Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er bretónska og hvað er gelíska?


Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. Henni er oftast skipt í þrjá málaflokka: gelísk mál, brýþonsk mál og gallísku.
  • Til gelískra mála teljast: írska, manx og skosk-gelíska.
  • Til brýþonskra mála teljast: péttneska (piktneska), velska, korníska og bretónska.
  • Gallíska var mál Galla en þeir voru keltneskir þjóðflokkar sem byggðu landsvæðið Gallíu á dögum Rómverja.

Af gelískum málum er manx, málið sem talað var á eynni Mön, nær útdautt sem lifandi mál. Skosk-gelíska er töluð í norðanverðu Skotlandi en írskan er útbreiddasta gelíska málið.

Um péttnesku (piktnesku) er nær ekkert vitað, korníska var töluð í Cornwall en dó út á 8. öld, bretónska er enn töluð á Bretagneskaga í Norðvestur-Frakklandi af um hálfri milljón manna og um hálf milljón talar velsku í Wales.Ástríkur og félaga eru Gallar og tungumál þeirra því keltneskt.

Til evrópskra mála sem ekki eru af indóevrópsku málaættinni en eru af finnó-úgrísku ættinni eru til dæmis finnska, sem er ríkismál í Finnlandi, eistneska í Eistlandi og ungverska í Ungverjalandi.

Baskneska, mál Baska á Spáni, er ekki heldur indóevrópskt. Ekki hefur tekist að tengja það öðrum málum eða málaættum og virðist það því stakmál.

Tyrkneska er af altajísku málaættinni og töluð í Tyrklandi og nokkuð í Búlgaríu en búlgarska telst til slavneskra mála sem eru af indóevrópsku málaættinni.

Mynd: Asterix NZ

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.9.2006

Spyrjandi

Hjörleifur Skorri Þormóðsson
Axel Sigurðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?“ Vísindavefurinn, 6. september 2006. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6173.

Guðrún Kvaran. (2006, 6. september). Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6173

Guðrún Kvaran. „Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2006. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6173>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er gelíska og önnur keltnesk mál af indóevrópskum málastofni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er gelíska og önnur keltnesk mál af indó-evrópskum málastofni? Eru einhver tungumál í Evrópu sem ekki falla í þennan flokk?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er bretónska og hvað er gelíska?


Keltneska telst til indóevrópsku málaættarinnar ásamt tíu öðrum tungumálaættum. Henni er oftast skipt í þrjá málaflokka: gelísk mál, brýþonsk mál og gallísku.
  • Til gelískra mála teljast: írska, manx og skosk-gelíska.
  • Til brýþonskra mála teljast: péttneska (piktneska), velska, korníska og bretónska.
  • Gallíska var mál Galla en þeir voru keltneskir þjóðflokkar sem byggðu landsvæðið Gallíu á dögum Rómverja.

Af gelískum málum er manx, málið sem talað var á eynni Mön, nær útdautt sem lifandi mál. Skosk-gelíska er töluð í norðanverðu Skotlandi en írskan er útbreiddasta gelíska málið.

Um péttnesku (piktnesku) er nær ekkert vitað, korníska var töluð í Cornwall en dó út á 8. öld, bretónska er enn töluð á Bretagneskaga í Norðvestur-Frakklandi af um hálfri milljón manna og um hálf milljón talar velsku í Wales.Ástríkur og félaga eru Gallar og tungumál þeirra því keltneskt.

Til evrópskra mála sem ekki eru af indóevrópsku málaættinni en eru af finnó-úgrísku ættinni eru til dæmis finnska, sem er ríkismál í Finnlandi, eistneska í Eistlandi og ungverska í Ungverjalandi.

Baskneska, mál Baska á Spáni, er ekki heldur indóevrópskt. Ekki hefur tekist að tengja það öðrum málum eða málaættum og virðist það því stakmál.

Tyrkneska er af altajísku málaættinni og töluð í Tyrklandi og nokkuð í Búlgaríu en búlgarska telst til slavneskra mála sem eru af indóevrópsku málaættinni.

Mynd: Asterix NZ...