Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?

Ritstjórn Vísindavefsins

Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum.

Dag einn lentu vísindamennirnir í miklum byl langt úr alfaraleið. Þeir leituðu skjóls í helli einum og höfðust þar við um nóttina. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir sáu þeir að fennt hafði fyrir hellismunnann að fullu og því væri borin von að þeir kæmust út þá leiðina. Eins og gefur að skilja greip um sig mikill ótti og töldu mennirnir víst að dagar sínir væru taldir. Þeir ákváðu þó að rannsaka hellinn betur og athuga hvort þeir fyndu aðra undankomuleið.

Við nánari athugun kom í ljós að hellirinn lá djúpt inn í fjallið. Náttúrufræðingarnir ákváðu því að halda innar og freista þess að finna annað útgönguop. Eftir að þeir höfðu gengið lengi sáu þeir skyndilega bjarma í fjarska. Vísindamennirnir fögnuðu ákaft enda sannfærðir um að nú væri þeim borgið. Þegar nær dró varð þeim hins vegar ljóst að þetta var ekki sólarljós heldur ljós frá hundruðum kyndla. Mennirnir komu loks inn í gríðarstóra hvelfingu og í henni miðri var risastórt musteri höggvið úr steini. Á fremri hlið musterisins voru steintröppur sem lágu upp eftir því öllu. Engin útgönguleið var í augsýn og töldu því vísindamennirnir að best væri að leita sér hjálpar í musterinu. Þeir hófu því að klífa steintröppurnar.Eftir erfiða göngu náðu vísindamennirnir loks alla leið á toppinn. Þar komu þeir inn í lítið en vel upplýst herbergi. Herbergið var tómt fyrir utan bambusmottu á gólfinu og stórt líkneski. Á mottunni sat hins vegar lítill drengur sem virtist þungt hugsi og varð þeirra ekki var. Eftir drjúga stund opnaði drengurinn augun og bauð mennina velkomna í musteri viskunnar. Hann sagðist vera æðstiprestur musterisins og spurði þá um erindi þeirra.

Vísindamennirnir sögðu farir sínar ekki sléttar og báðu drenginn um að hjálpa sér að komast út úr fjallinu svo þeir gætu haldið áfram ferðalagi sínu og rannsóknum. Drengurinn horfði á þá hugsi góða stund en sagði svo að musteri viskunnar stæði í fjalli þekkingarinnar og þaðan kæmist enginn út nema þeir gætu sýnt fram á að þeir byggju yfir bæði þekkingu og skilningi. Hann sagði að til þess að komast út yrðu þeir að sýna fram á kunnáttu sína með því að leysa þrjár þrautir. Fyrsta þrautin skyldi reyna á þekkingu þeirra í talnafræði. Hún hljóðaði svo:

Í poka er blanda af rauðum, bláum og grænum glerkúlum, og eru kúlurnar alls 60 talsins. Það eru fjórum sinnum fleiri rauðar glerkúlur í pokanum en grænar. Það eru 6 fleiri bláar kúlur en grænar kúlur. Hversu margar glerkúlur eru í pokanum af hverjum lit?

Nú reyndi svo sannarlega á stærðfræðikunnáttu vísindamannanna. Vísindavefurinn vill leita til lesenda sinna um að hjálpa mönnunum að leysa fyrstu þrautina og komast þannig skrefi nær frelsinu. Ef þú veist svarið, sendu okkur þá endilega tölvupóst með úrlausnum þínum. Rétt svar verður svo birt innan tíðar.

Rétt svar hefur nú verið birt hér.

Útgáfudagur

26.8.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6151.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 26. ágúst). Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6151

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6151>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?
Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum.

Dag einn lentu vísindamennirnir í miklum byl langt úr alfaraleið. Þeir leituðu skjóls í helli einum og höfðust þar við um nóttina. Þegar þeir vöknuðu morguninn eftir sáu þeir að fennt hafði fyrir hellismunnann að fullu og því væri borin von að þeir kæmust út þá leiðina. Eins og gefur að skilja greip um sig mikill ótti og töldu mennirnir víst að dagar sínir væru taldir. Þeir ákváðu þó að rannsaka hellinn betur og athuga hvort þeir fyndu aðra undankomuleið.

Við nánari athugun kom í ljós að hellirinn lá djúpt inn í fjallið. Náttúrufræðingarnir ákváðu því að halda innar og freista þess að finna annað útgönguop. Eftir að þeir höfðu gengið lengi sáu þeir skyndilega bjarma í fjarska. Vísindamennirnir fögnuðu ákaft enda sannfærðir um að nú væri þeim borgið. Þegar nær dró varð þeim hins vegar ljóst að þetta var ekki sólarljós heldur ljós frá hundruðum kyndla. Mennirnir komu loks inn í gríðarstóra hvelfingu og í henni miðri var risastórt musteri höggvið úr steini. Á fremri hlið musterisins voru steintröppur sem lágu upp eftir því öllu. Engin útgönguleið var í augsýn og töldu því vísindamennirnir að best væri að leita sér hjálpar í musterinu. Þeir hófu því að klífa steintröppurnar.Eftir erfiða göngu náðu vísindamennirnir loks alla leið á toppinn. Þar komu þeir inn í lítið en vel upplýst herbergi. Herbergið var tómt fyrir utan bambusmottu á gólfinu og stórt líkneski. Á mottunni sat hins vegar lítill drengur sem virtist þungt hugsi og varð þeirra ekki var. Eftir drjúga stund opnaði drengurinn augun og bauð mennina velkomna í musteri viskunnar. Hann sagðist vera æðstiprestur musterisins og spurði þá um erindi þeirra.

Vísindamennirnir sögðu farir sínar ekki sléttar og báðu drenginn um að hjálpa sér að komast út úr fjallinu svo þeir gætu haldið áfram ferðalagi sínu og rannsóknum. Drengurinn horfði á þá hugsi góða stund en sagði svo að musteri viskunnar stæði í fjalli þekkingarinnar og þaðan kæmist enginn út nema þeir gætu sýnt fram á að þeir byggju yfir bæði þekkingu og skilningi. Hann sagði að til þess að komast út yrðu þeir að sýna fram á kunnáttu sína með því að leysa þrjár þrautir. Fyrsta þrautin skyldi reyna á þekkingu þeirra í talnafræði. Hún hljóðaði svo:

Í poka er blanda af rauðum, bláum og grænum glerkúlum, og eru kúlurnar alls 60 talsins. Það eru fjórum sinnum fleiri rauðar glerkúlur í pokanum en grænar. Það eru 6 fleiri bláar kúlur en grænar kúlur. Hversu margar glerkúlur eru í pokanum af hverjum lit?

Nú reyndi svo sannarlega á stærðfræðikunnáttu vísindamannanna. Vísindavefurinn vill leita til lesenda sinna um að hjálpa mönnunum að leysa fyrstu þrautina og komast þannig skrefi nær frelsinu. Ef þú veist svarið, sendu okkur þá endilega tölvupóst með úrlausnum þínum. Rétt svar verður svo birt innan tíðar.

Rétt svar hefur nú verið birt hér....