Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?

TÞ og ÞV

Efni sem fellur alla leið inn í sérstæðuna þarf fyrst að falla inn fyrir sjónhvörf svarthols. Ef við horfum á fall efnisins frá föstum punkti utan sjónhvarfanna sýnist okkur efnið aldrei komast inn fyrir þau, en það stafar af því að okkur sýnist tíminn líða öðru vísi en athuganda sem væri í geimfari í frjálsu falli inn í svartholið. Slíkur geimfari mundi hins vegar tætast sundur ásamt farkosti sínum í smæstu efniseindir vegna sjávarfallakrafta um svipað leyti og hann fellur inn fyrir sjónhvörfin. Í aðalatriðum er efni sem fellur síðan alla leið inn í sérstæðuna í miðju svartholinu týnt að eilífu, rétt eins og það hefði farið út úr heiminum sem við lifum í. Með öðrum orðum getum við ekkert frekar um það sagt. Að vísu telja þó margir að það gefi frá sér einhverja geislun.


Hér er líka svarað spurningu Sveinbjörns Geirssonar: "Hvað er singularity?"

Sérstæður (e. singularity) eru undarleg fyrirbæri sem einkum er talið að sé að finna í miðjum svarthola þar sem efnisþéttleiki er óendanlega mikill. Einnig ríkti ástand sérstæðunnar áður en Miklihvellur hófst. Í sérstæðum er sveigja tímarúmsins óendanleg og hugtökin tími og rúm missa í raun merkingu sína. Við þessar aðstæður bregðast öll þekkt eðlisfræðilögmál og geta því lítið sagt um afdrif efnis sem fellur inn í sérstæðuna.

Samkvæmt almennri afstæðiskenningu Einsteins, sem einnig má kalla "klassíska" þyngdarfræði, þjappast efnið óendanlega saman um leið og það fellur inn í sérstæðuna. Um leið má segja samkvæmt þessari kenningu að það yfirgefi heiminn sem við búum í.

Hins vegar getum við sagt með nokkurri vissu þegar betur er að gáð, að lítill hluti efnisins sleppur úr sérstæðunni í formi geislunar. Það var breski eðlisfræðingurinn Stephen W. Hawking sem setti fyrstur manna fram þá kenningu, en hún byggir á lögmálum skammtafræðinnar. Þessi geislun er mjög óveruleg framan af, en eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" þá getur farið svo að svartholið missi að lokum allan massa sinn vegna geislunarinnar. Það tekur hins vegar svo langan tíma að það verður aðeins ef alheimurinn verður óendanlega gamall.

Sjá einnig svör Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunum "Hvað er svarthol?" og "Hvernig myndast svarthol í geimnum?".

Höfundar

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.7.2000

Spyrjandi

Sævar Helgi Bragason

Tilvísun

TÞ og ÞV. „Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2000, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=606.

TÞ og ÞV. (2000, 3. júlí). Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=606

TÞ og ÞV. „Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2000. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=606>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?
Efni sem fellur alla leið inn í sérstæðuna þarf fyrst að falla inn fyrir sjónhvörf svarthols. Ef við horfum á fall efnisins frá föstum punkti utan sjónhvarfanna sýnist okkur efnið aldrei komast inn fyrir þau, en það stafar af því að okkur sýnist tíminn líða öðru vísi en athuganda sem væri í geimfari í frjálsu falli inn í svartholið. Slíkur geimfari mundi hins vegar tætast sundur ásamt farkosti sínum í smæstu efniseindir vegna sjávarfallakrafta um svipað leyti og hann fellur inn fyrir sjónhvörfin. Í aðalatriðum er efni sem fellur síðan alla leið inn í sérstæðuna í miðju svartholinu týnt að eilífu, rétt eins og það hefði farið út úr heiminum sem við lifum í. Með öðrum orðum getum við ekkert frekar um það sagt. Að vísu telja þó margir að það gefi frá sér einhverja geislun.


Hér er líka svarað spurningu Sveinbjörns Geirssonar: "Hvað er singularity?"

Sérstæður (e. singularity) eru undarleg fyrirbæri sem einkum er talið að sé að finna í miðjum svarthola þar sem efnisþéttleiki er óendanlega mikill. Einnig ríkti ástand sérstæðunnar áður en Miklihvellur hófst. Í sérstæðum er sveigja tímarúmsins óendanleg og hugtökin tími og rúm missa í raun merkingu sína. Við þessar aðstæður bregðast öll þekkt eðlisfræðilögmál og geta því lítið sagt um afdrif efnis sem fellur inn í sérstæðuna.

Samkvæmt almennri afstæðiskenningu Einsteins, sem einnig má kalla "klassíska" þyngdarfræði, þjappast efnið óendanlega saman um leið og það fellur inn í sérstæðuna. Um leið má segja samkvæmt þessari kenningu að það yfirgefi heiminn sem við búum í.

Hins vegar getum við sagt með nokkurri vissu þegar betur er að gáð, að lítill hluti efnisins sleppur úr sérstæðunni í formi geislunar. Það var breski eðlisfræðingurinn Stephen W. Hawking sem setti fyrstur manna fram þá kenningu, en hún byggir á lögmálum skammtafræðinnar. Þessi geislun er mjög óveruleg framan af, en eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" þá getur farið svo að svartholið missi að lokum allan massa sinn vegna geislunarinnar. Það tekur hins vegar svo langan tíma að það verður aðeins ef alheimurinn verður óendanlega gamall.

Sjá einnig svör Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunum "Hvað er svarthol?" og "Hvernig myndast svarthol í geimnum?"....