Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir teningar. Þegar þeim er kastað geta komið upp sex punktar (augu) á báðum teningunum sem er mikið happ.

Líkingin að kasta tólfunum er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir teningar.

Sambandið kasta tólfin kemur fyrir í eiginlegri merkingu í latnesk-íslensku orðabókinni Nucleus latinitatis frá 1738. Þar er mittere senionem skýrt ‛kasta tólfin’. Sögnin mittere merkir ‛kasta’ og senio (í þolfalli senionem) merkir ‛sex augu’.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.3.2012

Spyrjandi

Almar Daði Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2012, sótt 24. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61822.

Guðrún Kvaran. (2012, 9. mars). Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61822

Guðrún Kvaran. „Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2012. Vefsíða. 24. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61822>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tólfum kasta menn, hvernig er það gert og við hvað er átt?
Orðasambandið að kasta tólfunum er notað um eitthvað sem keyrir úr hófi. Það er þekkt að minnsta kosti frá 18. öld samkvæmt heimildasafni Orðabókar Háskólans. Yngra er sambandið að slá tólfunum í sömu merkingu en það er kunnugt frá 19. öld. Líkingin er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir teningar. Þegar þeim er kastað geta komið upp sex punktar (augu) á báðum teningunum sem er mikið happ.

Líkingin að kasta tólfunum er sennilegast komin frá teningaspili þar sem notaðir eru tveir teningar.

Sambandið kasta tólfin kemur fyrir í eiginlegri merkingu í latnesk-íslensku orðabókinni Nucleus latinitatis frá 1738. Þar er mittere senionem skýrt ‛kasta tólfin’. Sögnin mittere merkir ‛kasta’ og senio (í þolfalli senionem) merkir ‛sex augu’.

Mynd:...