Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?

Kvenkynsorðið æs merkir ‘kantur, brún, jaðar (einkum á skinni)’ en einnig ‘rifa eða gat til að draga eitthvað í gegnum’. Fleirtalan er ýmist æsar eða æsir. Það er fyrra merkingarsviðið sem kemur fram í orðasambandinu ‘út í ystu æsar’ og er fleirtalan þar oftast með -ar. Merking þess er 'algerlega' eða 'til fulls'.

Hugmyndin á bak við máltækið er að öllum líkindum fengin frá verkun skinna. Mikilvægt var að nýta skinnin vel og því nauðsynlegt að verka þau alveg út á jaðar, eða æsar, þannig að skinnið yrði jafnt að þykkt og auðvelt yrði að sníða það og sauma úr því.


Hér má sjá skinn verkað.

Dæmi um yfirfærða merkingu eru til alla vega frá því um miðja 19. öld. Þá er til dæmis farið að skoða e-ð út í æsar, vita e-ð út í æsar, nota e-ð út í ystu æsar, rekja e-ð út í æsar og algengt var að segja að e-ð tæki út fyrir allar æsar.

Mynd: Okmainregion.net

Útgáfudagur

4.8.2006

Spyrjandi

Ásmundur Vilhelmsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2006. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=6109.

Guðrún Kvaran. (2006, 4. ágúst). Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6109

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2006. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6109>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.