Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er „supernova“?

Heiða María Sigurðardóttir

Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri.

Fyrir um 400 árum síðan birtist ný ofurbjört stjarna á himinhvolfinu. Þar var komin sprengistjarnan SN 1604, sem einnig er nefnd Keplersstjarnan eftir stjörnufræðingnum Jóhannesi Kepler (1571-1630), en hann rannsakaði hana í þaula. Sprengistjörnur höfðu mikil áhrif á umræður í stjörnufræði á þeim tíma þar sem þær voru eitt gleggsta merkið um að himnarnir væru ekki óbreytilegir eins og menn höfðu talið fram að því. Sprengistjörnuleifar SN 1604 má sjá á myndinni hér fyrir neðan.


Leifar af Keplersstjörnunni.

Sævar Helgi Bragason segir um sprengistjörnur:

Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.

Meira má lesa um sprengistjörnur í svari Sævars við spurningunni Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

12.9.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er „supernova“?“ Vísindavefurinn, 12. september 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6185.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 12. september). Hvað er „supernova“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6185

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er „supernova“?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6185>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er „supernova“?
Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri.

Fyrir um 400 árum síðan birtist ný ofurbjört stjarna á himinhvolfinu. Þar var komin sprengistjarnan SN 1604, sem einnig er nefnd Keplersstjarnan eftir stjörnufræðingnum Jóhannesi Kepler (1571-1630), en hann rannsakaði hana í þaula. Sprengistjörnur höfðu mikil áhrif á umræður í stjörnufræði á þeim tíma þar sem þær voru eitt gleggsta merkið um að himnarnir væru ekki óbreytilegir eins og menn höfðu talið fram að því. Sprengistjörnuleifar SN 1604 má sjá á myndinni hér fyrir neðan.


Leifar af Keplersstjörnunni.

Sævar Helgi Bragason segir um sprengistjörnur:

Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.

Meira má lesa um sprengistjörnur í svari Sævars við spurningunni Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?

Heimildir og mynd

...