Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er orðið sett í gæsalappir til að sýna að það er aðkomuorð, en þingmaðurinn hefur ekki haft annað betra í staðinn.

Á næsta þingi var aftur rætt um frímerki og hefur þingmanni þótt ástæða til að skýra hvað við væri átt: „og eru frímerki þessi litlir pappírsmiðar eða stimplar, sem póststjórnin gefur út og selur.“ Eftir þetta er orðið ríkjandi yfir þessa „litlu pappírssnepla“.

Um 1870 virðist reynt að koma á orðinu borgunarmerki en frímerki eða danska orðið frimærke haft í sviga á eftir og í gæsalöppum. Birtist orðið helst í auglýsingum í blöðum en náði ekki að festast í sessi.

Mynd: Image:Stamp IS 1948 25a-400px.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.7.2006

Spyrjandi

Alma Auðunardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið frímerki?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2006, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6074.

Guðrún Kvaran. (2006, 20. júlí). Hvaðan kemur orðið frímerki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6074

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið frímerki?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2006. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6074>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið frímerki?
Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er orðið sett í gæsalappir til að sýna að það er aðkomuorð, en þingmaðurinn hefur ekki haft annað betra í staðinn.

Á næsta þingi var aftur rætt um frímerki og hefur þingmanni þótt ástæða til að skýra hvað við væri átt: „og eru frímerki þessi litlir pappírsmiðar eða stimplar, sem póststjórnin gefur út og selur.“ Eftir þetta er orðið ríkjandi yfir þessa „litlu pappírssnepla“.

Um 1870 virðist reynt að koma á orðinu borgunarmerki en frímerki eða danska orðið frimærke haft í sviga á eftir og í gæsalöppum. Birtist orðið helst í auglýsingum í blöðum en náði ekki að festast í sessi.

Mynd: Image:Stamp IS 1948 25a-400px.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia....