Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Mikki mús gamall?

nemendur í Háskóla unga fólksins

Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18. nóvember 1928 í myndinni Steamboat Willie eða Gufubáturinn Villi (sjá skjáskot til hægri). Þessi dagur er jafnframt afmælisdagur Mikka sem gerir hann rúmlega 77 ára gamlan þegar þetta svar birtist í júlí árið 2006.

Steamboat Willie er merkileg fyrir margar sakir, þó sérstaklega fyrir að vera ein fyrsta hljóðteiknimyndin. Hún var þó ekki fyrsta myndin um músina frægu, því tvær aðrar voru framleiddar á undan henni: Plane Crazy og The Gallopin' Gaucho. Hvorug fór þó í almenna dreifingu fyrr en Steamboat Willie sló í gegn.

Þess má svo geta að Mína mús, kærasta Mikka til margra ára, kom fram í öllum þremur teiknimyndunum sem hér hafa verið nefndar. Mína og Mikki eru því jafnaldrar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Útgáfudagur

11.7.2006

Spyrjandi

Steinunn Guðmundsdóttir, f. 1990
Eysteinn Þórðarson, f. 1990

Tilvísun

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Hvað er Mikki mús gamall?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2006, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6057.

nemendur í Háskóla unga fólksins. (2006, 11. júlí). Hvað er Mikki mús gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6057

nemendur í Háskóla unga fólksins. „Hvað er Mikki mús gamall?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2006. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Mikki mús gamall?
Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18. nóvember 1928 í myndinni Steamboat Willie eða Gufubáturinn Villi (sjá skjáskot til hægri). Þessi dagur er jafnframt afmælisdagur Mikka sem gerir hann rúmlega 77 ára gamlan þegar þetta svar birtist í júlí árið 2006.

Steamboat Willie er merkileg fyrir margar sakir, þó sérstaklega fyrir að vera ein fyrsta hljóðteiknimyndin. Hún var þó ekki fyrsta myndin um músina frægu, því tvær aðrar voru framleiddar á undan henni: Plane Crazy og The Gallopin' Gaucho. Hvorug fór þó í almenna dreifingu fyrr en Steamboat Willie sló í gegn.

Þess má svo geta að Mína mús, kærasta Mikka til margra ára, kom fram í öllum þremur teiknimyndunum sem hér hafa verið nefndar. Mína og Mikki eru því jafnaldrar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....