Þjóðleikhúsið frumsýndi á 50 ára afmælisdegi sínum, þann 20. apríl 2000, Draum á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare undir leikstjórn Baltasars Kormáks. Sem svar við þeirri spurningu hvert sé aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt bendir Þjóðleikhúsið á grein um verkið eftir undirritaða sem birtist í leikskrá sýningarinnar, og eftirfarandi skýringu. Í greininni kemur meðal annars fram að bygging leikritsins er nokkuð óvenjuleg, efniviðurinn er ekki ein meginsaga heldur vindur fram fjórum laustengdum sögum. Þegar söguþræðir í verki eru fleiri en einn, er algengt að það fyrirfinnist einn meginþráður og hinir þræðirnir eigi sér upphaf og endi í honum. Svo er ekki um Draum á Jónsmessunótt, því að allar fjórar sögurnar eru mikilvægar, sjálfstæðar og raktar samhliða. Aðalpersónurnar eru margar og tilheyra hver sínum söguþræði: 1) Þeseifur og Hippólíta; 2) Óberon, Títanía og Bokki; 3) handverksmennirnir, og þá einkum Spóli; 4) Lísander, Demetríus, Hermía og Helena. Segja má að það sé í hendi leikstjóra hverrar sýningar á verkinu að ákveða hvort reyna eigi að gera öllum sögunum, og öllum aðalpersónunum, jafngóð skil, eða hvort leggja eigi áherslu á eina söguna umfram aðra. Það sem heillar marga fyrst og fremst við þetta verk er hinn ævintýralegi Álfaheimur sem þar er lýst, og vilja sumir líta á Óberon, Títaníu og Bokka sem aðalpersónur verksins. Aðrir líta svo á að verkið hverfist um ævintýri elskendanna ungu í skóginum, og að aðalpersónur þess séu þau Lísander, Demetríus, Hermía og Helena. Enn eru þeir sem mest hafa gaman af handverksmönnunum, og hefur þeirra þáttur jafnvel oft verið leikinn einn og sér. Spóli er atkvæðamestur handverksmannanna og hlýtur að teljast aðalpersóna í verkinu. Loks má benda á það að Þeseifur og Hippólíta eru afar mikilvægar persónur í upphafi og undir lok verksins, og hægt er að túlka það á þann veg að þau séu aðalpersónur þess. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um sýninguna eða kynna sér annað efni leikskrárinnar er bent á vefsetur Þjóðleikhússins. Mynd fengin af vefsetrinu: The Complete Works of William Shakespeare þar sem finna má öll rit Shakespeare á ensku. Hér má finna umrætt verk, A Midsummer Night's Dream.
Hvert er aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare?
Þjóðleikhúsið frumsýndi á 50 ára afmælisdegi sínum, þann 20. apríl 2000, Draum á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare undir leikstjórn Baltasars Kormáks. Sem svar við þeirri spurningu hvert sé aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt bendir Þjóðleikhúsið á grein um verkið eftir undirritaða sem birtist í leikskrá sýningarinnar, og eftirfarandi skýringu. Í greininni kemur meðal annars fram að bygging leikritsins er nokkuð óvenjuleg, efniviðurinn er ekki ein meginsaga heldur vindur fram fjórum laustengdum sögum. Þegar söguþræðir í verki eru fleiri en einn, er algengt að það fyrirfinnist einn meginþráður og hinir þræðirnir eigi sér upphaf og endi í honum. Svo er ekki um Draum á Jónsmessunótt, því að allar fjórar sögurnar eru mikilvægar, sjálfstæðar og raktar samhliða. Aðalpersónurnar eru margar og tilheyra hver sínum söguþræði: 1) Þeseifur og Hippólíta; 2) Óberon, Títanía og Bokki; 3) handverksmennirnir, og þá einkum Spóli; 4) Lísander, Demetríus, Hermía og Helena. Segja má að það sé í hendi leikstjóra hverrar sýningar á verkinu að ákveða hvort reyna eigi að gera öllum sögunum, og öllum aðalpersónunum, jafngóð skil, eða hvort leggja eigi áherslu á eina söguna umfram aðra. Það sem heillar marga fyrst og fremst við þetta verk er hinn ævintýralegi Álfaheimur sem þar er lýst, og vilja sumir líta á Óberon, Títaníu og Bokka sem aðalpersónur verksins. Aðrir líta svo á að verkið hverfist um ævintýri elskendanna ungu í skóginum, og að aðalpersónur þess séu þau Lísander, Demetríus, Hermía og Helena. Enn eru þeir sem mest hafa gaman af handverksmönnunum, og hefur þeirra þáttur jafnvel oft verið leikinn einn og sér. Spóli er atkvæðamestur handverksmannanna og hlýtur að teljast aðalpersóna í verkinu. Loks má benda á það að Þeseifur og Hippólíta eru afar mikilvægar persónur í upphafi og undir lok verksins, og hægt er að túlka það á þann veg að þau séu aðalpersónur þess. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um sýninguna eða kynna sér annað efni leikskrárinnar er bent á vefsetur Þjóðleikhússins. Mynd fengin af vefsetrinu: The Complete Works of William Shakespeare þar sem finna má öll rit Shakespeare á ensku. Hér má finna umrætt verk, A Midsummer Night's Dream.
Útgáfudagur
5.7.2000
Spyrjandi
Sigríður Gísladóttir
Tilvísun
Melkorka Tekla Ólafsdóttir. „Hvert er aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2000, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=617.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir. (2000, 5. júlí). Hvert er aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=617
Melkorka Tekla Ólafsdóttir. „Hvert er aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2000. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=617>.