Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var rauði baróninn?

Kristinn Hlíðar Grétarsson, Ásgeir Sölvi Sölvason og Margrét Björk Sigurðardóttir

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandskeisara. Eftir að fyrsta heimsstyrjöldin hófst gegndi Richthofen hlutverki njósnara fyrir riddaraliðssveitina á bæði vestur- og austurvíglínunni. Árið 1915 sótti hann um og var fluttur í flugherinn.

Richthofen ákvað að verða flugmaður eftir að hafa komist í kynni við hinn fræga flugkappa Oswald Boelcke (1891-1916). Eftir að hann lauk flugþjálfun valdi Boelcke hann til að ganga til liðs við úrvalssveit orrustuflugmanna sem hann fór fyrir. Richthofen vann sinn fyrsta flugbardaga yfir Cambrai í Frakklandi þann 17. september 1916. Til að minnast þess bað hann vin sinn, sem var skartgripasali í Berlín, að gera fyrir sig silfurbikar og grafa í hann dagsetningu bardagans og gerð flugvélarinnar sem hann sigraði. Hann hélt þessari hefð áfram allt þar til lokað var fyrir flutningsleiðir silfurs til Þýskalands, en þá átti hann 60 bikara.

Fljótt kom í ljós að Richthofen var góður flugmaður. Hann var þó ekki talinn sá allra færasti; margir aðrir þóttu sýna meiri flughæfni. Richthofen var hins vegar brátt þekktur fyrir að vera öruggur og varkár flugmaður sem fylgdi mjög nákvæmlega þeim reglum um flugorrustur sem Boecke hafði skilgreint, og þetta virtist lykillinn að velgengni hans í háloftunum. Sigurganga hans frekar en flughæfni hefur svo valdið því að hann er þekktur sem einn færasti flugmaður sögunnar.



Eftirlíking af flugvél rauða barónsins.

Richthofen öðlaðist fljótt ýmis viðurnefni en þekktastur er hann undir heitinu sem bandamenn gáfu honum, “The Red Baron” eða rauði baróninn, en hann flaug alltaf rauðri orrustuflugvél.

Á ferli sínum vann Richthofen 80 sigra og var þar með sigursælasti flugkappi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ferli hans lauk mjög skyndilega þann 21. apríl árið 1918 þegar hann var aðeins 26 ára. Á þessum degi veitti hann vél bandamanna eftirför yfir Morlancourt fjallgarðinum nálægt ánni Somme í Frakklandi. Skotið var á vélina einu skoti og hæfði það Richthofen í brjóstið. Hann náði að nauðlenda vélinni en lést skömmu síðar. Atvikið þótti um margt sérstakt þar sem þetta var talið vera eina skiptið sem Richthofen flaug ógætilega og brá út af reglum Boecke.

Rauði baróninn varð því ekki eingöngu þekktur fyrir hetjudáðir sínar og sigurgöngu, heldur einnig fyrir sorglegt og skyndilegt fráfall sitt. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað fékk hann til að fljúga svo ógætilega í seinustu flugferð sinni. Sumum þykir sennilegt að hann hafi þjáðst af heilaskaða af völdum áverka úr fyrri orrustum. Aðrir telja hann hafa þjáðst af svokallaðri bardagaþreytu sem getur valdið því að hermenn taki óþarfa áhættur og aðrar óskynsamlegar ákvarðanir.

Heimildir

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

1.8.2006

Síðast uppfært

2.1.2018

Spyrjandi

Tómas Aron Jóhannsson, f. 1993

Tilvísun

Kristinn Hlíðar Grétarsson, Ásgeir Sölvi Sölvason og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver var rauði baróninn?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2006, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6100.

Kristinn Hlíðar Grétarsson, Ásgeir Sölvi Sölvason og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 1. ágúst). Hver var rauði baróninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6100

Kristinn Hlíðar Grétarsson, Ásgeir Sölvi Sölvason og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver var rauði baróninn?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2006. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var rauði baróninn?
Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandskeisara. Eftir að fyrsta heimsstyrjöldin hófst gegndi Richthofen hlutverki njósnara fyrir riddaraliðssveitina á bæði vestur- og austurvíglínunni. Árið 1915 sótti hann um og var fluttur í flugherinn.

Richthofen ákvað að verða flugmaður eftir að hafa komist í kynni við hinn fræga flugkappa Oswald Boelcke (1891-1916). Eftir að hann lauk flugþjálfun valdi Boelcke hann til að ganga til liðs við úrvalssveit orrustuflugmanna sem hann fór fyrir. Richthofen vann sinn fyrsta flugbardaga yfir Cambrai í Frakklandi þann 17. september 1916. Til að minnast þess bað hann vin sinn, sem var skartgripasali í Berlín, að gera fyrir sig silfurbikar og grafa í hann dagsetningu bardagans og gerð flugvélarinnar sem hann sigraði. Hann hélt þessari hefð áfram allt þar til lokað var fyrir flutningsleiðir silfurs til Þýskalands, en þá átti hann 60 bikara.

Fljótt kom í ljós að Richthofen var góður flugmaður. Hann var þó ekki talinn sá allra færasti; margir aðrir þóttu sýna meiri flughæfni. Richthofen var hins vegar brátt þekktur fyrir að vera öruggur og varkár flugmaður sem fylgdi mjög nákvæmlega þeim reglum um flugorrustur sem Boecke hafði skilgreint, og þetta virtist lykillinn að velgengni hans í háloftunum. Sigurganga hans frekar en flughæfni hefur svo valdið því að hann er þekktur sem einn færasti flugmaður sögunnar.



Eftirlíking af flugvél rauða barónsins.

Richthofen öðlaðist fljótt ýmis viðurnefni en þekktastur er hann undir heitinu sem bandamenn gáfu honum, “The Red Baron” eða rauði baróninn, en hann flaug alltaf rauðri orrustuflugvél.

Á ferli sínum vann Richthofen 80 sigra og var þar með sigursælasti flugkappi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ferli hans lauk mjög skyndilega þann 21. apríl árið 1918 þegar hann var aðeins 26 ára. Á þessum degi veitti hann vél bandamanna eftirför yfir Morlancourt fjallgarðinum nálægt ánni Somme í Frakklandi. Skotið var á vélina einu skoti og hæfði það Richthofen í brjóstið. Hann náði að nauðlenda vélinni en lést skömmu síðar. Atvikið þótti um margt sérstakt þar sem þetta var talið vera eina skiptið sem Richthofen flaug ógætilega og brá út af reglum Boecke.

Rauði baróninn varð því ekki eingöngu þekktur fyrir hetjudáðir sínar og sigurgöngu, heldur einnig fyrir sorglegt og skyndilegt fráfall sitt. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað fékk hann til að fljúga svo ógætilega í seinustu flugferð sinni. Sumum þykir sennilegt að hann hafi þjáðst af heilaskaða af völdum áverka úr fyrri orrustum. Aðrir telja hann hafa þjáðst af svokallaðri bardagaþreytu sem getur valdið því að hermenn taki óþarfa áhættur og aðrar óskynsamlegar ákvarðanir.

Heimildir

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....