Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?

Orðið þollur hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‘keipur’ en með því orði er átt við umbúnað á borðstokki báts sem árin er lögð í við róður. Annað orð um það sama er samsetta orðið áraþollur.

Árin er lögð í áraþoll þegar róið er.

Orðabók Háskólans á engin dæmi um orðið flóapollur og ekki fannst það í útgefnum orðabókum.

Mynd: Freephoto1.com

Útgáfudagur

2.8.2006

Spyrjandi

Guðný Kjartansdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2006. Sótt 18. ágúst 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=6101.

Guðrún Kvaran. (2006, 2. ágúst). Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6101

Guðrún Kvaran. „Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2006. Vefsíða. 18. ágú. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6101>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Múmíur

Múmíur eru líkamsleifar sem hafa vísvitandi verið verkaðar þannig að þær geti varðveist. Í sumum fornum menningarsamfélögum tíðkaðist að smyrja lík og fjarlægja innyfli til að varðveita líkamann. Múmíur geta líka orðið til fyrir slysni. Ísmaðurinn Ötzi, sem var uppi fyrir um 5.000 árum, er dæmi um það. Í sumum mammútum, sem hafa fundist, hefur hold, hár og magainnihald varðveist.