Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni" komið? Hvaða hundrað er eiginlega verið að tala um?

Orðið hundrað er í nútímamáli notað yfir tíu tugi. Orðatiltækið ekki er hundrað í hættunni er gamalt í málinu og þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 17. aldar.

Sögulega er hundrað verðeining í svokölluðum landaurareikningi en með landaurum var átt við gjaldgengar vörur á föstu verði sem yfirvöld ákváðu. Talað var um hundrað í jörð, hundrað á landsvísu, jarðarhundrað. Með hundraði í landaurareikningi var átt við jörð sem jafngilti hundrað og tuttugu aurum silfurs (stóru hundraði). Síðar var farið að reikna í vaðmáli, jörðin jafngilti þá hundrað og tuttugu álnum vaðmáls. Til frekari fróðleiks má benda á svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Með orðatiltækinu það er ekki hundrað í hættu er átt við að áhættan sé lítil, ekki munar um eitt hundrað og vísar upphaflega til viðskipta. Önnur afbrigði eru til eins og ekki er hundraðið í hættu og ekki er hundrað í hættunni.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.8.2006

Spyrjandi

Snæbjörn Sigurðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6158.

Guðrún Kvaran. (2006, 30. ágúst). Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6158

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6158>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan er orðatiltækið "Það er ekki hundrað í hættunni" komið? Hvaða hundrað er eiginlega verið að tala um?

Orðið hundrað er í nútímamáli notað yfir tíu tugi. Orðatiltækið ekki er hundrað í hættunni er gamalt í málinu og þekkist að minnsta kosti frá síðari hluta 17. aldar.

Sögulega er hundrað verðeining í svokölluðum landaurareikningi en með landaurum var átt við gjaldgengar vörur á föstu verði sem yfirvöld ákváðu. Talað var um hundrað í jörð, hundrað á landsvísu, jarðarhundrað. Með hundraði í landaurareikningi var átt við jörð sem jafngilti hundrað og tuttugu aurum silfurs (stóru hundraði). Síðar var farið að reikna í vaðmáli, jörðin jafngilti þá hundrað og tuttugu álnum vaðmáls. Til frekari fróðleiks má benda á svar Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Með orðatiltækinu það er ekki hundrað í hættu er átt við að áhættan sé lítil, ekki munar um eitt hundrað og vísar upphaflega til viðskipta. Önnur afbrigði eru til eins og ekki er hundraðið í hættu og ekki er hundrað í hættunni.

...