Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?

TÞ og ÞV

Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, og jurta- og dýrafræði.

Á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar var farið að nota púsluspil til skemmtunar á Bretlandi og í Bandaríkjunum, og voru þá myndirnar á þeim af ýmsum toga. Púslið naut mikilla vinsælda í byrjun tuttugustu aldar og aftur í kreppunni á fjórða áratugnum, enda ódýr og margnota skemmtun. Síðan þá hefur ekkert lát orðið á vinsældum þess.

Flestir tengja orðið púsluspil sjálfsagt umsvifalaust við enska orðið 'puzzle' og er margt vitlausara. Hins vegar er orðið upphaflega myndað eftir danska orðinu 'puslespil' sem vísar bæði í enska orðið og í dönsku sögnina 'pusle' en 'at pusle med noget' merkir að 'dunda sér við eitthvað'. Menn hafa reynt að mynda önnur íslensk orð um þetta, svo sem raðspil eða raðþraut.

Heimildir:

Britannica á Vefnum

Íslenskar og danskar orðabækur.

Mynd fengin af vefsetrinu JigZone.com en þar má finna fjölda fallegra púsluspila fyrir fólk á öllum aldri. Engin hætta er á að eitt stykki vanti í lokin enda púsluspilin öll á rafrænu formi. Góða skemmtun!

Höfundar

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.7.2000

Spyrjandi

Pála Björk Kúld, fædd 1987

Efnisorð

Tilvísun

TÞ og ÞV. „Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=618.

TÞ og ÞV. (2000, 5. júlí). Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=618

TÞ og ÞV. „Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=618>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?
Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, og jurta- og dýrafræði.

Á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar var farið að nota púsluspil til skemmtunar á Bretlandi og í Bandaríkjunum, og voru þá myndirnar á þeim af ýmsum toga. Púslið naut mikilla vinsælda í byrjun tuttugustu aldar og aftur í kreppunni á fjórða áratugnum, enda ódýr og margnota skemmtun. Síðan þá hefur ekkert lát orðið á vinsældum þess.

Flestir tengja orðið púsluspil sjálfsagt umsvifalaust við enska orðið 'puzzle' og er margt vitlausara. Hins vegar er orðið upphaflega myndað eftir danska orðinu 'puslespil' sem vísar bæði í enska orðið og í dönsku sögnina 'pusle' en 'at pusle med noget' merkir að 'dunda sér við eitthvað'. Menn hafa reynt að mynda önnur íslensk orð um þetta, svo sem raðspil eða raðþraut.

Heimildir:

Britannica á Vefnum

Íslenskar og danskar orðabækur.

Mynd fengin af vefsetrinu JigZone.com en þar má finna fjölda fallegra púsluspila fyrir fólk á öllum aldri. Engin hætta er á að eitt stykki vanti í lokin enda púsluspilin öll á rafrænu formi. Góða skemmtun!

...