Sólin Sólin Rís 07:08 • sest 19:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:06 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:34 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:32 • Síðdegis: 12:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að liggja vel við höggi er notað um þann sem auðvelt er að koma höggi á eða klekkja á. Það er notað bæði í eiginlegri merkingu í slagsmálum, þegar einhver stendur þannig að auðvelt er að slá til hans og hitta, og í óeiginlegri merkingu til dæmis í orðaskiptum. Einhver segir eitthvað sem annar grípur á lofti og notar til að klekkja á honum. Í bæði skiptin er hægt að segja: „Hann lá svo vel við höggi“.Það er ekki vænlegt til sigurs í boxi að liggja vel við höggi.

Í Fóstbræðra sögu segir frá því að Þorgeir Hávarsson hjó saklausan mann eingöngu af því að hann studdist fram á staf sinn og „stóð svo vel til höggsins“. Hugsunin er alveg hin sama og að liggja vel við höggi.

Mynd: BillyConn.net

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.7.2006

Spyrjandi

Telma Torfadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2006. Sótt 21. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=6096.

Guðrún Kvaran. (2006, 31. júlí). Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6096

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2006. Vefsíða. 21. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6096>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?
Orðasambandið að liggja vel við höggi er notað um þann sem auðvelt er að koma höggi á eða klekkja á. Það er notað bæði í eiginlegri merkingu í slagsmálum, þegar einhver stendur þannig að auðvelt er að slá til hans og hitta, og í óeiginlegri merkingu til dæmis í orðaskiptum. Einhver segir eitthvað sem annar grípur á lofti og notar til að klekkja á honum. Í bæði skiptin er hægt að segja: „Hann lá svo vel við höggi“.Það er ekki vænlegt til sigurs í boxi að liggja vel við höggi.

Í Fóstbræðra sögu segir frá því að Þorgeir Hávarsson hjó saklausan mann eingöngu af því að hann studdist fram á staf sinn og „stóð svo vel til höggsins“. Hugsunin er alveg hin sama og að liggja vel við höggi.

Mynd: BillyConn.net...