Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er talað um að vera eldgamall?

Guðrún Kvaran

Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll.

Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum notaður sem eins konar samlíking við eldinn. Sá sem er eldfljótur er fljótur eins og eldurinn, sá sem er eldsnar er snar, snöggur eins og eldurinn. Á sama hátt er sá sem er eldgamall gamall eins og eldurinn og sá sem er eldforn er forn eins og eldurinn. Eldheitur er notað um ákafan mann og er honum þá líkt við eldinn, hann er heitur eins og eldurinn.Sá sem er eldgamall er gamall eins og eldurinn.

Forliðurinn er notaður framan við önnur lýsingarorð án þess að beinlínis sé hægt að tengja merkinguna eldinum. Þar hefur forliðurinn tapað upphaflegri tengingu sinni en notkun hans er áfram herðandi. Sem dæmi mætti taka eldskarpur ‘mjög röskur, fluggreindur’, eldsnemma ‘mjög snemma’ og eldsúr ‘mjög súr’.

Mynd: Thomas Váczy Hightower

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.8.2006

Spyrjandi

Kristján Lundberg

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um að vera eldgamall?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2006. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6143.

Guðrún Kvaran. (2006, 23. ágúst). Af hverju er talað um að vera eldgamall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6143

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um að vera eldgamall?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2006. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6143>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um að vera eldgamall?
Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll.

Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum notaður sem eins konar samlíking við eldinn. Sá sem er eldfljótur er fljótur eins og eldurinn, sá sem er eldsnar er snar, snöggur eins og eldurinn. Á sama hátt er sá sem er eldgamall gamall eins og eldurinn og sá sem er eldforn er forn eins og eldurinn. Eldheitur er notað um ákafan mann og er honum þá líkt við eldinn, hann er heitur eins og eldurinn.Sá sem er eldgamall er gamall eins og eldurinn.

Forliðurinn er notaður framan við önnur lýsingarorð án þess að beinlínis sé hægt að tengja merkinguna eldinum. Þar hefur forliðurinn tapað upphaflegri tengingu sinni en notkun hans er áfram herðandi. Sem dæmi mætti taka eldskarpur ‘mjög röskur, fluggreindur’, eldsnemma ‘mjög snemma’ og eldsúr ‘mjög súr’.

Mynd: Thomas Váczy Hightower...