Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Kristín Magnúsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar hins vegar snjó og hinar björtu finnsku sumarnætur. Ríkisfáninn hefur skjaldarmerki í miðju krossins, en er að öðru leyti nákvæmlega eins og þjóðarfáninn.



Finnski fáninn.

Finnland er austasta land Evrópu. Tré og vötn eru helstu einkenni þess og þekja þau um 2/3 hluta landsins. Ræktað land er mest í syðsta hluta landsins. Þar er byggðin líka þéttust og borgirnar stærstar. Í Finnlandi er temprað loftslag og mikill munur á meðalhita sumars og vetrar.

Í Finnlandi búa um 5,2 milljónir manna. Helsinki er höfuðborg Finnlands og þar búa um 560.000 manns. Í Finnlandi er töluð finnska en 7% íbúanna eru sænskumælandi.

Hægt er að lesa meira um Finnland í svari við spurningunni Hvað getiði sagt mér um Finnland? Á Vísindavefnum er einnig að finna fleiri svör um fána, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemendur í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.7.2006

Spyrjandi

Hildur Björg, f. 1994

Tilvísun

Kristín Magnúsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir. „Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2006, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6055.

Kristín Magnúsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir. (2006, 10. júlí). Hvað þýða litirnir í finnska fánanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6055

Kristín Magnúsdóttir og Jóhanna Runólfsdóttir. „Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2006. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6055>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?
Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar hins vegar snjó og hinar björtu finnsku sumarnætur. Ríkisfáninn hefur skjaldarmerki í miðju krossins, en er að öðru leyti nákvæmlega eins og þjóðarfáninn.



Finnski fáninn.

Finnland er austasta land Evrópu. Tré og vötn eru helstu einkenni þess og þekja þau um 2/3 hluta landsins. Ræktað land er mest í syðsta hluta landsins. Þar er byggðin líka þéttust og borgirnar stærstar. Í Finnlandi er temprað loftslag og mikill munur á meðalhita sumars og vetrar.

Í Finnlandi búa um 5,2 milljónir manna. Helsinki er höfuðborg Finnlands og þar búa um 560.000 manns. Í Finnlandi er töluð finnska en 7% íbúanna eru sænskumælandi.

Hægt er að lesa meira um Finnland í svari við spurningunni Hvað getiði sagt mér um Finnland? Á Vísindavefnum er einnig að finna fleiri svör um fána, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....