Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?

Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu.

Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:922) er uppruni óviss. Hann telur að víxlmyndin með -n- bendi til tengsla við sögnina að funsa ‛laga til, snurfusa’ en uppruni hennar er litlu ljósari. Forliðinn telur hann upphaflega hafa verið með -a-, það er snar- > snör- > snur- þar sem -u- sé tilkomið vegna áhrifa frá -u- í síðari liðnum. Slíkar áhrifsbreytingar eru vel þekktar.

Mynd:

Útgáfudagur

17.11.2011

Spyrjandi

Sigurður Einarsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2011. Sótt 20. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=60899.

Guðrún Kvaran. (2011, 17. nóvember). Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60899

Guðrún Kvaran. „Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2011. Vefsíða. 20. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60899>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gauti Kristmannsson

1960

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt ýmsum rannsóknum tengdum þýðingum og þýðingafræði.