Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað fáið þið margar spurningar á dag?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þegar farið var af stað með Vísindavefinn 29. janúar árið 2000 óraði engan fyrir hversu vinsæll hann yrði. Búist var við að nokkrar spurningar bærust á viku og þeim yrði svarað svo til jafnóðum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að fróðleiksþyrstir Íslendingar voru fjölmargir og spurningaflóðið langtum meira en nokkurn hafði grunað.

Frá því að Vísindavefnum var hleypt af stokkunum hefur hann svo vaxið og dafnað. Þegar þetta er skrifað hafa birst um 6000 svör eftir mörg hundruð sérfræðinga um allt milli himins og jarðar, og á hverjum virkum degi bætast fleiri svör í sarpinn. Nú fær Vísindavefurinn yfirleitt nokkra tugi spurninga dag hvern. Fjöldinn ræðst þó dálítið af árstíma og er Vísindavefurinn, eins og flestir aðrir vefir, vinsælastur á veturna.

Almennan fróðleik um Vísindavefinn og sögu hans má finna með því að smella hér. Einnig er bent á svör við eftirfarandi spurningum:

Útgáfudagur

14.8.2006

Spyrjandi

Hekla Bjarnadóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað fáið þið margar spurningar á dag?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2006, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6121.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 14. ágúst). Hvað fáið þið margar spurningar á dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6121

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað fáið þið margar spurningar á dag?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2006. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6121>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað fáið þið margar spurningar á dag?
Þegar farið var af stað með Vísindavefinn 29. janúar árið 2000 óraði engan fyrir hversu vinsæll hann yrði. Búist var við að nokkrar spurningar bærust á viku og þeim yrði svarað svo til jafnóðum. Fljótlega kom hins vegar í ljós að fróðleiksþyrstir Íslendingar voru fjölmargir og spurningaflóðið langtum meira en nokkurn hafði grunað.

Frá því að Vísindavefnum var hleypt af stokkunum hefur hann svo vaxið og dafnað. Þegar þetta er skrifað hafa birst um 6000 svör eftir mörg hundruð sérfræðinga um allt milli himins og jarðar, og á hverjum virkum degi bætast fleiri svör í sarpinn. Nú fær Vísindavefurinn yfirleitt nokkra tugi spurninga dag hvern. Fjöldinn ræðst þó dálítið af árstíma og er Vísindavefurinn, eins og flestir aðrir vefir, vinsælastur á veturna.

Almennan fróðleik um Vísindavefinn og sögu hans má finna með því að smella hér. Einnig er bent á svör við eftirfarandi spurningum:

...