Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?

Guðrún Kvaran

Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarvélinni Google sést að fyrri myndin kemur miklu oftar fyrir. Lítill munur er hins vegar á þágufallsmyndinni Borgarfirði eystri og Borgarfirði eystra. Fyrirspurnir meðal Borgfirðinga leiddu í ljós að mjög er á reiki hvor myndin er notuð, eystra eða eystri.



Borgarfjörður eystri.

Svo virðist sem málnotendur hallist að því að líta á eystri í Borgarfjörður eystri sem lýsingarorð en ekki sem atviksorð. Er þar stuðst við athugun Margrétar Jónsdóttur dósents við Háskóla Íslands en grein hennar Á Borgarfirði eystri – á Borgarfirði eystra. Hvaða orðflokki tilheyrir eystra? mun birtast í næsta hefti tímaritsins Orð og tunga (11. árg.).

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.7.2006

Spyrjandi

Þorvaldur Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6086.

Guðrún Kvaran. (2006, 26. júlí). Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6086

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6086>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?
Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarvélinni Google sést að fyrri myndin kemur miklu oftar fyrir. Lítill munur er hins vegar á þágufallsmyndinni Borgarfirði eystri og Borgarfirði eystra. Fyrirspurnir meðal Borgfirðinga leiddu í ljós að mjög er á reiki hvor myndin er notuð, eystra eða eystri.



Borgarfjörður eystri.

Svo virðist sem málnotendur hallist að því að líta á eystri í Borgarfjörður eystri sem lýsingarorð en ekki sem atviksorð. Er þar stuðst við athugun Margrétar Jónsdóttur dósents við Háskóla Íslands en grein hennar Á Borgarfirði eystri – á Borgarfirði eystra. Hvaða orðflokki tilheyrir eystra? mun birtast í næsta hefti tímaritsins Orð og tunga (11. árg.).

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...