Sólin Sólin Rís 07:09 • sest 19:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:39 • Síðdegis: 23:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 17:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræða, það er auð og gull. Tvö yngri dæmi eru síðan í verkum Halldórs Laxness. Í Sjálfstæðu fólki stendur:
Annars leit fjallkóngurinn svo á að því færi fjarri að alt væri komið undir peníngum. Margir ágætismenn hafa komist til mannvirðínga án þess að hafa nokkurn tíma hnoðað hinn þétta leir. (1952:63)

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt, það er notað um auð og gull.

Hér er merkingin ‛verða efnaður’. Hitt dæmið er úr Brekkukotsannál:
veitti með bréfi þessu afkall til fjár er honum hafði verið ánafnað úr landsjóði; væri tími til kominn, sagði í bréfinu, að hér yrði skift um hlutverk; lægi nær að hann hnoðaði bændum og fiskimönnum þessa hjara þéttan leir uppfrá þeim degi. (1957:111)
Hér er hugsunin að rétt væri að láta bændur og fiskimenn njóta góðs af fénu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.4.2012

Spyrjandi

Ásta Kristensa Steinsen, f. 1994

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2012. Sótt 22. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=61676.

Guðrún Kvaran. (2012, 12. apríl). Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61676

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2012. Vefsíða. 22. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61676>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?
Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræða, það er auð og gull. Tvö yngri dæmi eru síðan í verkum Halldórs Laxness. Í Sjálfstæðu fólki stendur:

Annars leit fjallkóngurinn svo á að því færi fjarri að alt væri komið undir peníngum. Margir ágætismenn hafa komist til mannvirðínga án þess að hafa nokkurn tíma hnoðað hinn þétta leir. (1952:63)

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt, það er notað um auð og gull.

Hér er merkingin ‛verða efnaður’. Hitt dæmið er úr Brekkukotsannál:
veitti með bréfi þessu afkall til fjár er honum hafði verið ánafnað úr landsjóði; væri tími til kominn, sagði í bréfinu, að hér yrði skift um hlutverk; lægi nær að hann hnoðaði bændum og fiskimönnum þessa hjara þéttan leir uppfrá þeim degi. (1957:111)
Hér er hugsunin að rétt væri að láta bændur og fiskimenn njóta góðs af fénu.

Mynd:...