Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?

Guðrún Kvaran

Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“

Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, danskri eða enskri, í textum um sálfræðileg efni.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um notkun orðsins í íslensku er úr bréfi skrifuðu af Matthíasi Jochumssyni 1892. Í því stendur: „Mannsins sál eru hugsanirnar og hreyfingar vitundarlífsins, sem halda heildinni (egóinu) aðeins með því að skipta sí og æ um efni, – eins og organisminn“ (Skírnir 1972:115).

Í Íslenskri orðabók (2002:257) er merkingarskýringin við egó ‘sjálf, sjálfsvitund’. Tökuorðið egóisti, sem notað hefur verið í óformlegu máli allt frá því í lok 19. aldar, er haft um sjálfhverfan mann, þann sem er eigingjarn. Sjúklegur egóismi kallast sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun. Lesa má um hana og aðrar persónuleikaraskanir í svari Jakobs Smára við spurningunni Hvað er persónuleikaröskun?


Einn þekkasti egóisti allra tíma er líklega gríska hetjan Narcissus, sem gat ekki slitið sig frá sinni eigin spegilmynd. Höfundur myndar er John William Waterhouse.

Orðanefnd Kennaraháskóla Íslands tók saman ritið Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði og gaf út í ritröð Íslenskrar málnefndar 2. Skýring við orðið egó er: „merking orðsins „ég““, en einnig er gefin skýringin: „sá þáttur sálarlífs, sem á raunhæfan hátt glímir við alla þætti umhverfis síns“.

Seinni skýringin er ættuð frá þýska sálgreinandanum Sigmund Freud. Í kenningum hans er egóið, eða sjálfið, einn hluti persónuleikans. Lesa má nánar um þetta í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir? Orðið sjálf er allgamalt í málinu í þessari merkingu eða frá fyrstu áratugum 20. aldar.

Heimildir og mynd

  • Íslensk orðabók (3. útgáfa). Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda, 2002.
  • Orðabók Háskólans.
  • Orðanefnd Kennaraháskóla Íslands. Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði (2. útgáfa). Reykjavík: Íslensk málnefnd, 1994.
  • Myndin er fengin af síðunni Image:Narcissus.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.7.2006

Spyrjandi

Lára Björk
Íris Arnardóttir, f. 1988
Anna Bjarnadóttir, f. 1992

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis? “ Vísindavefurinn, 25. júlí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6084.

Guðrún Kvaran. (2006, 25. júlí). Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6084

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis? “ Vísindavefurinn. 25. júl. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6084>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?
Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“

Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, danskri eða enskri, í textum um sálfræðileg efni.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um notkun orðsins í íslensku er úr bréfi skrifuðu af Matthíasi Jochumssyni 1892. Í því stendur: „Mannsins sál eru hugsanirnar og hreyfingar vitundarlífsins, sem halda heildinni (egóinu) aðeins með því að skipta sí og æ um efni, – eins og organisminn“ (Skírnir 1972:115).

Í Íslenskri orðabók (2002:257) er merkingarskýringin við egó ‘sjálf, sjálfsvitund’. Tökuorðið egóisti, sem notað hefur verið í óformlegu máli allt frá því í lok 19. aldar, er haft um sjálfhverfan mann, þann sem er eigingjarn. Sjúklegur egóismi kallast sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun. Lesa má um hana og aðrar persónuleikaraskanir í svari Jakobs Smára við spurningunni Hvað er persónuleikaröskun?


Einn þekkasti egóisti allra tíma er líklega gríska hetjan Narcissus, sem gat ekki slitið sig frá sinni eigin spegilmynd. Höfundur myndar er John William Waterhouse.

Orðanefnd Kennaraháskóla Íslands tók saman ritið Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði og gaf út í ritröð Íslenskrar málnefndar 2. Skýring við orðið egó er: „merking orðsins „ég““, en einnig er gefin skýringin: „sá þáttur sálarlífs, sem á raunhæfan hátt glímir við alla þætti umhverfis síns“.

Seinni skýringin er ættuð frá þýska sálgreinandanum Sigmund Freud. Í kenningum hans er egóið, eða sjálfið, einn hluti persónuleikans. Lesa má nánar um þetta í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir? Orðið sjálf er allgamalt í málinu í þessari merkingu eða frá fyrstu áratugum 20. aldar.

Heimildir og mynd

  • Íslensk orðabók (3. útgáfa). Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda, 2002.
  • Orðabók Háskólans.
  • Orðanefnd Kennaraháskóla Íslands. Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði (2. útgáfa). Reykjavík: Íslensk málnefnd, 1994.
  • Myndin er fengin af síðunni Image:Narcissus.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
...