Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18. nóvember 1928 í myndinni Steamboat Willie eða Gufubáturinn Villi (sjá skjáskot til hægri). Þessi dagur er jafnframt afmælisdagur Mikka sem gerir hann rúmlega 77 ára gamlan þegar þetta svar birtist í júlí árið 2006.
Steamboat Willie er merkileg fyrir margar sakir, þó sérstaklega fyrir að vera ein fyrsta hljóðteiknimyndin. Hún var þó ekki fyrsta myndin um músina frægu, því tvær aðrar voru framleiddar á undan henni: Plane Crazy og The Gallopin' Gaucho. Hvorug fór þó í almenna dreifingu fyrr en Steamboat Willie sló í gegn.
Þess má svo geta að Mína mús, kærasta Mikka til margra ára, kom fram í öllum þremur teiknimyndunum sem hér hafa verið nefndar. Mína og Mikki eru því jafnaldrar.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Á Andrés önd nafn á öllum tungumálum? eftir Arnór Má Arnórsson og Þorstein Baldvin Jónsson.
- Hvað er Guffi? eftir Aron Eydal Sigurðarson og HMS.
- Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu? eftir ritstjórn.
- About Family Crafts.
- Mickey Mouse. Encyclopædia Britannica Online.
- Mickey Mouse. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Plane Crazy. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Steamboat Willie. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- The Gallopin' Gaucho. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- When did Mickey Mouse debut? When is his birthday? Disney History - Disney Archives (Trivia).
- Myndin er af síðunni Image:Steamboat-willie.jpg og er í eigu Walt Disney fyrirtækisins.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.