Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?

HB og ÞV

Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við lærum móðurmálið og síðan erlend mál, eða þegar mannfræðingar kynna sér framandi þjóðflokka. Myndmál mundi þó vafalaust koma við sögu auk hljóðs. Ekki er ljóst hvert hlutverk stærðfræðinnar yrði í þessu; þó að hún sé einum þræði eins konar tungumál vísindanna er hún að sjálfsögðu takmörkuð sem tungumál til almennra nota.


Þegar þeir (hinir eldri) nefndu einhvern hlut og færðust nær einhverju í samræmi við það, sá ég þetta og skildi að hluturinn var nefndur með hljóðinu sem þeir gáfu frá sér þegar þeir bentu á hann. Ætlun þeirra var opinberuð með líkamshreyfingum, eins og þær væru náttúrulegt tungumál allra manna: andlitstjáning, leikni augnanna, hreyfingar annarra líkamshluta og hljómur raddarinnar sem tjáir hugarástand þess sem leitar, hefur, hafnar eða forðast. Þar af leiðandi, þegar ég heyrði orð endurtekin á viðeigandi stað í ólíkum setningum, lærði ég smám saman að skilja hvaða hluti þau táknuðu; og eftir að hafa þjálfað munn minn til að móta þessi merki, notaði ég þau til að tjá mínar eigin langanir." (Heilagur Ágústínus)
Menn gætu reynt að hafa samskipti við geimverur á marga vegu. Notkun stærðfræði gæti verið einn þeirra. Oft er talað um stærðfræðina sem altækt tungumál, þar sem allir menn skilja hana á sömu forsendum. Samt sem áður, þó að hún sé altæk, er stærðfræðin ekki tungumál.

Hugsanlega er stærðfræðin eins og við þekkjum hana einungis skiljanleg mönnum. Geimverurnar kynnu að nota annað kerfi talna og mælinga en við gerum. En þær þyrftu sjálfsagt að hafa mælikerfi til að meta fjarlægðir og byggja hluti, enda hefðu þær varla komist svo langt að við yrðum vör við þær í geimnum nema þær hefðu slík kerfi til umráða. Þetta kerfi væri væntanlega stærðfræðilegt í einhverjum skilningi, þó að stærðfræðin kynni að taka á sig aðra mynd en hjá okkur.

Jafnvel þótt manneskjur og geimverur deildu sama stærðfræðikerfi, væri gífurlega torvelt, ef ekki ómögulegt, að nýta það sem tungumál, enda tjáum við í tungumáli tilfinningar, hugmyndir og nöfn hluta, en slíkt er ógerlegt með stærðfræðinni einni.

Líklegast er að við mundum læra að skilja geimverurnar og þær okkur á svipaðan hátt og þegar við lærum móðurmálið og síðan önnur tungumál. Þegar við kennum barni til dæmis að aðgreina hluti í umhverfinu og tákna þá með orðum getum við fengið því epli og sagt því hvað það er kallað og hvatt það til að endurtaka nafnið. Síðan lærir það að nýta þessa þekkingu til stuðnings við myndun heillar setningar. Enn síðar getum við kennt barninu að stafa e-p-l-i.

Hér er hins vegar galli á gjöf Njarðar. Barnið hefur lært að meta eplið út frá snertingu, bragði, sjón og lykt, en geimveran hefur ekki þess konar reynslu af eplum. Því gæti einnig þurft að sýna geimverunum hvað gert er við eplið, hvernig manneskja borðar það, hvaðan það kemur og hvernig orka þess nýtist mönnum. Ella mundu geimverurnar aðeins læra orðið sem einbera tilvísun til hlutarins án þess að þekking eða skilningur á hugtakinu sé til staðar. En vegna þess að reynsla geimveranna er væntanleg gerólík reynslu okkar má búast við að það sé meira verk en venjuleg máltaka að koma á samskiptum við þær.

Sjálfsagt er þó ekki til nein önnur leið betri til að tjá og taka við merkingu, en þegar báðir aðilar hlusta af athygli og nota alla sína getu til að tjá merkingu hugtaka. Það er oft vandasamt, jafnvel meðal fólks sem talar sama tungumál, að skilja hvert annað. Samskipti við veru af öðrum hnetti og af annarri tegund krefðist mikillar þolinmæði og áhuga.

Eftirtaldir nemendur tóku þátt í því með Hrannari Baldurssyni að semja drög að þessu svari: Keith Hoogheem, Becky Adams, Matt Stagemeyer.

Heimildir:

Heilagur Ágústínus, Játningar, I. 8.

Höfundar

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.7.2000

Spyrjandi

Ísleifur Orri Arnarson

Tilvísun

HB og ÞV. „Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2000. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=605.

HB og ÞV. (2000, 3. júlí). Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=605

HB og ÞV. „Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2000. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=605>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við lærum móðurmálið og síðan erlend mál, eða þegar mannfræðingar kynna sér framandi þjóðflokka. Myndmál mundi þó vafalaust koma við sögu auk hljóðs. Ekki er ljóst hvert hlutverk stærðfræðinnar yrði í þessu; þó að hún sé einum þræði eins konar tungumál vísindanna er hún að sjálfsögðu takmörkuð sem tungumál til almennra nota.


Þegar þeir (hinir eldri) nefndu einhvern hlut og færðust nær einhverju í samræmi við það, sá ég þetta og skildi að hluturinn var nefndur með hljóðinu sem þeir gáfu frá sér þegar þeir bentu á hann. Ætlun þeirra var opinberuð með líkamshreyfingum, eins og þær væru náttúrulegt tungumál allra manna: andlitstjáning, leikni augnanna, hreyfingar annarra líkamshluta og hljómur raddarinnar sem tjáir hugarástand þess sem leitar, hefur, hafnar eða forðast. Þar af leiðandi, þegar ég heyrði orð endurtekin á viðeigandi stað í ólíkum setningum, lærði ég smám saman að skilja hvaða hluti þau táknuðu; og eftir að hafa þjálfað munn minn til að móta þessi merki, notaði ég þau til að tjá mínar eigin langanir." (Heilagur Ágústínus)
Menn gætu reynt að hafa samskipti við geimverur á marga vegu. Notkun stærðfræði gæti verið einn þeirra. Oft er talað um stærðfræðina sem altækt tungumál, þar sem allir menn skilja hana á sömu forsendum. Samt sem áður, þó að hún sé altæk, er stærðfræðin ekki tungumál.

Hugsanlega er stærðfræðin eins og við þekkjum hana einungis skiljanleg mönnum. Geimverurnar kynnu að nota annað kerfi talna og mælinga en við gerum. En þær þyrftu sjálfsagt að hafa mælikerfi til að meta fjarlægðir og byggja hluti, enda hefðu þær varla komist svo langt að við yrðum vör við þær í geimnum nema þær hefðu slík kerfi til umráða. Þetta kerfi væri væntanlega stærðfræðilegt í einhverjum skilningi, þó að stærðfræðin kynni að taka á sig aðra mynd en hjá okkur.

Jafnvel þótt manneskjur og geimverur deildu sama stærðfræðikerfi, væri gífurlega torvelt, ef ekki ómögulegt, að nýta það sem tungumál, enda tjáum við í tungumáli tilfinningar, hugmyndir og nöfn hluta, en slíkt er ógerlegt með stærðfræðinni einni.

Líklegast er að við mundum læra að skilja geimverurnar og þær okkur á svipaðan hátt og þegar við lærum móðurmálið og síðan önnur tungumál. Þegar við kennum barni til dæmis að aðgreina hluti í umhverfinu og tákna þá með orðum getum við fengið því epli og sagt því hvað það er kallað og hvatt það til að endurtaka nafnið. Síðan lærir það að nýta þessa þekkingu til stuðnings við myndun heillar setningar. Enn síðar getum við kennt barninu að stafa e-p-l-i.

Hér er hins vegar galli á gjöf Njarðar. Barnið hefur lært að meta eplið út frá snertingu, bragði, sjón og lykt, en geimveran hefur ekki þess konar reynslu af eplum. Því gæti einnig þurft að sýna geimverunum hvað gert er við eplið, hvernig manneskja borðar það, hvaðan það kemur og hvernig orka þess nýtist mönnum. Ella mundu geimverurnar aðeins læra orðið sem einbera tilvísun til hlutarins án þess að þekking eða skilningur á hugtakinu sé til staðar. En vegna þess að reynsla geimveranna er væntanleg gerólík reynslu okkar má búast við að það sé meira verk en venjuleg máltaka að koma á samskiptum við þær.

Sjálfsagt er þó ekki til nein önnur leið betri til að tjá og taka við merkingu, en þegar báðir aðilar hlusta af athygli og nota alla sína getu til að tjá merkingu hugtaka. Það er oft vandasamt, jafnvel meðal fólks sem talar sama tungumál, að skilja hvert annað. Samskipti við veru af öðrum hnetti og af annarri tegund krefðist mikillar þolinmæði og áhuga.

Eftirtaldir nemendur tóku þátt í því með Hrannari Baldurssyni að semja drög að þessu svari: Keith Hoogheem, Becky Adams, Matt Stagemeyer.

Heimildir:

Heilagur Ágústínus, Játningar, I. 8....