Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, og jurta- og dýrafræði.
Á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar var farið að nota púsluspil til skemmtunar á Bretlandi og í Bandaríkjunum, og voru þá myndirnar á þeim af ýmsum toga. Púslið naut mikilla vinsælda í byrjun tuttugustu aldar og aftur í kreppunni á fjórða áratugnum, enda ódýr og margnota skemmtun. Síðan þá hefur ekkert lát orðið á vinsældum þess.
Flestir tengja orðið púsluspil sjálfsagt umsvifalaust við enska orðið 'puzzle' og er margt vitlausara. Hins vegar er orðið upphaflega myndað eftir danska orðinu 'puslespil' sem vísar bæði í enska orðið og í dönsku sögnina 'pusle' en 'at pusle med noget' merkir að 'dunda sér við eitthvað'. Menn hafa reynt að mynda önnur íslensk orð um þetta, svo sem raðspil eða raðþraut.
Heimildir:
Britannica á Vefnum
Íslenskar og danskar orðabækur.
Mynd fengin af vefsetrinu JigZone.com en þar má finna fjölda fallegra púsluspila fyrir fólk á öllum aldri. Engin hætta er á að eitt stykki vanti í lokin enda púsluspilin öll á rafrænu formi. Góða skemmtun!
Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, og jurta- og dýrafræði.
Á sjöunda og áttunda áratug nítjándu aldar var farið að nota púsluspil til skemmtunar á Bretlandi og í Bandaríkjunum, og voru þá myndirnar á þeim af ýmsum toga. Púslið naut mikilla vinsælda í byrjun tuttugustu aldar og aftur í kreppunni á fjórða áratugnum, enda ódýr og margnota skemmtun. Síðan þá hefur ekkert lát orðið á vinsældum þess.
Flestir tengja orðið púsluspil sjálfsagt umsvifalaust við enska orðið 'puzzle' og er margt vitlausara. Hins vegar er orðið upphaflega myndað eftir danska orðinu 'puslespil' sem vísar bæði í enska orðið og í dönsku sögnina 'pusle' en 'at pusle med noget' merkir að 'dunda sér við eitthvað'. Menn hafa reynt að mynda önnur íslensk orð um þetta, svo sem raðspil eða raðþraut.
Heimildir:
Britannica á Vefnum
Íslenskar og danskar orðabækur.
Mynd fengin af vefsetrinu JigZone.com en þar má finna fjölda fallegra púsluspila fyrir fólk á öllum aldri. Engin hætta er á að eitt stykki vanti í lokin enda púsluspilin öll á rafrænu formi. Góða skemmtun!