Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Þórhildur Hagalín

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu.

Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. 2009/28/EC). Reglur tilskipunarinnar gilda því eftir atvikum einnig um sjávarfallavirkjanir.

Sjávarfallavirkjun í Annapolis Royal, Nýja-Skotlandi, Kanada. Staðurinn er við Fundy-flóa sem gengur inn í landið til norðausturs vestan við Nýja-Skotland. Flóinn myndar eins konar trekt sem magnar upp sjávarföllin sem eru óvíða meiri á jörðinni.

Ennfremur verður að taka tillit til reglna umhverfisréttar ESB við byggingu og rekstur slíkra orkuvera, svo sem tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða villtra dýra og plantna (nr. 1992/43/EC).

Á Vísindavefnum má nálgast almennan fróðleik um sjávarfallavirkjanir í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Mynd:

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

21.12.2011

Spyrjandi

Níels Breiðfjörð Jónsson

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2011, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60664.

Þórhildur Hagalín. (2011, 21. desember). Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60664

Þórhildur Hagalín. „Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2011. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu.

Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. 2009/28/EC). Reglur tilskipunarinnar gilda því eftir atvikum einnig um sjávarfallavirkjanir.

Sjávarfallavirkjun í Annapolis Royal, Nýja-Skotlandi, Kanada. Staðurinn er við Fundy-flóa sem gengur inn í landið til norðausturs vestan við Nýja-Skotland. Flóinn myndar eins konar trekt sem magnar upp sjávarföllin sem eru óvíða meiri á jörðinni.

Ennfremur verður að taka tillit til reglna umhverfisréttar ESB við byggingu og rekstur slíkra orkuvera, svo sem tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða villtra dýra og plantna (nr. 1992/43/EC).

Á Vísindavefnum má nálgast almennan fróðleik um sjávarfallavirkjanir í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Mynd:...