Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!

Huginn Freyr Þorsteinsson

Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki að vera aðall vísinda að breytast í takt við bestu mögulegu þekkingu?

Þótt fallist sé á þetta er ekki þar með sagt að búið sé að afgreiða ofangreinda spurningu því hún kemur inn á eitt af áhugaverðari viðfangsefnum vísindaheimspeki: Hvernig er hægt að vita að núverandi vísindakenningar séu sannar ef haft er í huga að eldri kenningar okkar hafa reynst ósannar?

Þessi spurning hvílir á ákveðnum lærdómi sem draga má af vísindasögunni. Hægt er að nefna ógrynni dæma þar sem vísindamenn hafa reynst hafa rangt fyrir sér um kenningar sem þeir töldu nær örugglega sannar. Til að mynda töldu vísindamenn á 19. öld að ljósvaki væri bylgjuberi ljóss, svo frægt dæmi sé nefnt. Nú vitum við að svo er ekki og að enginn ljósvaki er til. En hvernig getur maður verið viss um að núverandi kenning um eðli ljós sé rétt? Á hún ekki eftir að úreldast rétt eins og ljósvakakenningin sem eðlisfræðingar 19. aldar voru svo vissir um að væri sönn?


Jarðmiðjukenningin er ein af mörgum úreltum vísindakenningum. Sólmiðjukenningin, sem á eftir henni kom, er nú einnig úrelt; hvorki jörðin né sólin eru miðpunktur alheimsins.

Möguleg lausn á þessu vandamáli væri að kæra sig kollóttan um sannleiksmælingar á vísindakenningum og afneita hreinlega að vísindi geti nokkurn tíma veitt okkur sanna þekkingu. Samt sem áður telja margir að áhugavert sé að svara þeirri spurningu hvers vegna við teljum okkur vera nær sannleikanum nú en áður.

Ekki er til einhlítt eða einfalt svar við þeirri spurningu. Gott væri þó að finna mælikvarða, ef einhverjir eru, sem nota mætti sem viðmið til að meta sannleiksgildi vísindakenninga og athuga þannig hvort vísindum hafi þokað eitthvað áleiðis í átt að sannleikanum.

Vandamálið sem við stöndum þá frammi fyrir er: Hverjir eiga þeir mælikvarðar að vera? Sumir nefna að einfaldleiki, forspárgildi, samþætting og jafnvel fegurð kenninga skipti mestu máli. Þannig hafi til að mynda Charles Darwin á einfaldan hátt tekist að samþætta mörg ólík svið vísinda með þróunarkenningu sinni og því tekist að styrkja líffræði sem vísindagrein; möguleikar greinarinnar til að veita vitneskju um lífheiminn hafa aukist og þar með eykst áreiðanleiki þekkingar okkar á honum. Því myndu margir segja að í ákveðnum skilningi hafi Darwin tekist að færa okkur nær sannleikanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Huginn Freyr Þorsteinsson

doktor í vísindaheimspeki

Útgáfudagur

25.7.2006

Spyrjandi

Hrafn Árni

Tilvísun

Huginn Freyr Þorsteinsson. „Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár! .“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2006. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6085.

Huginn Freyr Þorsteinsson. (2006, 25. júlí). Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár! . Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6085

Huginn Freyr Þorsteinsson. „Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár! .“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2006. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6085>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!
Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki að vera aðall vísinda að breytast í takt við bestu mögulegu þekkingu?

Þótt fallist sé á þetta er ekki þar með sagt að búið sé að afgreiða ofangreinda spurningu því hún kemur inn á eitt af áhugaverðari viðfangsefnum vísindaheimspeki: Hvernig er hægt að vita að núverandi vísindakenningar séu sannar ef haft er í huga að eldri kenningar okkar hafa reynst ósannar?

Þessi spurning hvílir á ákveðnum lærdómi sem draga má af vísindasögunni. Hægt er að nefna ógrynni dæma þar sem vísindamenn hafa reynst hafa rangt fyrir sér um kenningar sem þeir töldu nær örugglega sannar. Til að mynda töldu vísindamenn á 19. öld að ljósvaki væri bylgjuberi ljóss, svo frægt dæmi sé nefnt. Nú vitum við að svo er ekki og að enginn ljósvaki er til. En hvernig getur maður verið viss um að núverandi kenning um eðli ljós sé rétt? Á hún ekki eftir að úreldast rétt eins og ljósvakakenningin sem eðlisfræðingar 19. aldar voru svo vissir um að væri sönn?


Jarðmiðjukenningin er ein af mörgum úreltum vísindakenningum. Sólmiðjukenningin, sem á eftir henni kom, er nú einnig úrelt; hvorki jörðin né sólin eru miðpunktur alheimsins.

Möguleg lausn á þessu vandamáli væri að kæra sig kollóttan um sannleiksmælingar á vísindakenningum og afneita hreinlega að vísindi geti nokkurn tíma veitt okkur sanna þekkingu. Samt sem áður telja margir að áhugavert sé að svara þeirri spurningu hvers vegna við teljum okkur vera nær sannleikanum nú en áður.

Ekki er til einhlítt eða einfalt svar við þeirri spurningu. Gott væri þó að finna mælikvarða, ef einhverjir eru, sem nota mætti sem viðmið til að meta sannleiksgildi vísindakenninga og athuga þannig hvort vísindum hafi þokað eitthvað áleiðis í átt að sannleikanum.

Vandamálið sem við stöndum þá frammi fyrir er: Hverjir eiga þeir mælikvarðar að vera? Sumir nefna að einfaldleiki, forspárgildi, samþætting og jafnvel fegurð kenninga skipti mestu máli. Þannig hafi til að mynda Charles Darwin á einfaldan hátt tekist að samþætta mörg ólík svið vísinda með þróunarkenningu sinni og því tekist að styrkja líffræði sem vísindagrein; möguleikar greinarinnar til að veita vitneskju um lífheiminn hafa aukist og þar með eykst áreiðanleiki þekkingar okkar á honum. Því myndu margir segja að í ákveðnum skilningi hafi Darwin tekist að færa okkur nær sannleikanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...