Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’.Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa.

Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjöldi breskra og bandarískra hermanna dvaldist í landinu. Ýmsir þeirra reyndu að ná sambandi við íslenskar stelpur sem litla ensku kunnu. Orðið skvísa er ummyndun úr ensku orðunum, faðmlagið flyst yfir á þann sem faðma á. Skvísa er eiginlega ‘sú sem áhugi er á að kreista eða faðma’.


Athugasemd ritstjórnar: Að gamni má geta þess að lesandi benti okkur á að til skamms tíma hafi orðið 'kreistikroppur' verið notað í sömu merkingu og 'skvísa'. Ekki virðist þó þetta orð mikið notað nú til dags.


Mynd: Keira Knightley Palace

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.8.2006

Spyrjandi

Baldur Malmberg

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2006, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6146.

Guðrún Kvaran. (2006, 24. ágúst). Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6146

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2006. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6146>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?
Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’.Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa.

Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjöldi breskra og bandarískra hermanna dvaldist í landinu. Ýmsir þeirra reyndu að ná sambandi við íslenskar stelpur sem litla ensku kunnu. Orðið skvísa er ummyndun úr ensku orðunum, faðmlagið flyst yfir á þann sem faðma á. Skvísa er eiginlega ‘sú sem áhugi er á að kreista eða faðma’.


Athugasemd ritstjórnar: Að gamni má geta þess að lesandi benti okkur á að til skamms tíma hafi orðið 'kreistikroppur' verið notað í sömu merkingu og 'skvísa'. Ekki virðist þó þetta orð mikið notað nú til dags.


Mynd: Keira Knightley Palace

...