum og líktist því helst eins konar magabol með brjóstastuðningi.

Heiðurinn að fyrsta alvörubrjóstahaldaranum er oft eignaður annaðhvort Herminie Cadolle eða Mary Phelps Jacob. Umrædd flík Cadolles er frá árinu 1889 og kallaðist á frönsku 'le bien-être', eða 'vellíðunin'. Hún var tvískipt og var efri hlutanum gert að halda uppi brjóstum og styðja við þau. Mary Phelps Jacob á líklega síður þennan heiður skilinn, þó brjóstahaldarinn hennar (sjá mynd fyrir neðan) sé nokkuð líkur þeim brjóstahöldurum sem konur eiga að venjast í dag. Jacob fékk einkaleyfi fyrir slíkum brjóstahaldara árið 1914.


Brjóstahaldari hannaður af Mary Phelps Jacob frá árinu 1914.

Á næstu áratugum þróuðust brjóstahaldarar enn frekar og farið var að framleiða þá í mismunandi skálastærðum og af alls konar gerðum. Nú eru til hlýralausir haldarar, saumlausir haldarar, fóðraðir haldarar, íþróttahaldarar, meðgönguhaldarar og gjafahaldarar, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Myndir


* Upphaflegur enskur texti hljómar svo: „This garment is specially adapted to ladies having large busts, and will be used instead, and take the place of, a corset, thereby enabling beauty of form to be preserved without lacing or otherwise injuriously pressing or binding the body.“


Hér er einnig svarað spurningu Arnars Einarssonar (f. 1989):

Til hvers eru brjóstahaldarar?
...