
Smellið á myndina til að stækka hana.
Sjá nánari upplýsingar um hvern málaflokk fyrir sig í svari við spurningunni Í hvað er útgjöldum ESB varið?
Útgjöldin eru fjármögnuð með beinum framlögum aðildarríkja sem skiptast milli þeirra eftir umsömdum reglum og taka mið af fjórum gjaldstofnum: tollum, sykurframleiðslu, virðisaukaskatti og vergum þjóðartekjum, eins og sýnt er nánar í eftirfarandi töflu (miðað er við árið 2011):
| Tekjustofn | Hlutfall af gjaldstofni | Hlutfall af tekjum ESB |
| Vergar þjóðartekjur | 0,7821% | 75% |
| Virðisaukaskattstofn | 0,3% | 11% |
| Innheimtir tollar | 75% | 12,5% |
| Gjald á sykurframleiðslu | * | 0,5% |
| Aðrar tekjur | ** | 1% |
| Beint framlag | Nettóframlag | |
| Hagfræðistofnun HÍ 2002 | 12,2-13,2 | 8,3-10,1 |
| Deloitte & Touche 2003 | 7,2-9,2 | 2,4-5,6 |
| Evrópunefnd forsætisráðherra 2007 | 10,5-12,1 | 2,5-5 |
| Utanríkisráðuneytið 2010 | 14,9 | 3,0 |
Í skýrslum Hagfræðistofnunar og Deloitte & Touche er ennfremur greint hvaða málaflokkum mótframlögin myndu beinast að og hver skipting þeirra yrði. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar myndu styrkir til landbúnaðar vera á bilinu 2,4-2,9 milljarðar íslenskra króna og styrkir til verkefna sem snúa að samkeppnishæfni og samheldni (e. cohesion) um 990 milljónir króna. Deloitte & Touche metur það hins vegar svo að styrkir til landbúnaðar yrðu 2,2-3 milljarðar, styrkir til verkefna sem snúa að samkeppnishæfni og samheldni 1,67-1,75 milljarðar og styrkir til innri málefna 470-940 milljónir króna.
Eins og áður sagði myndi framlag Íslands til EES-samstarfsins falla niður með aðild að Evrópusambandinu. Grundvöllur til þátttöku í samstarfsáætlunum á sviði rannsókna, mennta- og menningarmála, sem kom til með EES-samningnum, yrði sá sami eftir aðild en Ísland fengi aftur á móti fullan aðgang og þátttökurétt í stefnumótun og ákvörðunum um forgangsröðun og áherslur við mótun nýrra áætlana sem ekki hefur verið raunin til þessa. Enginn einn aðili hefur safnað tölfræði um þátttöku Íslands í helstu samstarfsáætlunum ESB frá því að EES-samningurinn tók gildi árið 1994, heldur hefur það verið í höndum þeirra sem sjá um framkvæmd einstakra áætlana. Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, metur það svo að heildarupphæð styrkja til íslenskrar þátttöku í verkefnum hafi numið um 150 milljónum evra eða um 10 milljörðum króna á tímabilinu 1995-2010. Það gera 625 milljónir króna á ári að meðaltali. Samkvæmt þessum útreikningum er hægt að áætla að nettóframlag Íslands til EES-samningsins hafi verið í kringum 2,9 milljarðar króna árið 2010. Rétt er að ítreka að hér er ekki um nákvæma útreikninga að ræða heldur gróflega áætlað mat.
Eins og fram kemur í skýrslu Deloitte & Touche má gera ráð fyrir að íslenska ríkið geri gagnráðstafanir til að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs og tekjutapi vegna aðildar, svo sem með lækkun framlaga til landbúnaðar, lækkun á framlögum til byggðaverkefna og hugsanlegri hækkun virðisaukaskatts á matvæli á móti lækkun tolla á landbúnaðarafurðir.
Að lokum er vert að benda á að þetta svar fjallar eingöngu um útgjöld, tekjur og hreinan kostnað íslenska ríkisins af hugsanlegri ESB-aðild. Kostnaður eða hagnaður þjóðarbúsins er enn annað mál og flóknara því að þá þarf meðal annars að meta hagnað og tap einkageirans og almennra borgara af greiðari aðgangi að mörkuðum, bæði í útflutningi og innflutningi.
Heimildir og mynd:- Draft General budget of the European Union for the financial year 2011
- European Union Public Finance, 4th Edition
- Deloitte & Douche: Mat á kostnaði Íslands við hugsanlega aðild að ESB, 2003.
- Skýrsla Evrópunefndar forsætisráðherra: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, 2007
- Greinargerð utanríkisráðuneytisins, 2010: Undirbúningur rýnifunda. 33. Framlagsmál.
- Meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
- Forsætisráðuneytið: Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðildar Íslands að ESB á ríkisfjármálin, 2002.
- Heimasíða forsætisráðuneytis: Minnispunktar um þátttöku í evrópsku samstarfi í rúman áratug, 2007.
- Fréttablaðið 29. júní 2011: Evrópskt vísinda- og menntasamstarf hefur skilaði miklum ávinningi fyrir Ísland
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB: Budget 2011 in figures
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB: Where does the money come from?
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB: Financial framework 2007 - 2013
- Heimasíða Data Market: Landsframleiðsla og þjóðartekjur 1980-2010
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB: Budget 2012 in figures
- Fyrri myndin var unnin með hliðsjón af upplýsingum af heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB
- Seinni mynd sótt 21.10.2011 af European Business Review
Er innganga Íslands mikilvæg fyrir ESB? Þjónar það mikilvægum hagsmunum þess? Hvaða hagsmunum og hvernig?