Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er að doka við?

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi bæði um nafnorðið dok ‛hik, töf’ og sögnina að doka ‛dunda, hinkra við; móka’ frá því rétt um aldamótin 1800.

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er nefnd sögnin dokra (við) og er hún vafalaust tengd fyrrnefndum orðum. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:118) er ættfærsla óviss. Hann tengir orðin þó dogre ‛vera sljór, móka’ í gamalli dönsku og jósku og nýnorska nafnorðinu dauke ‛rola, lítilsigld kona’.

Upphafleg merking orðstofnsins er talin vera 'mók eða drungi'. Á flugvelli þarf fólk oftar en ekki að doka við.

Ásgeir telur upphaflega merkingu orðstofnsins vera ‛mók eða drungi’ og vísar í nafnorðið dåka ‛gufa, móða’ og sögnina dåka ‛anga, þefja’ í sænskum mállýskum. Lengra nær ættfærslan ekki með vissu.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur orðið að doka í samhenginu að doka við?

Útgáfudagur

4.1.2012

Spyrjandi

Bjarki

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að doka við?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2012. Sótt 17. október 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=61276.

Guðrún Kvaran. (2012, 4. janúar). Hvað er að doka við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61276

Guðrún Kvaran. „Hvað er að doka við?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2012. Vefsíða. 17. okt. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61276>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Óladóttir

1968

Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku.