Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu.
Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 sinnum, en meðal unglingur um 30.000 sinnum.
Andrýmd fullorðinna er venjulega um 500-700 ml af lofti. Það má því gera ráð fyrir að heildarmagn lofts sem fullorðnir draga að sér sé að meðaltali á milli 8 og 14 þúsund lítrar á sólarhring. Um 21% af lofti eru súrefni (O) og það má því gera ráð fyrir að meðalmanneskja dragi að sér um 1500 – 3000 lítra af súrefni á sólahring.
Heimildir og mynd:
Brynjar Helgi Guðmundsson. „Hversu oft andar maður á sólarhring?“ Vísindavefurinn, 14. september 2006, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6189.
Brynjar Helgi Guðmundsson. (2006, 14. september). Hversu oft andar maður á sólarhring? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6189
Brynjar Helgi Guðmundsson. „Hversu oft andar maður á sólarhring?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2006. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6189>.