Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru María Magdalena og María mey sama konan?

Vigdís Hafliðadóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir

Nei þær voru ekki sama konan.

Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni Jóakim og Anna. Hún var jafnframt frændkona Elísabetar konu Sakaría, en þau voru foreldrar Jóhannesar skírara. Hún var einnig heitbundin trésmið að nafni Jósef. Það sem vitað er um Maríu kemur einkum fram í Markúsarguðspjalli og Lúkasarguðspjalli. Þar er sagt frá því að hún hafi orðið þunguð eftir að hafa fyllst heilögum anda. Hún á síðan að hafa alið sveinbarn í borginni Betlehem sem hún gaf nafnið Jesús.

Þrátt fyrir að lítið sé talað um Maríu í guðsspjöllunum hefur hún haft mikla þýðingu í kristinni trú í aldanna rás og þá sérstaklega í kaþólskum sið. Auðmýkt hennar og hlýðni við boðun guðs þótti til eftirbreytni og hefur hún því orðið tákn hreinleika og sakleysis. Það hefur því þótt ganga eftir sem María á að hafa sagt sjálf: „héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja” (Lúkasarguðspjall 1: 48).

María Magdalena eða María frá Magdölum var hins vegar ein af þeim konum sem fylgdu Jesú og lærisveinum hans. Samkvæmt guðspjöllunum var hún sú fyrsta sem sá Jesú upprisinn og sagði lærisveinunum frá því. Þar segir jafnframt að Jesú hafi hreinsað hana af illum öndum og að hún hafi verið ein þeirra sem krupu við krossinn þegar hann dó.

Miklar umræður og vangaveltur hafa verið um Maríu Magdalenu. Sumar trúardeildir kristninnar vilja meina að einnig sé átt við Maríu Magdalenu á fleiri stöðum þar sem talað er um Maríu í guðspjöllunum, svo sem að María systir Lazarusar, María frá Betaníu og María sem smurði höfuð Jesú með olíu (Lúkasarguðspjall 7: 37-48) séu í raun allar María Magdalena. Aðrir hafna þó þessum hugmyndum.

Margir hafa einnig viljað meina að María Magdalena hafi verið gleðikona áður en hún gekk til fylgis við Jesú, en það kemur þó hvergi fram í guðsspjöllunum. Miklar vangaveltur hafa einnig verið uppi um eðli sambands Jesú og Maríu Magdalenu. Á seinustu árum hafa hugmyndir um að þau hefðu í raun verið gift og átt barn saman orðið heimsþekktar með útkomu bókanna Holy blood, holy grail og DaVinci lyklinum.

Heimildir:

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

21.8.2006

Spyrjandi

Ásdís Sigrún

Tilvísun

Vigdís Hafliðadóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Voru María Magdalena og María mey sama konan?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2006, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6139.

Vigdís Hafliðadóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 21. ágúst). Voru María Magdalena og María mey sama konan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6139

Vigdís Hafliðadóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Voru María Magdalena og María mey sama konan?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2006. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru María Magdalena og María mey sama konan?
Nei þær voru ekki sama konan.

Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni Jóakim og Anna. Hún var jafnframt frændkona Elísabetar konu Sakaría, en þau voru foreldrar Jóhannesar skírara. Hún var einnig heitbundin trésmið að nafni Jósef. Það sem vitað er um Maríu kemur einkum fram í Markúsarguðspjalli og Lúkasarguðspjalli. Þar er sagt frá því að hún hafi orðið þunguð eftir að hafa fyllst heilögum anda. Hún á síðan að hafa alið sveinbarn í borginni Betlehem sem hún gaf nafnið Jesús.

Þrátt fyrir að lítið sé talað um Maríu í guðsspjöllunum hefur hún haft mikla þýðingu í kristinni trú í aldanna rás og þá sérstaklega í kaþólskum sið. Auðmýkt hennar og hlýðni við boðun guðs þótti til eftirbreytni og hefur hún því orðið tákn hreinleika og sakleysis. Það hefur því þótt ganga eftir sem María á að hafa sagt sjálf: „héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja” (Lúkasarguðspjall 1: 48).

María Magdalena eða María frá Magdölum var hins vegar ein af þeim konum sem fylgdu Jesú og lærisveinum hans. Samkvæmt guðspjöllunum var hún sú fyrsta sem sá Jesú upprisinn og sagði lærisveinunum frá því. Þar segir jafnframt að Jesú hafi hreinsað hana af illum öndum og að hún hafi verið ein þeirra sem krupu við krossinn þegar hann dó.

Miklar umræður og vangaveltur hafa verið um Maríu Magdalenu. Sumar trúardeildir kristninnar vilja meina að einnig sé átt við Maríu Magdalenu á fleiri stöðum þar sem talað er um Maríu í guðspjöllunum, svo sem að María systir Lazarusar, María frá Betaníu og María sem smurði höfuð Jesú með olíu (Lúkasarguðspjall 7: 37-48) séu í raun allar María Magdalena. Aðrir hafna þó þessum hugmyndum.

Margir hafa einnig viljað meina að María Magdalena hafi verið gleðikona áður en hún gekk til fylgis við Jesú, en það kemur þó hvergi fram í guðsspjöllunum. Miklar vangaveltur hafa einnig verið uppi um eðli sambands Jesú og Maríu Magdalenu. Á seinustu árum hafa hugmyndir um að þau hefðu í raun verið gift og átt barn saman orðið heimsþekktar með útkomu bókanna Holy blood, holy grail og DaVinci lyklinum.

Heimildir:

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....