Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld.

Sögnin að dáma er ópersónuleg og notuð í sambandinu einhverjum dámar eitthvað ‛einhverjum líkar eitthvað, fellur eitthvað í geð’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá því snemma á 17. öld.

Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut.

Orðin eiga sér samsvaranir í grannmálunum (Íslensk orðsifjabók 1989:105), til dæmis í færeysku dámur ‛litblær, útlit’, nýnorsku dåm ‛bragð, þefur, útlit’ og dåme ‛skýjaslæða’, sænskar mállýskur dåm ‛daufur (um hljóð)’. Ásgeir Blöndal Magnússon bendir á tengsl við fjarskyldari mál eins og fornindversku og miðírsku og telur að upphafleg merking hafi verið ‛rjúka, rykast’.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.2.2012

Spyrjandi

Villi Goði

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2012, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61735.

Guðrún Kvaran. (2012, 28. febrúar). Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61735

Guðrún Kvaran. „Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2012. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61735>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld.

Sögnin að dáma er ópersónuleg og notuð í sambandinu einhverjum dámar eitthvað ‛einhverjum líkar eitthvað, fellur eitthvað í geð’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá því snemma á 17. öld.

Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut.

Orðin eiga sér samsvaranir í grannmálunum (Íslensk orðsifjabók 1989:105), til dæmis í færeysku dámur ‛litblær, útlit’, nýnorsku dåm ‛bragð, þefur, útlit’ og dåme ‛skýjaslæða’, sænskar mállýskur dåm ‛daufur (um hljóð)’. Ásgeir Blöndal Magnússon bendir á tengsl við fjarskyldari mál eins og fornindversku og miðírsku og telur að upphafleg merking hafi verið ‛rjúka, rykast’.

Mynd:

...