Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?

Sævar Helgi Bragason

Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okkar!) og á braut sem er mun sporöskjulagaðri en annarra, það er að segja að brautin hefur meiri miðskekkju (e. eccentricity) eins og það heitir á máli stærðfræðinnar. Reyndar var Plútó lengi talinn stærri en hann er í raun og veru, eða þar til Karon, fylgihnöttur hans, fannst árið 1978.

Vert er að hafa í huga að alþjóðaorðið „planet“, sem var þýtt á 19. öld með nýyrðinu „reikistjarna“, hefur áður breytt verulega um merkingu í tímans rás. Það var upphaflega notað til að lýsa þeim fyrirbærum á himninum sem sjást með berum augum og virðast reika meðal fastastjarnanna. „Pláneturnar“ voru þá sjö talsins: tunglið, Merkúríus, Venus, sólin, Mars, Júpíter og Satúrnus og hafa þessir hnettir stundum verið kallaðir föruhnettir á íslensku. Í sólmiðjuheimsmynd Kópernikusar voru pláneturnar hins vegar fyrst í stað sex: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus en Úranus, Neptúnus og Plútó bættust við þegar stjörnukíkirinn kom til sögu og nákvæmni í athugunum fór vaxandi.

Vegna þess að Plútó er svo ólíkur fyrri reikistjörnum sólkerfisins töldu margir stjörnufræðingar að ekki ætti að telja hann til þeirra. Ekki var þó til nein sérstök vísindaleg skilgreining á „reikistjörnu“ svo að erfitt var að meta eða rökræða hvort Plútó ætti heima í hópi þeirra.

Á síðustu árum hafa fundist handan Neptúnusar fjölmargir hnettir sem eru bæði á svipaðri braut og Plútó og álíka stórir. Frægastur er líklega hnötturinn 2003 UB313 sem er stundum kallaður Xena, en uppgötvun hans var gerð opinber árið 2005. Meðal stjörnufræðinga voru skiptar skoðanir á því hvernig flokka ætti þennan nýfundna hnött, og skiptust menn í tvo hópa. Sumir vildu kalla 2003 UB313 tíundu reikistjörnu sólkerfisins af þeirri einföldu ástæðu að hann er stærri en Plútó, en aðrir vildu svipta Plútó reikistjörnutitlinum og fækka þeim niður í átta. Þessar deilur voru illleysanlegar þar sem engin skilgreining á reikistjörnu lá fyrir.


Stærð Plútós í samanburði við nokkra aðra himinhnetti í svokölluðu Kuiper-belti. Sumir þeirra hafa þegar verið flokkaðir sem dvergreikistjörnur en aðrir verða það ef til vill síðar. Hnötturinn sem hér er kallaður Kvavar nefnist Quaoar á ensku. Á myndinni kemur glöggt fram að Plútó er ekki stærstur af þessum hnöttum.

Til tíðinda dró á 26. þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga sem haldið var í Prag í Tékklandi í ágúst 2006. Til undirbúnings hafði verið skipuð sérstök nefnd um málið á vegum sambandsins og lagði hún fram tillögu um skilgreiningu á reikistjörnum. Samkvæmt henni hefðu þrír hnettir bæst strax í hóp þeirra níu reikistjarna sem þegar voru þekktar. Þetta voru Seres, sem hingað til hefur verið talinn til smástirna (e. asteroids), Karon sem er í grennd við Plútó og útstirnið 2003 UB313. Hefði sú tillaga hlotið náð fyrir augum stjörnufræðinga hefði reikistjörnum sólkerfisins fjölgað úr níu í tólf og fjöldinn ef til vill náð hundraði ef ekki þúsundum innan nokkurra ára.

Tillagan var felld og ný skilgreining samin í staðinn. Sú skilgreining batt enda á 76 ára vist Plútós í þeim hópi sem menn kalla reikistjörnur. Samkvæmt henni verður himinhnöttur að uppfylla þrjú skilyrði til að geta talist reikistjarna: Hann verður að vera á braut um sólina, hafa nægilegan þyngdarkraft til að vera því sem næst hnattlaga og hafa fjarlægt allt efni í næsta nágrenni við braut sína.

Plútó er ekki ráðandi fyrirbæri á braut sinni um sólina og deilir henni með öðrum fyrirbærum, til dæmis Karon og Neptúnusi. Plútó uppfyllir því ekki þriðja skilyrðið og telst ekki lengur reikistjarna. Þar af leiðandi eru nú taldar átta reikistjörnur í sólkerfi okkar: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Skilgreiningin er þannig úr garði gerð að ólíklegt er að reikistjörnurnar verði nokkurn tímann fleiri en átta.

Á þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga var einnig samþykkt að skilgreina nýjan flokk svokallaðra dvergreikistjarna (e. dwarf planets). Til þess að teljast dvergreikistjarna þarf fyrirbæri aðeins að uppfylla tvö af þessum þremur skilyrðum: Það verður að vera á braut um sólina og því sem næst hnöttótt. Auk þess má dvergreikistjarna hvorki vera reikistjarna né tungl.

Plútó uppfyllir þessi skilyrði og er því dvergreikistjarna. Þessum hópi tilheyra líka tveir aðrir hnettir, 2003 UB313 og Seres. Nú þegar eru þekktir tugir hnatta sem gætu talist dvergreikistjörnur og því má búast við að sá hópur stækki mjög hratt á næstu árum.

Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó litlu máli hvernig fólk skilgreinir hina og þessa hnetti í sólkerfinu. Það er einstaklega heillandi og spennandi staður hvort sem reikistjörnurnar eru átta, níu eða tólf talsins. Það sem öllu máli skiptir er að læra um hnettina sjálfa, hvort sem þeir kallast tungl, reikistjörnur eða eitthvað annað, því nóg er af töfrandi stöðum í sólkerfinu. Plútó sjálfur hefur til dæmis ekkert breyst við það að íbúar jarðarinnar velti því fyrir sér hvernig þeir vilji flokka hann sér til hægðarauka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

4.9.2006

Spyrjandi

Eydís Sylvía Einarsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?“ Vísindavefurinn, 4. september 2006. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6167.

Sævar Helgi Bragason. (2006, 4. september). Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6167

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2006. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6167>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna?
Þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh uppgötvaði Plútó árið 1930 töldu flestir að þar hefði fundist níunda reikistjarna sólkerfisins. Stjörnufræðingar komust þó fljótt að því að Plútó er talsvert frábrugðinn hinum átta. Hann er til dæmis miklu minni en nokkur önnur reikistjarna (minni en tunglið okkar!) og á braut sem er mun sporöskjulagaðri en annarra, það er að segja að brautin hefur meiri miðskekkju (e. eccentricity) eins og það heitir á máli stærðfræðinnar. Reyndar var Plútó lengi talinn stærri en hann er í raun og veru, eða þar til Karon, fylgihnöttur hans, fannst árið 1978.

Vert er að hafa í huga að alþjóðaorðið „planet“, sem var þýtt á 19. öld með nýyrðinu „reikistjarna“, hefur áður breytt verulega um merkingu í tímans rás. Það var upphaflega notað til að lýsa þeim fyrirbærum á himninum sem sjást með berum augum og virðast reika meðal fastastjarnanna. „Pláneturnar“ voru þá sjö talsins: tunglið, Merkúríus, Venus, sólin, Mars, Júpíter og Satúrnus og hafa þessir hnettir stundum verið kallaðir föruhnettir á íslensku. Í sólmiðjuheimsmynd Kópernikusar voru pláneturnar hins vegar fyrst í stað sex: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus en Úranus, Neptúnus og Plútó bættust við þegar stjörnukíkirinn kom til sögu og nákvæmni í athugunum fór vaxandi.

Vegna þess að Plútó er svo ólíkur fyrri reikistjörnum sólkerfisins töldu margir stjörnufræðingar að ekki ætti að telja hann til þeirra. Ekki var þó til nein sérstök vísindaleg skilgreining á „reikistjörnu“ svo að erfitt var að meta eða rökræða hvort Plútó ætti heima í hópi þeirra.

Á síðustu árum hafa fundist handan Neptúnusar fjölmargir hnettir sem eru bæði á svipaðri braut og Plútó og álíka stórir. Frægastur er líklega hnötturinn 2003 UB313 sem er stundum kallaður Xena, en uppgötvun hans var gerð opinber árið 2005. Meðal stjörnufræðinga voru skiptar skoðanir á því hvernig flokka ætti þennan nýfundna hnött, og skiptust menn í tvo hópa. Sumir vildu kalla 2003 UB313 tíundu reikistjörnu sólkerfisins af þeirri einföldu ástæðu að hann er stærri en Plútó, en aðrir vildu svipta Plútó reikistjörnutitlinum og fækka þeim niður í átta. Þessar deilur voru illleysanlegar þar sem engin skilgreining á reikistjörnu lá fyrir.


Stærð Plútós í samanburði við nokkra aðra himinhnetti í svokölluðu Kuiper-belti. Sumir þeirra hafa þegar verið flokkaðir sem dvergreikistjörnur en aðrir verða það ef til vill síðar. Hnötturinn sem hér er kallaður Kvavar nefnist Quaoar á ensku. Á myndinni kemur glöggt fram að Plútó er ekki stærstur af þessum hnöttum.

Til tíðinda dró á 26. þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga sem haldið var í Prag í Tékklandi í ágúst 2006. Til undirbúnings hafði verið skipuð sérstök nefnd um málið á vegum sambandsins og lagði hún fram tillögu um skilgreiningu á reikistjörnum. Samkvæmt henni hefðu þrír hnettir bæst strax í hóp þeirra níu reikistjarna sem þegar voru þekktar. Þetta voru Seres, sem hingað til hefur verið talinn til smástirna (e. asteroids), Karon sem er í grennd við Plútó og útstirnið 2003 UB313. Hefði sú tillaga hlotið náð fyrir augum stjörnufræðinga hefði reikistjörnum sólkerfisins fjölgað úr níu í tólf og fjöldinn ef til vill náð hundraði ef ekki þúsundum innan nokkurra ára.

Tillagan var felld og ný skilgreining samin í staðinn. Sú skilgreining batt enda á 76 ára vist Plútós í þeim hópi sem menn kalla reikistjörnur. Samkvæmt henni verður himinhnöttur að uppfylla þrjú skilyrði til að geta talist reikistjarna: Hann verður að vera á braut um sólina, hafa nægilegan þyngdarkraft til að vera því sem næst hnattlaga og hafa fjarlægt allt efni í næsta nágrenni við braut sína.

Plútó er ekki ráðandi fyrirbæri á braut sinni um sólina og deilir henni með öðrum fyrirbærum, til dæmis Karon og Neptúnusi. Plútó uppfyllir því ekki þriðja skilyrðið og telst ekki lengur reikistjarna. Þar af leiðandi eru nú taldar átta reikistjörnur í sólkerfi okkar: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Skilgreiningin er þannig úr garði gerð að ólíklegt er að reikistjörnurnar verði nokkurn tímann fleiri en átta.

Á þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga var einnig samþykkt að skilgreina nýjan flokk svokallaðra dvergreikistjarna (e. dwarf planets). Til þess að teljast dvergreikistjarna þarf fyrirbæri aðeins að uppfylla tvö af þessum þremur skilyrðum: Það verður að vera á braut um sólina og því sem næst hnöttótt. Auk þess má dvergreikistjarna hvorki vera reikistjarna né tungl.

Plútó uppfyllir þessi skilyrði og er því dvergreikistjarna. Þessum hópi tilheyra líka tveir aðrir hnettir, 2003 UB313 og Seres. Nú þegar eru þekktir tugir hnatta sem gætu talist dvergreikistjörnur og því má búast við að sá hópur stækki mjög hratt á næstu árum.

Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó litlu máli hvernig fólk skilgreinir hina og þessa hnetti í sólkerfinu. Það er einstaklega heillandi og spennandi staður hvort sem reikistjörnurnar eru átta, níu eða tólf talsins. Það sem öllu máli skiptir er að læra um hnettina sjálfa, hvort sem þeir kallast tungl, reikistjörnur eða eitthvað annað, því nóg er af töfrandi stöðum í sólkerfinu. Plútó sjálfur hefur til dæmis ekkert breyst við það að íbúar jarðarinnar velti því fyrir sér hvernig þeir vilji flokka hann sér til hægðarauka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...