Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fylgirit með boðsritum Bessastaðaskóla 1843-1847 undir titlinum „Islendskir málshættir safnadir, útvaldir og í stafrofsrød færdir af Skólakennara Dr. H. Schevíng“. Merkingin er ‛fleira kemur til greina (en það sem giskað hefur verið á)’ (Íslensk orðabók 2002:665).

Það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins.

Málshátturinn er að líkindum fenginn að láni úr dönsku. Í sögulegu dönsku orðabókinni „Ordbog over det danske sprog“ er að finna dæmi um málsháttinn der er flere brogede hunde end præstens og hann sagður notaður til dæmis um „en, der drager for vidtrækkende slutninger af et enkelt tilfælde“. Merkingin er hin sama í íslensku og dönsku. Orðabókina má finna á Netinu undir www.dsl.dk. Að vísu er notað orðið broget í dönsku sem merkir ‛flekkóttur’ og tekið er fram að einnig sé sagt der er flere brogede køer end præstens en ekki er óhugsandi að fleiri afbrigði hafi verið til í dönsku um lit hundsins.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.11.2011

Síðast uppfært

3.1.2024

Spyrjandi

Jón Ingólfur Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2011, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61080.

Guðrún Kvaran. (2011, 14. nóvember). Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61080

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2011. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?
Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fylgirit með boðsritum Bessastaðaskóla 1843-1847 undir titlinum „Islendskir málshættir safnadir, útvaldir og í stafrofsrød færdir af Skólakennara Dr. H. Schevíng“. Merkingin er ‛fleira kemur til greina (en það sem giskað hefur verið á)’ (Íslensk orðabók 2002:665).

Það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins.

Málshátturinn er að líkindum fenginn að láni úr dönsku. Í sögulegu dönsku orðabókinni „Ordbog over det danske sprog“ er að finna dæmi um málsháttinn der er flere brogede hunde end præstens og hann sagður notaður til dæmis um „en, der drager for vidtrækkende slutninger af et enkelt tilfælde“. Merkingin er hin sama í íslensku og dönsku. Orðabókina má finna á Netinu undir www.dsl.dk. Að vísu er notað orðið broget í dönsku sem merkir ‛flekkóttur’ og tekið er fram að einnig sé sagt der er flere brogede køer end præstens en ekki er óhugsandi að fleiri afbrigði hafi verið til í dönsku um lit hundsins.

Mynd:...