Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem Penguin gaf út.

Edward H. Carr (1892-1982).

Carr var fæddur árið 1892 og menntaðist í London og Cambridge, meðal annars í fornaldarfræðum sem þóttu góður undirbúningur undir utanríkisþjónustu. Þar hóf Carr störf árið 1916 og var þar í tvo áratugi, ýmist heima í Bretlandi eða sendiráðum erlendis. Árið 1936 varð hann prófessor í alþjóðastjórnmálum í Walesháskóla í Aberystwyth. Á árunum 1941-46 var hann aðstoðarritstjóri The Times, án þess að láta af starfinu í Aberystwyth, og skrifaði meðal annars mikið af leiðurum blaðsins. Árið 1953 gerðist hann háskólakennari í stjórnmálafræði í Oxford en flutti sig til Cambridge tveimur árum síðar og var þar til starfsloka. Hann andaðist árið 1982.

Á árunum milli heimsstyrjalda, meðan Carr var í utanríkisþjónustunni, skrifaði hann margt um alþjóðastjórnmál, og er þekktasta bók hans um þau efni The Twenty Years Crisis 1919–1939 (1939), um stjórnmál Evrópu á millistríðsárunum og aðdraganda þeirrar heimsstyrjaldar sem var að skella á þegar bókin kom út. Carr var meðal þeirra sem töldu að sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar hefðu sett Þjóðverjum allt of þrönga kosti með friðarsamningunum eftir stríðið. Hann vildi að Þjóðverjum yrði gefið færi á að verða ríkjandi veldi í Austur-Evrópu, allt austur að Sovétríkjum og studdi viðleitni breskra íhaldsmanna til að halda friði við Hitler. Þó var Carr enginn sérstakur Þjóðverjavinur og því síður nasisti. Aftur á móti fékk hann smám saman mikið álit á Sovétríkjunum. Á árum síðari heimsstyrjaldar hélst honum uppi að tjá sig merkilega frjálst um það efni í leiðurum The Times, og stafaði það auðvitað að hluta til af því að þá voru Sovétmenn vopnabræður Breta.

Saga Sovétríkjanna 1917-1929 kom út í 14 bindum á árunum 1950-78.

Eftir stríðið sneri Carr sér af alvöru að því að rannsaka sögu Sovétríkjanna, og 14 binda verk hans um þau efni kom út á árunum 1950–78. Hann hafði áform um að skrifa sögu þeirra allt til loka síðari heimsstyrjaldarinnar 1945 en lést áður en hann komst hálfa leið þangað. Því hefur verið haldið fram, raunar ekki fyrr en eftir dauða Carrs, að hann hafi hlíft sér við að skrifa um harðstjórnartíma Stalíns og þess vegna ekki rakið söguna lengra en til 1929. Hvað sem um það kann að vera viðurkenndi Carr að Stalín hefði verið harðstjóri. En hann hélt því fram að aðstæðurnar í ríki hans hefðu þröngvað honum út á braut harðstjórnar; hver sem hefði verið við völd þar hefði farið svipaða leið. Carr var mikill félagshyggjumaður í söguskoðun sinni og gerði lítið úr framlagi einstaklinga til sögunnar. Að því er best er vitað hafði Carr til æviloka sterka trú á að framtíðin væri Sovétríkjanna og sósíalismans, og leið þeirra til sigurs væri framfarabraut.

What is History? snýst að verulegu leyti um að leggja fræðilegan grunn undir þessa trú á að mannkynið sé á framfaraleið og þeirri framfarasókn sé best lýst með sagnfræði sem fáist við samfélagsþróun fremur en verk einstakra gerenda sögunnar. Samkvæmt undirtitli er bókin fyrirlestraröð sem höfundur hélt í Cambridge árið 1961 og eru kenndir við breska sagnfræðinginn George Macaulay Trevelyan. En bókin skiptist í sex kafla, 22–31 blaðsíðna langa í Penguin-útgáfunni. Ef einn fyrirlestur hefur myndað einn kafla hefur höfundur aukið þá mikið áður en þeir voru prentaðir.

What is history, sem fyrst kom út árið 1961, fjallar um aðferðir og eðli sagnfræði.

Í fyrsta kafla andæfir höfundur á gríðarlega sannfærandi hátt ofurtrú sagnfræðinga á að sögulegur sannleiki búi í skjölum. Til að sýna dæmi þess rekur hann hvernig fræðimenn hafi afbakað stjórnmálaferil manns sem hét Gustav Stresemann og var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Þjóðverja í sex ár á milli fyrri heimsstyrjaldar og valdatíma nasista. Stresemann hafði í rauninni miklu meiri áhuga á samskiptum við Sovétríkin en Vesturveldin og lét eftir sig 300 kassa af skjölum sem báru glöggt vitni um það. Eftir að hann lét af völdum gaf ritari hans og vinur út úrval úr skjalasafninu í þremur 600 blaðsíðna bindum. Þá höfðu samskiptin við Sovétríkin ekki skilað Þjóðverjum neinu en Stresemann reyndist hins vegar hafa náð góðum árangri í skiptum við Vesturveldin. Því var valið í útgáfuna miklu meira af skjölum um þau en um skiptin við Sovétríkin. Eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi og þriggja binda verkið um Stresemann var bannað þar þýddu Bretar stytta gerð af því og slepptu auðvitað einkum því sem kom þeim og öðrum Vesturveldum minnst við. Ef sjálft skjalasafn Stresemanns og öll eintök af þýska útdrættinum hefðu glatast þá væri þessi enski útdráttur einn til vitnis um viðhorf Stresemanns. Og ekki var nóg með að þýsku og bresku fræðimennirnir hefðu valið úr skjölunum; strax í upphafi hafði Stresemann sjálfur valið til varðveislu það sem honum fannst að hefði gerst árangursríkast á fundum sínum með fulltrúum annarra ríkja.

Í öðrum kafla bókarinnar fjallar Carr um einstaklinginn og samfélagið og færir rök að því að það sé frumstætt einkenni í söguritun að einskorða sig við einstaklinga. Þegar samfélög þroskist taki söguritun þeirra líka út þroska og fari að skoða félagsleg öfl sem breyti samfélögum. Í þriðja kafla talar hann fyrir því að líta á sagnfræði sem vísindi (e. science) og talar í því samhengi gegn því að fella siðferðislega dóma í söguritum. Fjórði kafli fjallar um orsakarhugtakið og sýnir glöggt og skemmtilega hvernig sagnfræðingar hljóta að velja úr því sem þurfti að fara á undan atburði þegar þeir rekja orsakir hans. Í fimmta kafla er fjallað um framfarahugtakið. Þegar Carr hélt fyrirlestra sína var breska heimsveldið að leysast upp og sú tilfinning var almenn meðal Breta, segir hann, að menningu manna væri að hnigna. Carr gerir lítið úr því og staðhæfir að mannkynið sé á framfarabraut en framfarahugtakið sé bara óhlutstætt og fái ólíkt innihald á ólíkum tímum. Í síðasta kafla gerir hann tilraun til að rekja framfarasókn mannlegrar hugsunar síðustu aldirnar.

Texti What is History? er sérkennilega skemmtilegur, víða fyndinn og hlaðinn vel völdum tilvitnunum til hinna fjölbreytilegustu höfunda. Sagan af skjalasafni Stresemanns er aðeins rakin hér sem dæmi um aðferð höfundar. Frá fræðilegu sjónarmiði var Carr líka nýstárlegur og ögrandi á sinni tíð, einkum í Bretlandi þar sem ströng raunhyggja og staðreyndadýrkun ríkti í sagnfræði. Eins var á Íslandi á sjöunda áratug 20. aldar. Þegar litið er yfir æviverk Carrs nú er augljóst að talsverður hluti af bókinni er vörn fyrir afstöðu sem hann hafði tekið í sögu Sovétríkjanna og atlaga í erjum hans við samtímamenn sína. Engu að síður er bókin sígilt verk og umtalsverður áfangi á leið sögulegrar hugsunar út úr þeirri raunhyggju sem hún hafði lengi verið föst í.

Íslenskum lesanda sem lifði kaldastríðsárin hlýtur að koma á óvart hvað Carr leyfðist að koma víða fram með skoðanir sínar og á virðulegum vettvöngum. En þar hefur hann notið þess að vera hluti af sterkri bylgju róttækra sósíalista meðal breskra menntamanna. Þeir voru svo öflugir að ekki reyndist unnt að stöðva þá.

Myndir:

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.11.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61265.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2011, 21. nóvember). Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61265

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61265>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem Penguin gaf út.

Edward H. Carr (1892-1982).

Carr var fæddur árið 1892 og menntaðist í London og Cambridge, meðal annars í fornaldarfræðum sem þóttu góður undirbúningur undir utanríkisþjónustu. Þar hóf Carr störf árið 1916 og var þar í tvo áratugi, ýmist heima í Bretlandi eða sendiráðum erlendis. Árið 1936 varð hann prófessor í alþjóðastjórnmálum í Walesháskóla í Aberystwyth. Á árunum 1941-46 var hann aðstoðarritstjóri The Times, án þess að láta af starfinu í Aberystwyth, og skrifaði meðal annars mikið af leiðurum blaðsins. Árið 1953 gerðist hann háskólakennari í stjórnmálafræði í Oxford en flutti sig til Cambridge tveimur árum síðar og var þar til starfsloka. Hann andaðist árið 1982.

Á árunum milli heimsstyrjalda, meðan Carr var í utanríkisþjónustunni, skrifaði hann margt um alþjóðastjórnmál, og er þekktasta bók hans um þau efni The Twenty Years Crisis 1919–1939 (1939), um stjórnmál Evrópu á millistríðsárunum og aðdraganda þeirrar heimsstyrjaldar sem var að skella á þegar bókin kom út. Carr var meðal þeirra sem töldu að sigurvegarar fyrri heimsstyrjaldarinnar hefðu sett Þjóðverjum allt of þrönga kosti með friðarsamningunum eftir stríðið. Hann vildi að Þjóðverjum yrði gefið færi á að verða ríkjandi veldi í Austur-Evrópu, allt austur að Sovétríkjum og studdi viðleitni breskra íhaldsmanna til að halda friði við Hitler. Þó var Carr enginn sérstakur Þjóðverjavinur og því síður nasisti. Aftur á móti fékk hann smám saman mikið álit á Sovétríkjunum. Á árum síðari heimsstyrjaldar hélst honum uppi að tjá sig merkilega frjálst um það efni í leiðurum The Times, og stafaði það auðvitað að hluta til af því að þá voru Sovétmenn vopnabræður Breta.

Saga Sovétríkjanna 1917-1929 kom út í 14 bindum á árunum 1950-78.

Eftir stríðið sneri Carr sér af alvöru að því að rannsaka sögu Sovétríkjanna, og 14 binda verk hans um þau efni kom út á árunum 1950–78. Hann hafði áform um að skrifa sögu þeirra allt til loka síðari heimsstyrjaldarinnar 1945 en lést áður en hann komst hálfa leið þangað. Því hefur verið haldið fram, raunar ekki fyrr en eftir dauða Carrs, að hann hafi hlíft sér við að skrifa um harðstjórnartíma Stalíns og þess vegna ekki rakið söguna lengra en til 1929. Hvað sem um það kann að vera viðurkenndi Carr að Stalín hefði verið harðstjóri. En hann hélt því fram að aðstæðurnar í ríki hans hefðu þröngvað honum út á braut harðstjórnar; hver sem hefði verið við völd þar hefði farið svipaða leið. Carr var mikill félagshyggjumaður í söguskoðun sinni og gerði lítið úr framlagi einstaklinga til sögunnar. Að því er best er vitað hafði Carr til æviloka sterka trú á að framtíðin væri Sovétríkjanna og sósíalismans, og leið þeirra til sigurs væri framfarabraut.

What is History? snýst að verulegu leyti um að leggja fræðilegan grunn undir þessa trú á að mannkynið sé á framfaraleið og þeirri framfarasókn sé best lýst með sagnfræði sem fáist við samfélagsþróun fremur en verk einstakra gerenda sögunnar. Samkvæmt undirtitli er bókin fyrirlestraröð sem höfundur hélt í Cambridge árið 1961 og eru kenndir við breska sagnfræðinginn George Macaulay Trevelyan. En bókin skiptist í sex kafla, 22–31 blaðsíðna langa í Penguin-útgáfunni. Ef einn fyrirlestur hefur myndað einn kafla hefur höfundur aukið þá mikið áður en þeir voru prentaðir.

What is history, sem fyrst kom út árið 1961, fjallar um aðferðir og eðli sagnfræði.

Í fyrsta kafla andæfir höfundur á gríðarlega sannfærandi hátt ofurtrú sagnfræðinga á að sögulegur sannleiki búi í skjölum. Til að sýna dæmi þess rekur hann hvernig fræðimenn hafi afbakað stjórnmálaferil manns sem hét Gustav Stresemann og var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Þjóðverja í sex ár á milli fyrri heimsstyrjaldar og valdatíma nasista. Stresemann hafði í rauninni miklu meiri áhuga á samskiptum við Sovétríkin en Vesturveldin og lét eftir sig 300 kassa af skjölum sem báru glöggt vitni um það. Eftir að hann lét af völdum gaf ritari hans og vinur út úrval úr skjalasafninu í þremur 600 blaðsíðna bindum. Þá höfðu samskiptin við Sovétríkin ekki skilað Þjóðverjum neinu en Stresemann reyndist hins vegar hafa náð góðum árangri í skiptum við Vesturveldin. Því var valið í útgáfuna miklu meira af skjölum um þau en um skiptin við Sovétríkin. Eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi og þriggja binda verkið um Stresemann var bannað þar þýddu Bretar stytta gerð af því og slepptu auðvitað einkum því sem kom þeim og öðrum Vesturveldum minnst við. Ef sjálft skjalasafn Stresemanns og öll eintök af þýska útdrættinum hefðu glatast þá væri þessi enski útdráttur einn til vitnis um viðhorf Stresemanns. Og ekki var nóg með að þýsku og bresku fræðimennirnir hefðu valið úr skjölunum; strax í upphafi hafði Stresemann sjálfur valið til varðveislu það sem honum fannst að hefði gerst árangursríkast á fundum sínum með fulltrúum annarra ríkja.

Í öðrum kafla bókarinnar fjallar Carr um einstaklinginn og samfélagið og færir rök að því að það sé frumstætt einkenni í söguritun að einskorða sig við einstaklinga. Þegar samfélög þroskist taki söguritun þeirra líka út þroska og fari að skoða félagsleg öfl sem breyti samfélögum. Í þriðja kafla talar hann fyrir því að líta á sagnfræði sem vísindi (e. science) og talar í því samhengi gegn því að fella siðferðislega dóma í söguritum. Fjórði kafli fjallar um orsakarhugtakið og sýnir glöggt og skemmtilega hvernig sagnfræðingar hljóta að velja úr því sem þurfti að fara á undan atburði þegar þeir rekja orsakir hans. Í fimmta kafla er fjallað um framfarahugtakið. Þegar Carr hélt fyrirlestra sína var breska heimsveldið að leysast upp og sú tilfinning var almenn meðal Breta, segir hann, að menningu manna væri að hnigna. Carr gerir lítið úr því og staðhæfir að mannkynið sé á framfarabraut en framfarahugtakið sé bara óhlutstætt og fái ólíkt innihald á ólíkum tímum. Í síðasta kafla gerir hann tilraun til að rekja framfarasókn mannlegrar hugsunar síðustu aldirnar.

Texti What is History? er sérkennilega skemmtilegur, víða fyndinn og hlaðinn vel völdum tilvitnunum til hinna fjölbreytilegustu höfunda. Sagan af skjalasafni Stresemanns er aðeins rakin hér sem dæmi um aðferð höfundar. Frá fræðilegu sjónarmiði var Carr líka nýstárlegur og ögrandi á sinni tíð, einkum í Bretlandi þar sem ströng raunhyggja og staðreyndadýrkun ríkti í sagnfræði. Eins var á Íslandi á sjöunda áratug 20. aldar. Þegar litið er yfir æviverk Carrs nú er augljóst að talsverður hluti af bókinni er vörn fyrir afstöðu sem hann hafði tekið í sögu Sovétríkjanna og atlaga í erjum hans við samtímamenn sína. Engu að síður er bókin sígilt verk og umtalsverður áfangi á leið sögulegrar hugsunar út úr þeirri raunhyggju sem hún hafði lengi verið föst í.

Íslenskum lesanda sem lifði kaldastríðsárin hlýtur að koma á óvart hvað Carr leyfðist að koma víða fram með skoðanir sínar og á virðulegum vettvöngum. En þar hefur hann notið þess að vera hluti af sterkri bylgju róttækra sósíalista meðal breskra menntamanna. Þeir voru svo öflugir að ekki reyndist unnt að stöðva þá.

Myndir:

...