Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið 'ófatlaður' úr Lagasafni handa alþýðu sem kom út á árunum 1890–1910. Þar vísar orðið reyndar ekki til manneskju heldur til kýr: „Kýr telst leigufær, sem er ófötluð“ (1898). Greinilega er átt við heilbrigða kú.
Elsta dæmi þar sem 'ófatlaður' vísar til persónu er úr tímaritinu Eimreiðinni frá 1914. Þar stendur: „Hvernig lærir ófatlað barn að tala?“ Í þessu tilviki er einnig um að ræða heilbrigt barn.
Ugglaust er orðið eitthvað eldra í málinu þar sem orðið 'fatlaður' er þekkt frá því í upphafi 19. aldar.
Eflaust þurfa fatlaðir að vera hraustir og heilbrigðir til að geta náð árangri í íþróttum eins og hjólastólaralli.
Orðið ófatlaður hefur lifað í málinu og verið notað frá lokum 19. aldar og fram á þennan dag. Í samtímamáli er notkun orðsins alltíð. Í ritinu Hagfræði í ritröðinni Alfræði Menningarsjóðs (1975:63) segir: „Fatlaður maður getur t.d. orðið jafngóður handverksmaður og sá, sem ófatlaður er ...“. Í Lagasafni (II 1990:4) er ófatlaður greinilega notað sem andheiti orðsins fatlaður.
Nokkur merkingarmunur er á því að vera 'ófatlaður' og 'heilbrigður'. Maður sem er að einhverju leyti fatlaður getur verið hraustur og við góða heilsu og í þeim skilningi verið heilbrigður.
Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd
Guðrún Kvaran. „Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2006, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6068.
Guðrún Kvaran. (2006, 18. júlí). Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6068
Guðrún Kvaran. „Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2006. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6068>.