Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku?

Rebekka Hlín Rúnarsdóttir og Sigrún Birna Rúnarsdóttir

Shenu og shen eru forn tákn sem meðal annars eru notuð í egypsku myndletri. Bæði orðin eru dregin af sögninni sheni sem merkir 'að umkringja' eða 'slá hring um'. Táknin sjálf eru reiplykkjur sem færðar hafa verið í stílinn; shen er hringlaga en shenu er líkara sporöskju. Stundum virðast þó orðin notuð um sama hlutinn, enda má segja að shen og shenu séu aðeins tvær mismunandi útgáfur sama tákns.


Guðinn Hórus heldur shen-hringjum í klóm sér.

Eins og svo margir hringlaga hlutir var shen-hringurinn tákn eilífðar. Hann var sagður verndandi og stundum voru því aðrir hlutir eða tákn hafðir inni í honum. Þetta átti við um nöfn faraóa, en þar sem erfitt gat reynst að koma þeim fyrir innan hringsins lengdist hann smám saman og varð að sporöskjulaga shenu. Innan þess voru rituð mikilvægustu nöfn faraósins (nöfn faraós gátu verið fimm eða fleiri) – fæðingarnafn hans og það nafn sem hann gekk undir sem faraó – og átti shenu að gera þau ódauðleg.

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.7.2006

Spyrjandi

Guðmundur Ragnarsson

Tilvísun

Rebekka Hlín Rúnarsdóttir og Sigrún Birna Rúnarsdóttir. „Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2006, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6059.

Rebekka Hlín Rúnarsdóttir og Sigrún Birna Rúnarsdóttir. (2006, 12. júlí). Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6059

Rebekka Hlín Rúnarsdóttir og Sigrún Birna Rúnarsdóttir. „Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2006. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6059>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku?
Shenu og shen eru forn tákn sem meðal annars eru notuð í egypsku myndletri. Bæði orðin eru dregin af sögninni sheni sem merkir 'að umkringja' eða 'slá hring um'. Táknin sjálf eru reiplykkjur sem færðar hafa verið í stílinn; shen er hringlaga en shenu er líkara sporöskju. Stundum virðast þó orðin notuð um sama hlutinn, enda má segja að shen og shenu séu aðeins tvær mismunandi útgáfur sama tákns.


Guðinn Hórus heldur shen-hringjum í klóm sér.

Eins og svo margir hringlaga hlutir var shen-hringurinn tákn eilífðar. Hann var sagður verndandi og stundum voru því aðrir hlutir eða tákn hafðir inni í honum. Þetta átti við um nöfn faraóa, en þar sem erfitt gat reynst að koma þeim fyrir innan hringsins lengdist hann smám saman og varð að sporöskjulaga shenu. Innan þess voru rituð mikilvægustu nöfn faraósins (nöfn faraós gátu verið fimm eða fleiri) – fæðingarnafn hans og það nafn sem hann gekk undir sem faraó – og átti shenu að gera þau ódauðleg.

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....