Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?

Kristín Bjarnadóttir

Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu.

Vitað er að Grikkir tóku upp talnaritun þar sem bókstafir táknuðu tölur að minnsta kosti fyrir miðja fimmtu öld f.Kr. Pýþagóringar gætu hafa þekkt þessa talnaritun. Mynd 1 sýnir talnatáknin. Þau eru enn notuð þegar skráðar eru raðtölur, líkt og margar þjóðir nota rómverskar tölur með latneskum bókstöfum. Aðeins er hægt að rita tölur upp í 999 með þessu kerfi.

Mynd 1. Skrá yfir talnatákn Forngrikkja sem notuð voru að minnsta kosti frá miðri fimmtu öld f. Kr. (Katz, 1993, bls. 35).

Talnaritunin er í tugakerfi. Til dæmis er talan 283 rituð σπγ. Oft voru notuð lárétt strik yfir stöfunum þegar þeir táknuðu tölur. Í töflunni eru þrjú tákn sem nú eru orðin úrelt sem bókstafir. Það eru táknin digamma fyrir 6, koppa fyrir 90 og sampi fyrir 900.

Ef nauðsynlegt var að tákna hærri tölur en 999 hófst stafaröðin á nýjan leik, þó þannig að stafirnir voru merktir sérstaklega til að sýna að þeir táknuðu þúsundir. Einnig var hægt að tákna brot með því að merkja stafina. Aðeins voru notuð einingabrot. Til dæmis táknaði δ‘ brotið 1/4 og ε‘ brotið 1/5. Varlegt er þó að álykta að þessi ritháttur og merkingar hafi verið fyllilega samræmd, hvorki milli svæða né eftir því sem tímar liðu.

Heimildir:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

9.10.2019

Spyrjandi

Lukasz Serwatko

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?“ Vísindavefurinn, 9. október 2019. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61148.

Kristín Bjarnadóttir. (2019, 9. október). Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61148

Kristín Bjarnadóttir. „Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2019. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61148>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?
Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu.

Vitað er að Grikkir tóku upp talnaritun þar sem bókstafir táknuðu tölur að minnsta kosti fyrir miðja fimmtu öld f.Kr. Pýþagóringar gætu hafa þekkt þessa talnaritun. Mynd 1 sýnir talnatáknin. Þau eru enn notuð þegar skráðar eru raðtölur, líkt og margar þjóðir nota rómverskar tölur með latneskum bókstöfum. Aðeins er hægt að rita tölur upp í 999 með þessu kerfi.

Mynd 1. Skrá yfir talnatákn Forngrikkja sem notuð voru að minnsta kosti frá miðri fimmtu öld f. Kr. (Katz, 1993, bls. 35).

Talnaritunin er í tugakerfi. Til dæmis er talan 283 rituð σπγ. Oft voru notuð lárétt strik yfir stöfunum þegar þeir táknuðu tölur. Í töflunni eru þrjú tákn sem nú eru orðin úrelt sem bókstafir. Það eru táknin digamma fyrir 6, koppa fyrir 90 og sampi fyrir 900.

Ef nauðsynlegt var að tákna hærri tölur en 999 hófst stafaröðin á nýjan leik, þó þannig að stafirnir voru merktir sérstaklega til að sýna að þeir táknuðu þúsundir. Einnig var hægt að tákna brot með því að merkja stafina. Aðeins voru notuð einingabrot. Til dæmis táknaði δ‘ brotið 1/4 og ε‘ brotið 1/5. Varlegt er þó að álykta að þessi ritháttur og merkingar hafi verið fyllilega samræmd, hvorki milli svæða né eftir því sem tímar liðu.

Heimildir:

...