Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Pan?

Stefanía Bergljót Stefánsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir

Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus.

Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans var oft talin vera ein af gyðlunum (náttúruvættir, e. nymphs). Í útliti var Pan aðeins hálfur maður; frá mitti og niður úr var hann eins og geit, auk þess sem hann hafði geitaeyru, horn á höfði og þykkan hökutopp eða alskegg. Hann var að sama skapi dýrslegur í hegðun, og eltist aðallega við gyðlur, en stundum líka við meyjar og fjárhirða.

Sagt er að Pan hafi getað vakið með fólki ástæðulausan ótta, eða felmtur. Af þessari ástæðu kallast felmtur 'panic' á ýmsum erlendum tungumálum; hið sama má segja um íslenska slanguryrðið 'panikka'.

Pan er líklega þekktastur fyrir að spila á reyrflautu sem við hann er kennd. Sagan segir að Pan hafi fellt hug til gyðlunnar Syrinx. Hún vildi aftur á móti ekkert með hann hafa og lét breyta sér í reyr til að losna undan honum. Pan dæsti, en við það söng í reyrnum. Hann tók þá gleði sína á ný og hét því að þau Syrinx skyldu vera saman alla tíð. Pan skar því næst reyrinn í mislangar stangir, festi þær saman og bjó til flautu sem kölluð var syrinx, en nefnist nú panflauta. Á myndinni sést Pan kenna Daphnis á slíka flautu.

Heimildir og myndir

  • Gibson, M. (1979). Goð, menn og meinvættir: Úr grískum sögnum.
  • Pan. Encyclopædia Britannica Online. Reykjavík: Saga.
  • Hermes. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Pan. Theoi Project: Guide to Greek Mythology.
  • Pan (mythology). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Myndin er af síðunni Pan and Daphnis. Wikipedia: The Free Encyclopedia.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

13.7.2006

Spyrjandi

Nína M. Bessadóttir, f. 1990

Tilvísun

Stefanía Bergljót Stefánsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Pan?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2006, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6061.

Stefanía Bergljót Stefánsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 13. júlí). Hvað getið þið sagt mér um Pan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6061

Stefanía Bergljót Stefánsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Pan?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2006. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6061>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Pan?
Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus.

Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans var oft talin vera ein af gyðlunum (náttúruvættir, e. nymphs). Í útliti var Pan aðeins hálfur maður; frá mitti og niður úr var hann eins og geit, auk þess sem hann hafði geitaeyru, horn á höfði og þykkan hökutopp eða alskegg. Hann var að sama skapi dýrslegur í hegðun, og eltist aðallega við gyðlur, en stundum líka við meyjar og fjárhirða.

Sagt er að Pan hafi getað vakið með fólki ástæðulausan ótta, eða felmtur. Af þessari ástæðu kallast felmtur 'panic' á ýmsum erlendum tungumálum; hið sama má segja um íslenska slanguryrðið 'panikka'.

Pan er líklega þekktastur fyrir að spila á reyrflautu sem við hann er kennd. Sagan segir að Pan hafi fellt hug til gyðlunnar Syrinx. Hún vildi aftur á móti ekkert með hann hafa og lét breyta sér í reyr til að losna undan honum. Pan dæsti, en við það söng í reyrnum. Hann tók þá gleði sína á ný og hét því að þau Syrinx skyldu vera saman alla tíð. Pan skar því næst reyrinn í mislangar stangir, festi þær saman og bjó til flautu sem kölluð var syrinx, en nefnist nú panflauta. Á myndinni sést Pan kenna Daphnis á slíka flautu.

Heimildir og myndir

  • Gibson, M. (1979). Goð, menn og meinvættir: Úr grískum sögnum.
  • Pan. Encyclopædia Britannica Online. Reykjavík: Saga.
  • Hermes. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Pan. Theoi Project: Guide to Greek Mythology.
  • Pan (mythology). Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Myndin er af síðunni Pan and Daphnis. Wikipedia: The Free Encyclopedia.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....