Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?

Trausti Jónsson

Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru:

SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum)
0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef sólskin er
1Gráð 0 - 0,1 m
2Sjólítið0,1 - 0,5 m
3Dálítill sjór 0,5 - 1,25 m
4Talsverður sjór1,25 - 2,5 m
5Allmikill sjór 2,5 - 4 m
6Mikill sjór4 - 6 m
7Stórsjór6 - 9 m
8Hafrót9 - 14 m
9Aftaka hafrótmeiri en 14 m

Gráð er sem sagt ástand þegar ölduhæð er 10 cm eða minni. Nokkuð algengt er að heyra þetta í veðurfréttum en sjólítið og dálítill sjór eru þó algengari víðast hvar.



Sjólagi eða ölduhæð er lýst með ákveðnum heitum og er gráð eitt þeirra.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

28.7.2006

Spyrjandi

Rúnar Karlsson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6092.

Trausti Jónsson. (2006, 28. júlí). Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6092

Trausti Jónsson. „Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6092>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?
Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru:

SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum)
0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef sólskin er
1Gráð 0 - 0,1 m
2Sjólítið0,1 - 0,5 m
3Dálítill sjór 0,5 - 1,25 m
4Talsverður sjór1,25 - 2,5 m
5Allmikill sjór 2,5 - 4 m
6Mikill sjór4 - 6 m
7Stórsjór6 - 9 m
8Hafrót9 - 14 m
9Aftaka hafrótmeiri en 14 m

Gráð er sem sagt ástand þegar ölduhæð er 10 cm eða minni. Nokkuð algengt er að heyra þetta í veðurfréttum en sjólítið og dálítill sjór eru þó algengari víðast hvar.



Sjólagi eða ölduhæð er lýst með ákveðnum heitum og er gráð eitt þeirra.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...