Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Ólafur Margeirsson

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins.

***

Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að meta áhrif evruupptöku á hagvöxt og aðra efnahagslega þætti. Slíkar rannsóknir eru þó ekki það eina sem horfa þarf til þegar maður veltir fyrir sér hvaða áhrif evruupptaka hér á landi gæti haft á vöxt landsframleiðslunnar. Nauðsynlegt er að hafa einnig í huga ýmiss konar íslenska þætti sem gætu breyst, svo sem hugsanleg áhrif upptökunnar á vaxtastigið og fleira þess háttar.

Til að byrja með er rétt að sýna hvernig þróun vergrar landsframleiðslu hefur verið í Evrópu á síðustu 30 árum.

Vísitala landsframleiðslu í þremur evrulöndum og á Íslandi frá 1980. Gögn frá OECD. Smelltu til að sjá stærra eintak af myndinni.

Þegar horft er á reynslu annarra landa eru skilaboðin mismunandi. Cuaresma, Grünwald og Silgoner fundu merki þess, árið 2008, að aðild að Evrópusambandinu yki langtímahagvöxt. Áður (2003) höfðu Hein og Truger sagt að evran yki ekki hagvöxt, meðal annars vegna þess að evrusvæðið væri ekki hagstætt myntsvæði. Í dag er evrunni, ásamt harðri kröfu um jafnvægi á rekstri ríkisfjármála, sem meðal annars má rekja til Maastricht-skilyrðanna, kennt um lítinn hagvöxt á evrusvæðinu og þá sérstaklega í löndunum á jöðrum þess (e. periphery countries).

Þróun vísitölu landsframleiðslu á mann (e. GDP per capita) í nokkrum evrulöndum og á Íslandi. Vísitalan tekur gildið 100 fyrir OECD sem heild fyrir hvert ár. Þar með sýnir myndin þróun landsframleiðslu á mann miðað við OECD sem heild. Gögn frá OECD. Smelltu til að sjá stærra eintak af myndinni.

Við mat á hugsanlegum áhrifum evruupptöku á hagvöxt á Íslandi er ýmislegt sem þarf að taka til skoðunar. Þegar evran var tekin upp sem sameiginlegur gjaldmiðill voru vonir bundnar við að viðskipti milli evrulandanna mundu aukast og leiða til aukins hagvaxtar á evrusvæðinu. Evran hafði jákvæð áhrif á viðskipti milli landa innan evrusvæðisins (Bun og Klaasen, 2002) þótt þau áhrif hafi raunar verið nokkru minni en almennt var vonast eftir (Frankel, 2010). Berger og Nitsch (2008) héldu því raunar fram að svonefnd langtímaleitni (e. secular trend) hafi alltaf verið sú að viðskipti milli landa í Evrópu mundu aukast og að evran hefði engin áhrif á þá leitni. Hugtakið leitni er notað í hagfræði um tiltekna hneigð og með langtímaleitni er átt við lengri tímabil.

Því er óvíst hvort hagvöxtur á Íslandi mundi aukast sérstaklega vegna aukinna viðskipta sem væru tilkomin beinlínis vegna upptöku evrunnar. Hins vegar getur það haft jákvæð áhrif á hagvöxtinn að samlagast betur sameiginlega markaðnum, svo sem með frekari niðurfellingu tolla. Í því sambandi er raunar rétt að minnast á að sumar rannsóknir benda til þess að „rétt“ tollastefna geti aukið hagvöxt, sjá til dæmis Minier og Unel, 2009.

Önnur áhugaverð spurning lýtur að vaxtastiginu. Ef upptaka evru hefði jákvæð áhrif á vaxtastig á Íslandi ætti það að ýta við hagvexti, meðal annars í gegnum aukna fjárfestingu. Spurningin um hvort evran mundi lækka vexti á Íslandi er hins vegar efni í langt sérstakt svar og því verður ekki farið nánar út í það hér. Þó er óhætt að segja að um þetta eru skiptar skoðanir.

Í tilfelli annarra evrulanda voru áhrif sameiginlegrar myntar greinilega í þá átt að vextir á ríkisskuldabréfum evruríkjanna færðust saman (e. converged). Það breyttist þó snarlega í lok árs 2008 og er vaxtamunurinn á 10 ára ríkisskuldabréfum gefnum út af Grikklandi og Þýskalandi um 38 prósentustig þegar þetta er skrifað (samsvarandi vaxtamunur milli Íslands og Þýskalands er í kringum 5 prósentustig). Í tilviki húsnæðislánavaxta benti Milani (2010) á að kerfisþættir (e. structural factors) á borð við ríkisskuldabréfamarkaðinn, mismunandi veðhlutfall húsnæðislána milli evrulanda og þróunarstig bankakerfisins hafi mikil áhrif á hvers vegna húsnæðisvextir milli evrulandanna færðust ekki meira saman en raun bar vitni og hví það ferli snerist við árið 2008.

Rannsóknir sýna því í mjög stuttu máli að sameiginlegur markaður getur haft jákvæð áhrif á hagvöxt en sameiginleg mynt virðist hafa minni og jafnvel hverfandi áhrif.

Heimildir:

Höfundur

doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi

Útgáfudagur

1.2.2012

Spyrjandi

Kristinn Þór Jakobsson

Tilvísun

Ólafur Margeirsson. „Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2012, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61794.

Ólafur Margeirsson. (2012, 1. febrúar). Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61794

Ólafur Margeirsson. „Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2012. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins.

***

Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að meta áhrif evruupptöku á hagvöxt og aðra efnahagslega þætti. Slíkar rannsóknir eru þó ekki það eina sem horfa þarf til þegar maður veltir fyrir sér hvaða áhrif evruupptaka hér á landi gæti haft á vöxt landsframleiðslunnar. Nauðsynlegt er að hafa einnig í huga ýmiss konar íslenska þætti sem gætu breyst, svo sem hugsanleg áhrif upptökunnar á vaxtastigið og fleira þess háttar.

Til að byrja með er rétt að sýna hvernig þróun vergrar landsframleiðslu hefur verið í Evrópu á síðustu 30 árum.

Vísitala landsframleiðslu í þremur evrulöndum og á Íslandi frá 1980. Gögn frá OECD. Smelltu til að sjá stærra eintak af myndinni.

Þegar horft er á reynslu annarra landa eru skilaboðin mismunandi. Cuaresma, Grünwald og Silgoner fundu merki þess, árið 2008, að aðild að Evrópusambandinu yki langtímahagvöxt. Áður (2003) höfðu Hein og Truger sagt að evran yki ekki hagvöxt, meðal annars vegna þess að evrusvæðið væri ekki hagstætt myntsvæði. Í dag er evrunni, ásamt harðri kröfu um jafnvægi á rekstri ríkisfjármála, sem meðal annars má rekja til Maastricht-skilyrðanna, kennt um lítinn hagvöxt á evrusvæðinu og þá sérstaklega í löndunum á jöðrum þess (e. periphery countries).

Þróun vísitölu landsframleiðslu á mann (e. GDP per capita) í nokkrum evrulöndum og á Íslandi. Vísitalan tekur gildið 100 fyrir OECD sem heild fyrir hvert ár. Þar með sýnir myndin þróun landsframleiðslu á mann miðað við OECD sem heild. Gögn frá OECD. Smelltu til að sjá stærra eintak af myndinni.

Við mat á hugsanlegum áhrifum evruupptöku á hagvöxt á Íslandi er ýmislegt sem þarf að taka til skoðunar. Þegar evran var tekin upp sem sameiginlegur gjaldmiðill voru vonir bundnar við að viðskipti milli evrulandanna mundu aukast og leiða til aukins hagvaxtar á evrusvæðinu. Evran hafði jákvæð áhrif á viðskipti milli landa innan evrusvæðisins (Bun og Klaasen, 2002) þótt þau áhrif hafi raunar verið nokkru minni en almennt var vonast eftir (Frankel, 2010). Berger og Nitsch (2008) héldu því raunar fram að svonefnd langtímaleitni (e. secular trend) hafi alltaf verið sú að viðskipti milli landa í Evrópu mundu aukast og að evran hefði engin áhrif á þá leitni. Hugtakið leitni er notað í hagfræði um tiltekna hneigð og með langtímaleitni er átt við lengri tímabil.

Því er óvíst hvort hagvöxtur á Íslandi mundi aukast sérstaklega vegna aukinna viðskipta sem væru tilkomin beinlínis vegna upptöku evrunnar. Hins vegar getur það haft jákvæð áhrif á hagvöxtinn að samlagast betur sameiginlega markaðnum, svo sem með frekari niðurfellingu tolla. Í því sambandi er raunar rétt að minnast á að sumar rannsóknir benda til þess að „rétt“ tollastefna geti aukið hagvöxt, sjá til dæmis Minier og Unel, 2009.

Önnur áhugaverð spurning lýtur að vaxtastiginu. Ef upptaka evru hefði jákvæð áhrif á vaxtastig á Íslandi ætti það að ýta við hagvexti, meðal annars í gegnum aukna fjárfestingu. Spurningin um hvort evran mundi lækka vexti á Íslandi er hins vegar efni í langt sérstakt svar og því verður ekki farið nánar út í það hér. Þó er óhætt að segja að um þetta eru skiptar skoðanir.

Í tilfelli annarra evrulanda voru áhrif sameiginlegrar myntar greinilega í þá átt að vextir á ríkisskuldabréfum evruríkjanna færðust saman (e. converged). Það breyttist þó snarlega í lok árs 2008 og er vaxtamunurinn á 10 ára ríkisskuldabréfum gefnum út af Grikklandi og Þýskalandi um 38 prósentustig þegar þetta er skrifað (samsvarandi vaxtamunur milli Íslands og Þýskalands er í kringum 5 prósentustig). Í tilviki húsnæðislánavaxta benti Milani (2010) á að kerfisþættir (e. structural factors) á borð við ríkisskuldabréfamarkaðinn, mismunandi veðhlutfall húsnæðislána milli evrulanda og þróunarstig bankakerfisins hafi mikil áhrif á hvers vegna húsnæðisvextir milli evrulandanna færðust ekki meira saman en raun bar vitni og hví það ferli snerist við árið 2008.

Rannsóknir sýna því í mjög stuttu máli að sameiginlegur markaður getur haft jákvæð áhrif á hagvöxt en sameiginleg mynt virðist hafa minni og jafnvel hverfandi áhrif.

Heimildir:...