Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls 4, vel hugsanlega fædd um 1910. Langafar og langömmur, alls 8, um 1880. Og þannig má telja áfram. Hér að neðan er áatala hvers einstaklings talin og sést hér að hann á 8192 áa sem fæddir hafa verið um 1580. Tekið skal fram að auðvitað eru áarnir ekki svo margir því að skyldmenni giftust, þó ekki að ráði í meir en fjórmenning fyrir 1780 og fimmmenning fyrir 1560.

1.  1970: 1

4.  1880: 8

7.  1790: 64

10. 1700: 512

13. 1610: 4096
2.  1940: 2

5.  1850: 16

8.  1760: 128

11. 1670: 1024

14. 1580: 8192
3.  1910: 4

6.  1820: 32

9.  1730: 256

12. 1640: 2048

1.  1580: 1

4.  1490: 8

7.  1400: 64

10. 1310: 512

13. 1220: 4096
2.  1550: 2

5.  1460: 16

8.  1370: 128

11. 1280: 1024

14. 1190: 8192
3.  1520: 4

6.  1430: 32

9.  1340: 256

12. 1250: 2048

1.  1190: 1

4.  1100: 8

7.  1010: 64

10. 920: 512

13. 830: 4096
2.  1160: 2

5.  1070: 16

8.  980: 128

11. 890: 1024

(Hér hættum við, með landnámsmönnum!)
3.  1130: 4

6.  1040: 32

9.  950: 256

12. 860: 2048

Jón Arason var fæddur 1484. Á þeim tíma munu áar (forfeður og formæður) Íslendinga vera um (8192)*8 = 65.536. Sem þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á því að hver einstakur Íslendingur er afkomandi allra þeirra sem þá áttu einhverja afkomendur að ráði, oft á marga vegu. Og Jón Arason átti mörg börn sem aftur áttu mörg börn. Nú hafa Íslendingar sennilega verið færri en 65.536 um 1484 og margir þeirra eignuðust ekki börn. Ljóst er því að sennilega allir Íslendingar eru komnir af frjósömum ættlegg eins og þeim sem kom frá Jóni Arasyni á fleiri en einn veg.

Eftir því sem lengra er farið aftur í tímann aukast stórum líkurnar á því að þekktir menn eigi afkomendur. Á tíma Snorra Sturlusonar, sem fæddur var 1179, eru reiknaðir áar okkar um 67 milljónir. Við erum augsýnilega öll komin af Snorra Sturlusyni á marga vegu. Og þannig má áfram telja.

En ekki eignuðust allir Íslendingar afkomendur. Ekki ófáir dóu áður en barneignaraldri var náð og margir voru alla eða nær alla ævi í því sem nefnt hefur verið „ófrjálst einlífi“, það er voru í vinnumennsku meðan þau voru á barneignaraldri en almennt máttu vinnuhjú ekki giftast eða eiga börn, einkum fyrir 1800. En hve margir af mannfjölda Íslands áður fyrr „önnuðust“ viðhald kynslóða hverju sinni?

1703 voru giftar konur á aldrinum 20-44 alls 3284. Eiginmenn og eiginkonur voru þannig alls 6568 sem gerir 13% heildarmannfjöldans það ár. Svipað hlutfall fæst við úrvinnslu mannatalsins 1801 eða 13%. Við getum því reiknað með að hafi mannfjöldinn verið 50.000, hafi um 6.500 manns að mestu leyti annast tilkomu næstu kynslóðar á eftir. Hafi mannfjöldinn verið 60.000 er talan 7.800.

Sjá einnig svar Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu, hér.

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.7.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2000, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=612.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 4. júlí). Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=612

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2000. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls 4, vel hugsanlega fædd um 1910. Langafar og langömmur, alls 8, um 1880. Og þannig má telja áfram. Hér að neðan er áatala hvers einstaklings talin og sést hér að hann á 8192 áa sem fæddir hafa verið um 1580. Tekið skal fram að auðvitað eru áarnir ekki svo margir því að skyldmenni giftust, þó ekki að ráði í meir en fjórmenning fyrir 1780 og fimmmenning fyrir 1560.

1.  1970: 1

4.  1880: 8

7.  1790: 64

10. 1700: 512

13. 1610: 4096
2.  1940: 2

5.  1850: 16

8.  1760: 128

11. 1670: 1024

14. 1580: 8192
3.  1910: 4

6.  1820: 32

9.  1730: 256

12. 1640: 2048

1.  1580: 1

4.  1490: 8

7.  1400: 64

10. 1310: 512

13. 1220: 4096
2.  1550: 2

5.  1460: 16

8.  1370: 128

11. 1280: 1024

14. 1190: 8192
3.  1520: 4

6.  1430: 32

9.  1340: 256

12. 1250: 2048

1.  1190: 1

4.  1100: 8

7.  1010: 64

10. 920: 512

13. 830: 4096
2.  1160: 2

5.  1070: 16

8.  980: 128

11. 890: 1024

(Hér hættum við, með landnámsmönnum!)
3.  1130: 4

6.  1040: 32

9.  950: 256

12. 860: 2048

Jón Arason var fæddur 1484. Á þeim tíma munu áar (forfeður og formæður) Íslendinga vera um (8192)*8 = 65.536. Sem þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á því að hver einstakur Íslendingur er afkomandi allra þeirra sem þá áttu einhverja afkomendur að ráði, oft á marga vegu. Og Jón Arason átti mörg börn sem aftur áttu mörg börn. Nú hafa Íslendingar sennilega verið færri en 65.536 um 1484 og margir þeirra eignuðust ekki börn. Ljóst er því að sennilega allir Íslendingar eru komnir af frjósömum ættlegg eins og þeim sem kom frá Jóni Arasyni á fleiri en einn veg.

Eftir því sem lengra er farið aftur í tímann aukast stórum líkurnar á því að þekktir menn eigi afkomendur. Á tíma Snorra Sturlusonar, sem fæddur var 1179, eru reiknaðir áar okkar um 67 milljónir. Við erum augsýnilega öll komin af Snorra Sturlusyni á marga vegu. Og þannig má áfram telja.

En ekki eignuðust allir Íslendingar afkomendur. Ekki ófáir dóu áður en barneignaraldri var náð og margir voru alla eða nær alla ævi í því sem nefnt hefur verið „ófrjálst einlífi“, það er voru í vinnumennsku meðan þau voru á barneignaraldri en almennt máttu vinnuhjú ekki giftast eða eiga börn, einkum fyrir 1800. En hve margir af mannfjölda Íslands áður fyrr „önnuðust“ viðhald kynslóða hverju sinni?

1703 voru giftar konur á aldrinum 20-44 alls 3284. Eiginmenn og eiginkonur voru þannig alls 6568 sem gerir 13% heildarmannfjöldans það ár. Svipað hlutfall fæst við úrvinnslu mannatalsins 1801 eða 13%. Við getum því reiknað með að hafi mannfjöldinn verið 50.000, hafi um 6.500 manns að mestu leyti annast tilkomu næstu kynslóðar á eftir. Hafi mannfjöldinn verið 60.000 er talan 7.800.

Sjá einnig svar Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu, hér....