Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tintron er gervigígur eða hraunketill sunnan við Gjábakka í Þingvallasveit nærri veginum að Laugarvatni. Hann er mjög djúpur með strýtulaga uppvarpi yfir opinu.
Helgi Guðmundsson (2002:150-152) telur nafnið á Tintron vera komið af frönsku donjon 'dýflisa, svarthol'. Merkingin getur staðist en að franskt orð liggi þar að baki verður þó að teljast nokkuð langsótt.
Í færeysku merkir orðið tint 'mælikanna, -staukur' en erfitt er að finna seinni hluta nafnsins skýringu. Ef til vill er það dregið af sagnorðinu tróna 'hreykja sér; gnæfa yfir', og trón 'hásæti', og nafnið þá hugsanlega dregið af tilbúna orðinu Tint-trón. Merkingarlega er erfiðara að koma því heim og saman en fyrrnefndri skýringu. Enn annar kostur er að það sé dregið af tilbúna orðinu Tind-trón.
Heimild:
Helgi Guðmundsson, Tintron. Land úr landi. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2002.
Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 8. september 2006, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6179.
Svavar Sigmundsson. (2006, 8. september). Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6179
Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2006. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6179>.