Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?

Þorsteinn G. Berghreinsson

Spyrjandi bætir við:

Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir?

Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 milljónir og um 14% þeirra eru Tutsimenn (rúmlega 1,1 milljón). Ef reiknað er með nokkrum tugum þúsunda manna í öðrum nágrannaríkjum (mest 10.000 í Austur-Kongó) þá telur Tutsiættbálkurinn um það bil tvær og hálfa milljón manna. Fyrir rúmum áratug síðan, vorið 1994, snarminnkaði fjöldi Tutsimanna á nokkrum vikum er um ein milljón Tutsimanna (800 þúsund í Rúanda) var drepin í markvissu þjóðarmorði af hendi Hutumanna án þess að alþjóðasamfélagið aðhefðist nokkuð.


Hópur Tutsimanna í Rúanda. Myndin er eftir M. Weiss (1910).

Fyrir harmleikinn voru Tutsimenn einkum þekktir fyrir að vera hávaxnasta fólk í heimi. Um hæð þeirra ber heimildum hins vegar ekki fyllilega saman. Í ýmsum frásögnum fyrri tíma er Tutsimönnum lýst sem eins konar risum sem að jafnaði ná vel yfir tveggja metra hæð. Ef við höldum okkur hins vegar við samtímaheimildir þá segir Heimsmetabók Guinness meðalhæð ungra Tutsikarlmanna vera 183 sm og hampar Tutsifólkinu sem hávaxnasta þjóðflokki jarðar. Í bókinni Peoples, Nations and Cultures, nýlegu alfræðiriti um mannfræði, er sama meðalhæð nefnd (183 sm). Þetta er nokkuð hærra en gengur og gerist á Vesturlöndum. Hins vegar eru fjölmargir mannfræðingar á sviði líkams- og hæðarmælinga (e. anthropometry) sem telja að jafnvel þessi hæð sé orðum aukin og að hæð karlmanna í Tutsiættbálknum nái eingöngu um 176,5 sm að jafnaði (þar sem meðalhæð kvenna er um 10-15 sm lægri). Ýkt hæðarlýsing Tutsimanna er samkvæmt þeim eins konar þjóðsaga sem teygir sig meira en öld aftur í tímann.

Upplýsingar Steckels, Bogins og annarra ’líkamsmannfræðinga‘ eru mun yfirgripsmeiri og nákvæmari en aðrar heimildir og því freistandi að styðjast við tölu þeirra hér að ofan (176,5 sm). Samkvæmt heimildum þessara sérfræðinga má rekja misvísandi hugmyndir manna um hæð Tutsifólksins til þess tíma er Rúanda varð þýsk nýlenda undir lok nítjándu aldar. Þá voru Evrópubúar að jafnaði talsvert lágvaxnari en nú og því líklegt að Tutsimenn hafi gnæft yfir nýlenduherrunum. Stöðug og vaxandi velmegun á Vesturlöndum hefur hins vegar stuðlað að aukinni líkamshæð Vesturlandabúa, og meðalhæð Norður-Evrópubúa hefur á þessum tíma hækkað um 10 sm. Á sama tíma er ólíklegt að meðalhæð Tutsimanna hafi hækkað sambærilega. Þó að hæð Tutsimanna þyki ekki ýkja mikil í dag er líklegt að nýlenduherrarnir þýsku, og síðar meir þeir belgísku, hafi á sínum tíma beinlínis þurft að líta upp til Tutsimanna.

Hvernig skyldi standa á því að eldgamlar lýsingar á hæð Tutsimanna hafi orðið svo langlífar? „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“ segir máltækið og gæti átt vel við þar sem reikna má með að frásagnir af hinni miklu hæð Tutsimanna hafi ekki byggst á köldum og yfirveguðum mælingum heldur hafi borist heim til Evrópu hetjulegar og ýktar frásagnir sem hafi síðan gerst langlífar í ýmiss konar texta og söguformi.

Vel má ímynda sér að upplifun nýlenduherranna hafi upprunalega verið villandi. Þeir voru staddir á framandi slóðum og hefur eflaust staðið stuggur af Tutsimönnum og þar með hæglega getað miklað fyrir sér hæð þeirra. Einnig gæti sjónvilla haft áhrif því Tutsimenn eru tiltölulega grannvaxið fólk og virðast því við fyrstu sýn vera mun hávaxnari en sentimetrarnir segja til um. Einnig virðast Tutsimenn einstaklega hávaxnir í samanburði við aðra kynþætti landsins (Hutumenn og hina dvergvöxnu Twa).

Meginástæðan fyrir langlífri ranghugmynd manna um hæð Tutsimanna kann þó að vera pólitísk. Í Rúanda bjuggu þrír kynþættir manna af ólíkum uppruna: Auk Tutsi voru þar Twa og Hutumenn. Þegar þýsku nýlenduherrarnir komu til landsins seint á nítjándu öld skaut skökku við að Tutsimenn voru í langflestum valdastöðum en Hutumenn, sem voru mikill meirihluti þjóðarinnar, gegndu fyrst og fremst hlutverki vinnuaflsins og voru vart sýnilegir í valdastöðum.

Þjóðverjar voru mjög gagnteknir af þessari valdabyggingu vegna þess að Tutsimenn voru hávaxnir eins og þeir (líklega ögn hærri) og þar að auki mun ljósari á hörund en Hutumenn. Þetta samræmdist vel hugmyndum Þjóðverja um yfirburði hvíta kynstofnsins og ályktuðu þeir því að Tutsimenn hlytu að vera skyldari Evrópumönnum en aðrar Afríkuþjóðir. Hrifning þeirra var svo mikil að þeir gerðu það sem í valdi þeirra stóð til að tryggja völd Tutsimanna enn frekar. Mögulegt er að ýktar frásagnir af hæð Tutsimanna á þessum tíma hafi því beinlínis verið til þess fallnar að leggja áherslu á hugmyndafræði nýlenduherranna um yfirburði hvíta kynstofnsins. Tutsimönnum var þar hampað sem hávöxnum ljósum kynþætti sem á eigin forsendum kom sér í yfirburðastöðu í samfélagi sínu þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta.

Við lok fyrri heimstyrjaldarinnar áttu sér stað blóðug valdaskipti þar sem Belgar tóku við nýlendunni af Þjóðverjum. Nýju herrarnir lögðu enn áherslu á að hafa Tutsimenn í öllum valdastöðum landsins. Þeir gengu afnvel lengra en Þjóðverjar með því að skipa þjóðinni í skýrt afmarkaða bása eftir meintum uppruna og kynþætti. Það var gert með þeim hætti að vísindamenn mældu út ýmis stærðarhlutföll á líkama hvers og eins og niðurstaðan var gefin út á skírteini sem öllum var skylt að bera á sér öllum stundum. Þetta var gert algjörlega í trássi við sögu þjóðarinnar því aðgreining kynþátta var í raun mjög óljós og talsverð blöndun hafði átt sér stað meðal fólksins á löngum tíma. Þessi aðgreining nýlenduherranna, ásamt aukinni kúgun og valdboði, skapaði mikla togstreitu í samfélaginu með skelfilegum afleiðingum nokkrum áratugum síðar.

Meðalhæð Tutsimanna er víðs fjarri gömlu goðsögninni um rúmlega tveggja metra háa risa. Því er hins vegar ekki að neita að Tutsimenn eru mjög hávaxið fólk, líklega hávaxnasta þjóð Afríku, og voru að öllum líkindum talsvert hávaxnari en Evrópubúar fyrr á öldum. Þeir voru þá trúlega hávaxnasta þjóð í veröldinni. Í dag eru það þó Norður-Evrópubúar sem tróna á toppnum, en meðalhæð karla hjá öllum Norðurlandaþjóðum er komin nokkuð yfir 180 sm. Hæstir allra Evrópuþjóða eru þó Hollendingar sem ná um það bil 183 sm meðalhæð og eru því að jafnaði talsvert hávaxnari en Tutsimenn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Prentaðar heimildir

  • Peoples, Nations and Cultures: An A-Z of the Peoples of the World, Past and Present. John Mackenzie (ristj.).
  • Patterns of Human Growth (2. útgáfa). Barry Bogin.
  • A Short History of Height: Science, 31. Mars 2005. Christopher Watt. (sjá einnig vefvísun hér fyrir neðan)

Netheimildir

Kvikmynd sem heimild

  • Um þjóðarmorðin í Rúanda: Hotel Rwanda.

Myndir

Höfundur

B.A. í mannfræði

Útgáfudagur

2.8.2006

Spyrjandi

Hermann Helgason

Tilvísun

Þorsteinn G. Berghreinsson. „Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6103.

Þorsteinn G. Berghreinsson. (2006, 2. ágúst). Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6103

Þorsteinn G. Berghreinsson. „Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6103>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Watusiættbálkurinn hæsti þjóðflokkur í heimi?
Spyrjandi bætir við:

Hvað eru þeir hávaxnir? Eru konurnar líka hávaxnar? Og hvasð eru þeir margir?

Tutsiættbálkurinn (einnig nefndur Watusi) býr á landsvæði sem nær yfir ríki Rúanda og Búrúndí. Í Rúanda búa rúmlega 8,6 milljónir manna, þar af um 15% Tutsimenn (tæplega 1,3 milljónir). Í Búrúndí búa rétt rúmar 8 milljónir og um 14% þeirra eru Tutsimenn (rúmlega 1,1 milljón). Ef reiknað er með nokkrum tugum þúsunda manna í öðrum nágrannaríkjum (mest 10.000 í Austur-Kongó) þá telur Tutsiættbálkurinn um það bil tvær og hálfa milljón manna. Fyrir rúmum áratug síðan, vorið 1994, snarminnkaði fjöldi Tutsimanna á nokkrum vikum er um ein milljón Tutsimanna (800 þúsund í Rúanda) var drepin í markvissu þjóðarmorði af hendi Hutumanna án þess að alþjóðasamfélagið aðhefðist nokkuð.


Hópur Tutsimanna í Rúanda. Myndin er eftir M. Weiss (1910).

Fyrir harmleikinn voru Tutsimenn einkum þekktir fyrir að vera hávaxnasta fólk í heimi. Um hæð þeirra ber heimildum hins vegar ekki fyllilega saman. Í ýmsum frásögnum fyrri tíma er Tutsimönnum lýst sem eins konar risum sem að jafnaði ná vel yfir tveggja metra hæð. Ef við höldum okkur hins vegar við samtímaheimildir þá segir Heimsmetabók Guinness meðalhæð ungra Tutsikarlmanna vera 183 sm og hampar Tutsifólkinu sem hávaxnasta þjóðflokki jarðar. Í bókinni Peoples, Nations and Cultures, nýlegu alfræðiriti um mannfræði, er sama meðalhæð nefnd (183 sm). Þetta er nokkuð hærra en gengur og gerist á Vesturlöndum. Hins vegar eru fjölmargir mannfræðingar á sviði líkams- og hæðarmælinga (e. anthropometry) sem telja að jafnvel þessi hæð sé orðum aukin og að hæð karlmanna í Tutsiættbálknum nái eingöngu um 176,5 sm að jafnaði (þar sem meðalhæð kvenna er um 10-15 sm lægri). Ýkt hæðarlýsing Tutsimanna er samkvæmt þeim eins konar þjóðsaga sem teygir sig meira en öld aftur í tímann.

Upplýsingar Steckels, Bogins og annarra ’líkamsmannfræðinga‘ eru mun yfirgripsmeiri og nákvæmari en aðrar heimildir og því freistandi að styðjast við tölu þeirra hér að ofan (176,5 sm). Samkvæmt heimildum þessara sérfræðinga má rekja misvísandi hugmyndir manna um hæð Tutsifólksins til þess tíma er Rúanda varð þýsk nýlenda undir lok nítjándu aldar. Þá voru Evrópubúar að jafnaði talsvert lágvaxnari en nú og því líklegt að Tutsimenn hafi gnæft yfir nýlenduherrunum. Stöðug og vaxandi velmegun á Vesturlöndum hefur hins vegar stuðlað að aukinni líkamshæð Vesturlandabúa, og meðalhæð Norður-Evrópubúa hefur á þessum tíma hækkað um 10 sm. Á sama tíma er ólíklegt að meðalhæð Tutsimanna hafi hækkað sambærilega. Þó að hæð Tutsimanna þyki ekki ýkja mikil í dag er líklegt að nýlenduherrarnir þýsku, og síðar meir þeir belgísku, hafi á sínum tíma beinlínis þurft að líta upp til Tutsimanna.

Hvernig skyldi standa á því að eldgamlar lýsingar á hæð Tutsimanna hafi orðið svo langlífar? „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“ segir máltækið og gæti átt vel við þar sem reikna má með að frásagnir af hinni miklu hæð Tutsimanna hafi ekki byggst á köldum og yfirveguðum mælingum heldur hafi borist heim til Evrópu hetjulegar og ýktar frásagnir sem hafi síðan gerst langlífar í ýmiss konar texta og söguformi.

Vel má ímynda sér að upplifun nýlenduherranna hafi upprunalega verið villandi. Þeir voru staddir á framandi slóðum og hefur eflaust staðið stuggur af Tutsimönnum og þar með hæglega getað miklað fyrir sér hæð þeirra. Einnig gæti sjónvilla haft áhrif því Tutsimenn eru tiltölulega grannvaxið fólk og virðast því við fyrstu sýn vera mun hávaxnari en sentimetrarnir segja til um. Einnig virðast Tutsimenn einstaklega hávaxnir í samanburði við aðra kynþætti landsins (Hutumenn og hina dvergvöxnu Twa).

Meginástæðan fyrir langlífri ranghugmynd manna um hæð Tutsimanna kann þó að vera pólitísk. Í Rúanda bjuggu þrír kynþættir manna af ólíkum uppruna: Auk Tutsi voru þar Twa og Hutumenn. Þegar þýsku nýlenduherrarnir komu til landsins seint á nítjándu öld skaut skökku við að Tutsimenn voru í langflestum valdastöðum en Hutumenn, sem voru mikill meirihluti þjóðarinnar, gegndu fyrst og fremst hlutverki vinnuaflsins og voru vart sýnilegir í valdastöðum.

Þjóðverjar voru mjög gagnteknir af þessari valdabyggingu vegna þess að Tutsimenn voru hávaxnir eins og þeir (líklega ögn hærri) og þar að auki mun ljósari á hörund en Hutumenn. Þetta samræmdist vel hugmyndum Þjóðverja um yfirburði hvíta kynstofnsins og ályktuðu þeir því að Tutsimenn hlytu að vera skyldari Evrópumönnum en aðrar Afríkuþjóðir. Hrifning þeirra var svo mikil að þeir gerðu það sem í valdi þeirra stóð til að tryggja völd Tutsimanna enn frekar. Mögulegt er að ýktar frásagnir af hæð Tutsimanna á þessum tíma hafi því beinlínis verið til þess fallnar að leggja áherslu á hugmyndafræði nýlenduherranna um yfirburði hvíta kynstofnsins. Tutsimönnum var þar hampað sem hávöxnum ljósum kynþætti sem á eigin forsendum kom sér í yfirburðastöðu í samfélagi sínu þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta.

Við lok fyrri heimstyrjaldarinnar áttu sér stað blóðug valdaskipti þar sem Belgar tóku við nýlendunni af Þjóðverjum. Nýju herrarnir lögðu enn áherslu á að hafa Tutsimenn í öllum valdastöðum landsins. Þeir gengu afnvel lengra en Þjóðverjar með því að skipa þjóðinni í skýrt afmarkaða bása eftir meintum uppruna og kynþætti. Það var gert með þeim hætti að vísindamenn mældu út ýmis stærðarhlutföll á líkama hvers og eins og niðurstaðan var gefin út á skírteini sem öllum var skylt að bera á sér öllum stundum. Þetta var gert algjörlega í trássi við sögu þjóðarinnar því aðgreining kynþátta var í raun mjög óljós og talsverð blöndun hafði átt sér stað meðal fólksins á löngum tíma. Þessi aðgreining nýlenduherranna, ásamt aukinni kúgun og valdboði, skapaði mikla togstreitu í samfélaginu með skelfilegum afleiðingum nokkrum áratugum síðar.

Meðalhæð Tutsimanna er víðs fjarri gömlu goðsögninni um rúmlega tveggja metra háa risa. Því er hins vegar ekki að neita að Tutsimenn eru mjög hávaxið fólk, líklega hávaxnasta þjóð Afríku, og voru að öllum líkindum talsvert hávaxnari en Evrópubúar fyrr á öldum. Þeir voru þá trúlega hávaxnasta þjóð í veröldinni. Í dag eru það þó Norður-Evrópubúar sem tróna á toppnum, en meðalhæð karla hjá öllum Norðurlandaþjóðum er komin nokkuð yfir 180 sm. Hæstir allra Evrópuþjóða eru þó Hollendingar sem ná um það bil 183 sm meðalhæð og eru því að jafnaði talsvert hávaxnari en Tutsimenn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Prentaðar heimildir

  • Peoples, Nations and Cultures: An A-Z of the Peoples of the World, Past and Present. John Mackenzie (ristj.).
  • Patterns of Human Growth (2. útgáfa). Barry Bogin.
  • A Short History of Height: Science, 31. Mars 2005. Christopher Watt. (sjá einnig vefvísun hér fyrir neðan)

Netheimildir

Kvikmynd sem heimild

  • Um þjóðarmorðin í Rúanda: Hotel Rwanda.

Myndir

...